Innlent

Flugslys á Hólmsheiði

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
7V0A9419
Vísir/Vilhelm

Lítil tveggja manna fisflugvél brotlenti við flugvöllinn á Hólmsheiði í kvöld. Tveir voru í vélinni og voru báðir fluttir á slysadeild. Hvorugur er sagður alvarlega slasaður. Tilkynning um slysið barst Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu um klukkan korter fyrir níu í kvöld.

Vélin mun hafa verið að koma inn til lendingar á flugvellinum á Hólmsheiði þegar henni hlekkist á með þeim afleiðingum að hún brotlendir við flugbrautarendann. Vélin lenti það harkalega á jörðinni að hún fór á hvolf samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu. Tveir menn voru í vélinni og hlaut annar þeirra áverka á fæti en hinn var uppistandandi þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang. Báðir voru þó sendir á slysadeild.

Dælubíll slökkviliðsins er enn á svæðinu þar sem unnið er að hreinsun en dálítið eldsneyti lak úr vélinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×