Hvers vegna eru HPV mælingar ekki framkvæmdar á Landspítalanum? Auður Eiríksdóttir skrifar 3. júní 2021 09:31 Á Fésbókarsíðunni „Aðför að heilsu kvenna“ má sjá fjölmargar reynslusögur kvenna sem beðið hafa mánuðum saman eftir svörum eftir leghálssýnatöku og fá þau ekki þrátt fyrir mikla eftirgangssemi. Boðunarkerfi virðist ekki vera í lagi þar sem margar konur kvarta yfir því að fá ekki boðun í skimun. Skimunarferli þarf að vera mjög skipulegt og eftirfylgni þarf að vera pottþétt. Skimun er gagnlaus ef engin er eftirfylgni. Svör berast seint og illa til kvenna og virðist i mörgum tilfellum ekki skila sér. Er ástæðan tafir i Danmörku á úrlestri sýna eða skrifast það algerlega á heilsugæsluna? Er ekki búið að setja upp kerfi sem vinnandi er með? Reynsla Krabbameinsfélagsins af því að senda HPV sýni til Svíþjóðar var sú að of mikill tími fór í merkingar og pökkun, sendingartími var oft of langur, íslensku sýnin voru ekki i neinum forgangi og svartími í heild of langur. Mikil breyting varð á þegar Landspítali tók við mælingunum. Sýni voru send á mánudögum og svör bárust 2-3 dögum seinna og voru færð rafrænt inn í skimunarkerfið samdægurs. Á þeim tíma voru mæld um 6000 HPV sýni árlega og eingöngu ef frumusýni greindist með breytingar. Nú er hinsvegar byrjað á því að HPV mæla sýni frá konum 30 ára og eldri og frumusýni aðeins skoðuð ef HPV greinist. Áfram er þó fyrst skoðað frumusýni hjá konum yngri en 30 ára. Það er ekki að ástæðulausu að hægt er að mæla með því að HPV mælingar fari fram á Landspítalanum. Tæki þar eru fyrsta flokks og algerlega sambærileg við þau sem eru í notkun á hinum Norðurlöndunum. Nýjasta tækið, Cobas 8800, er mjög afkastamikið. Þegar þessar breytingar á skimuninni hafa verið gerðar má gera ráð fyrir að hlutfall frumusýna með forstigsbreytingum aukist verulega. Með gervigreindarskimun á frumusýnum sem tekin hafði verið upp hjá Krabbameinsfélaginu má ætla að vel sé hægt að sinna þessum hluta skimunar ásamt með öðrum frumu og vefjasýnagreiningum sem framkvæmdar eru á meinafræðideild Landspítala. Tveir meinafræðingar sem sérhæfðir eru í frumugreiningu (cytology) vinna á meinafræðideildinni og hafa báðir langa starfsreynslu bæði hér á landi og á hinum Norðurlöndunum. Lífeindafræðingar frumurannsóknastofu hafa ekki verið ráðnir til vinnu í sínu fagi og má segja að þar sé mannauði fleygt á glæ. Utanumhald og eftirfylgni var mjög stór þáttur í leitarstarfi Krabbameinsfélagsins og því miður virðist ansi mikið skorta á að slíkt sé í lagi þessa mánuði sem heilsugæslan hefur haft skimunina á sínum snærum ef marka má frásagnir kvenna. Gera þarf óháða úttekt og fara vandlega í saumana á öllum þáttum skimunarferlisins eins og það er í dag. Taka þarf umkvartanir fólks til greina og taka ákvörðun um að gera betur í allri framkvæmd. Flytja þarf úrvinnslu sýna til Landspítala og koma upp virku boðunar og eftirlitskerfi. Höfundur er lífeindafræðingur og fyrrverandi deildarstjóri Frumurannsóknarstofu Krabbameinsfélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Landspítalinn Heilsugæsla Mest lesið Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson Skoðun Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson Skoðun Halldór 28.06.2025 Halldór Frá Írak til Gaza: Hvað höfum við lært af lygunum og stríðsbröltinu? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson skrifar Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þjónusta sem gleður – skilar sér beint í kassann Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn – Rödd skynseminnar í borginni Ómar Már Jónsson skrifar Skoðun Virði barna og ungmenna Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Sættir þú þig við þetta? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Alþingi gleymir aftur fötluðum börnum Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Á Fésbókarsíðunni „Aðför að heilsu kvenna“ má sjá fjölmargar reynslusögur kvenna sem beðið hafa mánuðum saman eftir svörum eftir leghálssýnatöku og fá þau ekki þrátt fyrir mikla eftirgangssemi. Boðunarkerfi virðist ekki vera í lagi þar sem margar konur kvarta yfir því að fá ekki boðun í skimun. Skimunarferli þarf að vera mjög skipulegt og eftirfylgni þarf að vera pottþétt. Skimun er gagnlaus ef engin er eftirfylgni. Svör berast seint og illa til kvenna og virðist i mörgum tilfellum ekki skila sér. Er ástæðan tafir i Danmörku á úrlestri sýna eða skrifast það algerlega á heilsugæsluna? Er ekki búið að setja upp kerfi sem vinnandi er með? Reynsla Krabbameinsfélagsins af því að senda HPV sýni til Svíþjóðar var sú að of mikill tími fór í merkingar og pökkun, sendingartími var oft of langur, íslensku sýnin voru ekki i neinum forgangi og svartími í heild of langur. Mikil breyting varð á þegar Landspítali tók við mælingunum. Sýni voru send á mánudögum og svör bárust 2-3 dögum seinna og voru færð rafrænt inn í skimunarkerfið samdægurs. Á þeim tíma voru mæld um 6000 HPV sýni árlega og eingöngu ef frumusýni greindist með breytingar. Nú er hinsvegar byrjað á því að HPV mæla sýni frá konum 30 ára og eldri og frumusýni aðeins skoðuð ef HPV greinist. Áfram er þó fyrst skoðað frumusýni hjá konum yngri en 30 ára. Það er ekki að ástæðulausu að hægt er að mæla með því að HPV mælingar fari fram á Landspítalanum. Tæki þar eru fyrsta flokks og algerlega sambærileg við þau sem eru í notkun á hinum Norðurlöndunum. Nýjasta tækið, Cobas 8800, er mjög afkastamikið. Þegar þessar breytingar á skimuninni hafa verið gerðar má gera ráð fyrir að hlutfall frumusýna með forstigsbreytingum aukist verulega. Með gervigreindarskimun á frumusýnum sem tekin hafði verið upp hjá Krabbameinsfélaginu má ætla að vel sé hægt að sinna þessum hluta skimunar ásamt með öðrum frumu og vefjasýnagreiningum sem framkvæmdar eru á meinafræðideild Landspítala. Tveir meinafræðingar sem sérhæfðir eru í frumugreiningu (cytology) vinna á meinafræðideildinni og hafa báðir langa starfsreynslu bæði hér á landi og á hinum Norðurlöndunum. Lífeindafræðingar frumurannsóknastofu hafa ekki verið ráðnir til vinnu í sínu fagi og má segja að þar sé mannauði fleygt á glæ. Utanumhald og eftirfylgni var mjög stór þáttur í leitarstarfi Krabbameinsfélagsins og því miður virðist ansi mikið skorta á að slíkt sé í lagi þessa mánuði sem heilsugæslan hefur haft skimunina á sínum snærum ef marka má frásagnir kvenna. Gera þarf óháða úttekt og fara vandlega í saumana á öllum þáttum skimunarferlisins eins og það er í dag. Taka þarf umkvartanir fólks til greina og taka ákvörðun um að gera betur í allri framkvæmd. Flytja þarf úrvinnslu sýna til Landspítala og koma upp virku boðunar og eftirlitskerfi. Höfundur er lífeindafræðingur og fyrrverandi deildarstjóri Frumurannsóknarstofu Krabbameinsfélags Íslands.
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar