Endurhugsa, endurmeta og endurnýta Sigþrúður Ármann skrifar 9. júní 2021 06:00 Öflugar og mikilvægar atvinnugreinar eins og ferðaþjónustan og sjávarútvegurinn byggja á hreinni ímynd Íslands. Við eigum því mikið undir sem þjóð og eigum að vera til fyrirmyndar þegar kemur að umhverfis- og loftlagsmálum. Saman eigum við að skapa framtíðarsýn sem stuðlar að umhverfis- og efnahagslegri sjálfbærni til framtíðar. Umhverfið og verðmætasköpun Samkeppnisforskot okkar er græn orka og hana eigum við að nýta í meiri mæli til uppbyggingar atvinnulífs á Íslandi. Íslensk framleiðsla er verðmætari og umhverfisvænni þegar hún er byggð á umhverfisvænum orkugjöfum. Við þurfum að auka innlenda framleiðslu og fullvinna vörur í meiri mæli hér á landi. Einnig eigum við að laða erlendar fjárfestingar til landsins til að nýta græna orku enn frekar. Með endurnýjanlegri orku aukum við verðmætasköpun hér á landi. Innviðir og fjárhagslegir hvatar Við þurfum að byggja upp kerfi sem styður við hringrásarhagkerfið og eykur sjálfbærni. Við höfum öfluga innviði en getum gert betur. Við þurfum að efla innlenda endurvinnslu og auka endurnýtingu. Taka ábyrgð á eigin úrgangi, endurnýta og endurvinna það sem hægt er enda leynast þar verðmæti en ekki bara úrgangur. Hér þurfum við að treysta á einkaframtakið, styðja við uppbyggingu atvinnulífsins og tryggja að virðiskeðjan styrkist hér á landi og störfum fjölgi. Fjárhagslega hvata þarf að nýta meira og þeir þurfa að beina málum í þann farveg að af þeim hlotnist fjárhagslegur og umhverfislegur ávinningur. Þannig græða allir. Höfum líka í huga að með því að auka umhverfisvitund okkar og gera betur í umhverfis- og loftlagsmálum erum við ekki aðeins að auka lífsgæði komandi kynslóða heldur aukast lífsgæði okkar sem nú lifum verulega. Við skulum því endurhugsa, endurmeta, endurnýta – og þegar við á endurvinna. Höfundur er lögfræðingur, framkvæmdastjóri og frambjóðandi í 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Orkumál Skoðun: Kosningar 2021 Sigþrúður Ármann Mest lesið Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Vitundarvakning um auðlindir þjóðar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Friðum Eyjafjörð Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Öflugar og mikilvægar atvinnugreinar eins og ferðaþjónustan og sjávarútvegurinn byggja á hreinni ímynd Íslands. Við eigum því mikið undir sem þjóð og eigum að vera til fyrirmyndar þegar kemur að umhverfis- og loftlagsmálum. Saman eigum við að skapa framtíðarsýn sem stuðlar að umhverfis- og efnahagslegri sjálfbærni til framtíðar. Umhverfið og verðmætasköpun Samkeppnisforskot okkar er græn orka og hana eigum við að nýta í meiri mæli til uppbyggingar atvinnulífs á Íslandi. Íslensk framleiðsla er verðmætari og umhverfisvænni þegar hún er byggð á umhverfisvænum orkugjöfum. Við þurfum að auka innlenda framleiðslu og fullvinna vörur í meiri mæli hér á landi. Einnig eigum við að laða erlendar fjárfestingar til landsins til að nýta græna orku enn frekar. Með endurnýjanlegri orku aukum við verðmætasköpun hér á landi. Innviðir og fjárhagslegir hvatar Við þurfum að byggja upp kerfi sem styður við hringrásarhagkerfið og eykur sjálfbærni. Við höfum öfluga innviði en getum gert betur. Við þurfum að efla innlenda endurvinnslu og auka endurnýtingu. Taka ábyrgð á eigin úrgangi, endurnýta og endurvinna það sem hægt er enda leynast þar verðmæti en ekki bara úrgangur. Hér þurfum við að treysta á einkaframtakið, styðja við uppbyggingu atvinnulífsins og tryggja að virðiskeðjan styrkist hér á landi og störfum fjölgi. Fjárhagslega hvata þarf að nýta meira og þeir þurfa að beina málum í þann farveg að af þeim hlotnist fjárhagslegur og umhverfislegur ávinningur. Þannig græða allir. Höfum líka í huga að með því að auka umhverfisvitund okkar og gera betur í umhverfis- og loftlagsmálum erum við ekki aðeins að auka lífsgæði komandi kynslóða heldur aukast lífsgæði okkar sem nú lifum verulega. Við skulum því endurhugsa, endurmeta, endurnýta – og þegar við á endurvinna. Höfundur er lögfræðingur, framkvæmdastjóri og frambjóðandi í 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar