Orðrómur hefur verið uppi allt frá árinu 2013 um að þau hafi átt í sambandi, en ASAP Rocky fylgdi þá Rihönnu á tónleikaferðalagi sínu um heiminn, Diamonds World Tour.
Í viðtalinu segist ASAP Rocky vera handviss um að söngkonan sé „hin eina sanna“. Frá því að þó hófu ástarsambandið hafa þau gert allt sem í þeirra valdi stendur til að forðast ljósmyndara slúðurmiðlanna.
Rihanna og ASAP Rocky birtust bæði í myndbandi rapparans við lagið Fashion Killa frá árinu 2013.
ASAP Rocky segir að Rihanna hafi tvímælalaust veitt honum innblástur við gerð nýju plötu sinnar, en í hópi gestasöngvara á plötunni má meðal annars nefna Morrissey.
ASAP Rocky, sem heitir Rakim Mayers réttu nafni, vakti mikla athygli þegar hann var fundinn sekur um líkamsárás eftir áflog í Stokkhólmi í Svíþjóð árið 2019. Hlaut hann tveggja ára skilorðsbundinn dóm, en málið rataði í heimsfréttirnar eftir að þáverandi Bandaríkjaforseti, Donald Trump, tjáði sig um málið og sagði málsmeðferðina ósanngjarna og hvatti til þess að sænsk yfirvöld myndu láta málið niður falla.