Mikilvægi bandarískra ferðamanna Björn Berg Gunnarsson skrifar 30. apríl 2021 08:01 Bandaríkin eru sennilega okkar mikilvægasta viðskiptaþjóð hvað ferðaþjónustu og þar með gjaldeyrisöflun varðar. Það eru því kærkomnar fréttir hve ljómandi vel bólusetningar þar í landi virðast ganga, en yfir helmingur allra fullorðinna Bandaríkjamanna hefur nú fengið í það minnsta eina gusu af bóluefni gegn COVID-19. Nemur það ríflega fimmtungi allra þeirra sem bólusettir hafa verið gegn veirunni á heimsvísu. Standist áætlanir þar í landi um að öllum fullorðnum hafi boðist bólusetning fyrir lok júnímánaðar má því búast við að ferðaþyrst þjóðin sé þegar farin að líta í kringum sig. Af leitarvélagögnum að dæma hefur áhugi á Íslandi aukist til muna undanfarnar vikur og samkvæmt könnun Íslandsstofu var hlutfall Bandaríkjamanna sem líklegt taldi að landið yrði sótt heim innan sex mánaða mun hærra en meðal annarra þjóðerna sem spurð voru. Dýrmætir gestir Í aðdraganda kórónuveirufaraldursins hafði hlutfall Bandaríkjamanna hækkað umtalsvert meðal ferðamanna hér á landi. Árið 2011 voru þeir 11% gesta okkar en hlutfallið náði 30% árið 2018. Þarlendir ferðamenn dvöldu þá að meðaltali 17% skemur hér á landi en ferðamenn almennt en voru hins vegar duglegir að taka upp veskið en einungis Kínverjar eyddu hér hærri fjárhæðum dag hvern meðan á dvöl þeirra stóð. Nam eyðsla þeirra 45.000 krónum daglega á verðlagi dagsins í dag, samanborið við 30.000 króna útgjöld Frakka og Þjóðverja svo dæmi séu tekin. Þrátt fyrir að eyða hér miklu hafa Bandaríkjamenn virst nokkuð sáttir við verðlagið hér á landi og voru til að mynda allra þjóða ánægðastir með virði ferðar sinnar og verðlag þegar slíkt var kannað árið 2016. Góður gangur í bólusetningum vestanhafs og áhugi þarlendis á Íslandi samhliða því að vonandi fer að rofa til í samkomutakmörkunum hérlendis eru kærkomin tíðindi. Bandarískir ferðamenn hafa ekki einungis verið duglegir að sækja okkur heim heldur eru tekjur af hverjum og einum þeirra umtalsverðar. Því er til mikils að vinna gangi vel að selja þeim ferðir hingað til lands á næstu mánuðum, eins og heyrst hefur frá ferðaþjónustuaðilum að undanförnu. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Bandaríkin eru sennilega okkar mikilvægasta viðskiptaþjóð hvað ferðaþjónustu og þar með gjaldeyrisöflun varðar. Það eru því kærkomnar fréttir hve ljómandi vel bólusetningar þar í landi virðast ganga, en yfir helmingur allra fullorðinna Bandaríkjamanna hefur nú fengið í það minnsta eina gusu af bóluefni gegn COVID-19. Nemur það ríflega fimmtungi allra þeirra sem bólusettir hafa verið gegn veirunni á heimsvísu. Standist áætlanir þar í landi um að öllum fullorðnum hafi boðist bólusetning fyrir lok júnímánaðar má því búast við að ferðaþyrst þjóðin sé þegar farin að líta í kringum sig. Af leitarvélagögnum að dæma hefur áhugi á Íslandi aukist til muna undanfarnar vikur og samkvæmt könnun Íslandsstofu var hlutfall Bandaríkjamanna sem líklegt taldi að landið yrði sótt heim innan sex mánaða mun hærra en meðal annarra þjóðerna sem spurð voru. Dýrmætir gestir Í aðdraganda kórónuveirufaraldursins hafði hlutfall Bandaríkjamanna hækkað umtalsvert meðal ferðamanna hér á landi. Árið 2011 voru þeir 11% gesta okkar en hlutfallið náði 30% árið 2018. Þarlendir ferðamenn dvöldu þá að meðaltali 17% skemur hér á landi en ferðamenn almennt en voru hins vegar duglegir að taka upp veskið en einungis Kínverjar eyddu hér hærri fjárhæðum dag hvern meðan á dvöl þeirra stóð. Nam eyðsla þeirra 45.000 krónum daglega á verðlagi dagsins í dag, samanborið við 30.000 króna útgjöld Frakka og Þjóðverja svo dæmi séu tekin. Þrátt fyrir að eyða hér miklu hafa Bandaríkjamenn virst nokkuð sáttir við verðlagið hér á landi og voru til að mynda allra þjóða ánægðastir með virði ferðar sinnar og verðlag þegar slíkt var kannað árið 2016. Góður gangur í bólusetningum vestanhafs og áhugi þarlendis á Íslandi samhliða því að vonandi fer að rofa til í samkomutakmörkunum hérlendis eru kærkomin tíðindi. Bandarískir ferðamenn hafa ekki einungis verið duglegir að sækja okkur heim heldur eru tekjur af hverjum og einum þeirra umtalsverðar. Því er til mikils að vinna gangi vel að selja þeim ferðir hingað til lands á næstu mánuðum, eins og heyrst hefur frá ferðaþjónustuaðilum að undanförnu. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun