Spenntur fyrir leiknum gegn KR og reiknar með að bæði lið styrki sig í glugganum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. júní 2021 16:30 Arnar Gunnlaugsson er þjálfari bikarmeistara Víkings. Vísir/Hulda Margrét Arnar Gunnlaugsson var mjög ánægður með að fá KR í heimsókn í Fossvoginn í stórleik 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla í knattspyrnu. Þá taldi Arnar næsta ljóst að bæði lið myndu styrkja sig fyrir leikinn sem fram fer 11. eða 12. ágúst næstkomandi. „Mjög ánægður með að hafa fengið heimaleik í fyrsta lagi og svo að fá KR-inga líka, sannkallaður stórleikur. Ef þú ætlar að vinna bikarinn verða ýmsar hindranir á vegi þínum og þær gerast varla stærri en KR og það er bara gríðarleg tilhlökkun,“ sagði Arnar um þennan stórleik 16-liða úrslitanna. „Mögulega, það eru allskonar kenningar í þessu en engin rétt og engin röng. Fyrir knattspyrnuáhugafólk er þetta algjör stórleikur. Það verður mjög spennandi að sjá hvað liðin ætla sér að gera í glugganum til að styrkja fyrir þennan leik. Nöfnin sem KR-ingar eru að reyna að ná eru mjög ´djúsí´ og við kannski styrkjum okkur eitthvað líka, þetta er alveg geggjað tækifæri fyrir bæði lið,“ bætti Arnar við. Theódór Elmar Bjarnason ku hafa samið nýverið við uppeldisfélagið og mun leika með því næstu misseri. Hann ætti að vera kominn með leikheimild þegar 16-liða úrslit bikarsins fara af stað. „Það verður víst að vera leyndarmál þangað til – það er reyndar bara korter í að glugginn opni þannig það þarf ekki að vera lengi. Það er stemmning í Fossvoginum og við þurfum að sætta okkur við það, sem betur fer, að við erum í titilbaráttu. Einnig erum ríkjandi bikarmeistarar og eigum titil að verja þar svo mögulega þarf að styrkja hópinn, eins og öll önnur góð lið. Flest önnur góð lið munu gera það í þessum glugga, þetta er gott tækifæri til þess en ég ætla samt að halda því aðeins leyndu en ekki lengi vonandi,“ sagði dulúðlegur Arnar um mögulega styrkingu á leikmannahópi sínum. „Við munum allir hvernig okkur leið 2019 þegar við unnum titilinn og hvað það var mikil hvatning fyrir alla, leikmennina líka. Þetta er tilfinning sem við ætlum að vinna hart fyrir að fá aftur. Það var stemning í Fossvoginum og geggjaður dagur í alla staði. Að mínu mati fylgir mikil ábyrgð að vera bikar- eða Íslandsmeistari, það er mikil ábyrgð fólgin í því að reyna verja titil.“ „Ég hef oft sagt að það eru bara góð lið sem verja titil og við drulluðum aðeins upp á bak í fyrra, ég ætla ekki að segja þökk sé Covid-19 en út af einhverjum óútskýrðum ástæðum fáum við annað tækifæri til að verja titilinn og verðum að nýta það betur núna,“ sagði Arnar að endingu. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn Víkingur Reykjavík Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
„Mjög ánægður með að hafa fengið heimaleik í fyrsta lagi og svo að fá KR-inga líka, sannkallaður stórleikur. Ef þú ætlar að vinna bikarinn verða ýmsar hindranir á vegi þínum og þær gerast varla stærri en KR og það er bara gríðarleg tilhlökkun,“ sagði Arnar um þennan stórleik 16-liða úrslitanna. „Mögulega, það eru allskonar kenningar í þessu en engin rétt og engin röng. Fyrir knattspyrnuáhugafólk er þetta algjör stórleikur. Það verður mjög spennandi að sjá hvað liðin ætla sér að gera í glugganum til að styrkja fyrir þennan leik. Nöfnin sem KR-ingar eru að reyna að ná eru mjög ´djúsí´ og við kannski styrkjum okkur eitthvað líka, þetta er alveg geggjað tækifæri fyrir bæði lið,“ bætti Arnar við. Theódór Elmar Bjarnason ku hafa samið nýverið við uppeldisfélagið og mun leika með því næstu misseri. Hann ætti að vera kominn með leikheimild þegar 16-liða úrslit bikarsins fara af stað. „Það verður víst að vera leyndarmál þangað til – það er reyndar bara korter í að glugginn opni þannig það þarf ekki að vera lengi. Það er stemmning í Fossvoginum og við þurfum að sætta okkur við það, sem betur fer, að við erum í titilbaráttu. Einnig erum ríkjandi bikarmeistarar og eigum titil að verja þar svo mögulega þarf að styrkja hópinn, eins og öll önnur góð lið. Flest önnur góð lið munu gera það í þessum glugga, þetta er gott tækifæri til þess en ég ætla samt að halda því aðeins leyndu en ekki lengi vonandi,“ sagði dulúðlegur Arnar um mögulega styrkingu á leikmannahópi sínum. „Við munum allir hvernig okkur leið 2019 þegar við unnum titilinn og hvað það var mikil hvatning fyrir alla, leikmennina líka. Þetta er tilfinning sem við ætlum að vinna hart fyrir að fá aftur. Það var stemning í Fossvoginum og geggjaður dagur í alla staði. Að mínu mati fylgir mikil ábyrgð að vera bikar- eða Íslandsmeistari, það er mikil ábyrgð fólgin í því að reyna verja titil.“ „Ég hef oft sagt að það eru bara góð lið sem verja titil og við drulluðum aðeins upp á bak í fyrra, ég ætla ekki að segja þökk sé Covid-19 en út af einhverjum óútskýrðum ástæðum fáum við annað tækifæri til að verja titilinn og verðum að nýta það betur núna,“ sagði Arnar að endingu. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn Víkingur Reykjavík Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn