Samkeppni um Suðurnesin Pálmi Freyr Randversson skrifar 5. maí 2021 11:00 Í síðustu viku hófst formlega alþjóðleg samkeppni Kadeco um þróun á nærsvæði Keflavíkurflugvallar. Samkeppnin hefst með forvali þar sem fimm teymi verða valin til þátttöku í valferli sem mun standa yfir á árinu. Óhætt er að segja að áhugi á samkeppninni er mikill og fátt bendir til annars en að við verkefninu taki hönnuðir á heimsmælikvarða. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því að Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, Kadeco, var stofnað við brotthvarf varnarliðsins árið 2006. Fram til ársins 2019 var unnið að því að koma fasteignum á varnarliðssvæðinu sem nú er kallað Ásbrú í borgaraleg not með góðum árangri. Á svæðinu búa nú 3.000 manns auk þess sem fjöldi fyrirtækja af öllum stærðum og gerðum hefur valið Ásbrú sem framtíðarstaðsetningu fyrir sinn rekstur og uppbyggingu. Hlýtur það að teljast til marks um tækifærin sem svæðið hefur upp á að bjóða, ekki síst með tilliti til nálægðarinnar við flugvöllinn og auðlinda í formi orku og mannauðs. Sá mikli áhugi sem erlendir og innlendir aðilar hafa á framtíðarþróun svæðisins ýtir enn frekar undir bjartar framtíðarhorfur og rennir styrkum stoðum undir þá framsýnu ákvörðun stjórnvalda að fela Kadeco nýtt hlutverk sem þróunaraðili þessa mikilvæga lands í samstarfi við Isavia, Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ. Staðreyndin er sú að fæstir alþjóðaflugvellir búa yfir viðlíka nærsvæðum og Keflavíkurflugvöllur. Þróunarmöguleikarnir eru miklir, svæðið stórt og uppbyggingaráætlanir Keflavíkurflugvallar metnaðarfullar. Þess utan er um að ræða svæði innan UNESCO vottaðs jarðvangs (e. Geopark). Jarðvöngum er stýrt eftir heildrænni stefnu um verndun, fræðslu og sjálfbæra þróun, sér í lagi vegna jarðfræðilega mikilvægra minja og landslags á heimsvísu. Hrein og endurnýjanleg orka, öflug nærsamfélög og tengimöguleikar skapa svæðinu einstök tækifæri til að auka fjölbreytni og fjölga atvinnutækifærum. Stórskipahöfn í nálægð við alþjóðaflugvöll er sömuleiðis tækifæri sem horft verður til. Áhugasamir geta kynnt sér verkefnið og sent okkur sínar hugmyndir um svæðið á www.kadeco.is. Í gegnum opið og gagnsætt samkeppnisferli mun á næstu mánuðum fæðast ný framtíðarsýn fyrir eitt mikilvægasta landsvæði Íslands í formi þróunar- og skipulagsáætlunar sem vonandi mun marka tímamót fyrir Suðurnesin og landið allt. Höfundur er framkvæmdastjóri Kadeco. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku hófst formlega alþjóðleg samkeppni Kadeco um þróun á nærsvæði Keflavíkurflugvallar. Samkeppnin hefst með forvali þar sem fimm teymi verða valin til þátttöku í valferli sem mun standa yfir á árinu. Óhætt er að segja að áhugi á samkeppninni er mikill og fátt bendir til annars en að við verkefninu taki hönnuðir á heimsmælikvarða. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því að Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, Kadeco, var stofnað við brotthvarf varnarliðsins árið 2006. Fram til ársins 2019 var unnið að því að koma fasteignum á varnarliðssvæðinu sem nú er kallað Ásbrú í borgaraleg not með góðum árangri. Á svæðinu búa nú 3.000 manns auk þess sem fjöldi fyrirtækja af öllum stærðum og gerðum hefur valið Ásbrú sem framtíðarstaðsetningu fyrir sinn rekstur og uppbyggingu. Hlýtur það að teljast til marks um tækifærin sem svæðið hefur upp á að bjóða, ekki síst með tilliti til nálægðarinnar við flugvöllinn og auðlinda í formi orku og mannauðs. Sá mikli áhugi sem erlendir og innlendir aðilar hafa á framtíðarþróun svæðisins ýtir enn frekar undir bjartar framtíðarhorfur og rennir styrkum stoðum undir þá framsýnu ákvörðun stjórnvalda að fela Kadeco nýtt hlutverk sem þróunaraðili þessa mikilvæga lands í samstarfi við Isavia, Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ. Staðreyndin er sú að fæstir alþjóðaflugvellir búa yfir viðlíka nærsvæðum og Keflavíkurflugvöllur. Þróunarmöguleikarnir eru miklir, svæðið stórt og uppbyggingaráætlanir Keflavíkurflugvallar metnaðarfullar. Þess utan er um að ræða svæði innan UNESCO vottaðs jarðvangs (e. Geopark). Jarðvöngum er stýrt eftir heildrænni stefnu um verndun, fræðslu og sjálfbæra þróun, sér í lagi vegna jarðfræðilega mikilvægra minja og landslags á heimsvísu. Hrein og endurnýjanleg orka, öflug nærsamfélög og tengimöguleikar skapa svæðinu einstök tækifæri til að auka fjölbreytni og fjölga atvinnutækifærum. Stórskipahöfn í nálægð við alþjóðaflugvöll er sömuleiðis tækifæri sem horft verður til. Áhugasamir geta kynnt sér verkefnið og sent okkur sínar hugmyndir um svæðið á www.kadeco.is. Í gegnum opið og gagnsætt samkeppnisferli mun á næstu mánuðum fæðast ný framtíðarsýn fyrir eitt mikilvægasta landsvæði Íslands í formi þróunar- og skipulagsáætlunar sem vonandi mun marka tímamót fyrir Suðurnesin og landið allt. Höfundur er framkvæmdastjóri Kadeco.
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar