Lögreglan bannaði bjór á B5 Bjarki Sigurðsson skrifar 9. nóvember 2024 15:37 Bjórinn sem Gunnar heldur á er óáfengur á íslenskum mælikvarða. Einungis 0,5 prósent áfengismagn. Samband ungra framsóknarmanna fékk ekki að bjóða upp á áfengi þegar kosningamiðstöð þeirra var opnuð við Bankastræti 5 í gær. Formaðurinn segir að einhverjir hafi verið súrir þegar þeir gátu eingöngu fengið óáfenga drykki á staðnum en þeir boða til nýrrar veislu í næstu viku. Framsóknarmenn höfðu ætlað sér að bjóða gestum og gangandi í kosningamiðstöðina í gærkvöldi. Planið var að bjóða upp á léttar veigar, áfengar sem óáfengar, fyrir þá sem mættu. Ekkert varð þó úr því eftir að Gunnar Ásgrímsson, formaður Sambands ungra framsóknarmanna, fékk símtal frá lögreglunni í gær. „Við fengum símtal frá lögreglunni í hádeginu þar sem þeir voru að spyrja um viðburðinn. Við útskýrðum fyrirkomulagið og að við ætluðum ekki að vera fram á nótt, bara létta og skemmtilega stemningu. Þeir sögðu að við hefðum þurft tækifærisleyfi fyrir þessum viðburði. Sem ég hef ekki vitað til að þurfi almennt við opnun kosningamiðstöðva,“ segir Gunnar í samtali við fréttastofu. Góðtemplararnir á B5 Hann segir það hafa verið smá vonbrigði að hafa þurft að breyta viðburðinum með svo skömmum fyrirvara. Eina leiðin til að ná að fagna opnuninni hafi verið að sleppa áfenginu. Taka hlutina í góðtemplarastíl eins og Gunnar orðar það. „Við vorum með dyravörð því við vissum nú að á föstudagskvöldi getur alltaf verið vesen þarna niðri í bæ. Hann átti fyrst að passa það að enginn undir lögaldri kæmi en fór í það frekar að enginn tæki inn áfengi. En þetta var fín stemning,“ segir Gunnar. Láta þetta ekki stoppa sig Mætingin var góð þó Gunnar hafi fyrst um sinn haft áhyggjur af því að enginn myndi mæta í áfengisleysinu. Fólk streymdi inn og út allt kvöldið. Sumir urðu súrir þegar bjórinn sem þeir fengu var með einungis 0,5 prósent áfengismagn. „Það sýndu allir þessu mjög mikinn skilning og við útskýrðum að því miður höfum við þurft að breyta þessu á síðustu stundu. En næstu helgi verður allt klappað og klárt. Við látum þetta ekki stoppa okkur þótt þessi eini viðburður hafi verið aðeins öðruvísi en við ætluðum fyrst,“ segir Gunnar. Áfengi og tóbak Reykjavík Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Næturlíf Lögreglumál Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Sjá meira
Framsóknarmenn höfðu ætlað sér að bjóða gestum og gangandi í kosningamiðstöðina í gærkvöldi. Planið var að bjóða upp á léttar veigar, áfengar sem óáfengar, fyrir þá sem mættu. Ekkert varð þó úr því eftir að Gunnar Ásgrímsson, formaður Sambands ungra framsóknarmanna, fékk símtal frá lögreglunni í gær. „Við fengum símtal frá lögreglunni í hádeginu þar sem þeir voru að spyrja um viðburðinn. Við útskýrðum fyrirkomulagið og að við ætluðum ekki að vera fram á nótt, bara létta og skemmtilega stemningu. Þeir sögðu að við hefðum þurft tækifærisleyfi fyrir þessum viðburði. Sem ég hef ekki vitað til að þurfi almennt við opnun kosningamiðstöðva,“ segir Gunnar í samtali við fréttastofu. Góðtemplararnir á B5 Hann segir það hafa verið smá vonbrigði að hafa þurft að breyta viðburðinum með svo skömmum fyrirvara. Eina leiðin til að ná að fagna opnuninni hafi verið að sleppa áfenginu. Taka hlutina í góðtemplarastíl eins og Gunnar orðar það. „Við vorum með dyravörð því við vissum nú að á föstudagskvöldi getur alltaf verið vesen þarna niðri í bæ. Hann átti fyrst að passa það að enginn undir lögaldri kæmi en fór í það frekar að enginn tæki inn áfengi. En þetta var fín stemning,“ segir Gunnar. Láta þetta ekki stoppa sig Mætingin var góð þó Gunnar hafi fyrst um sinn haft áhyggjur af því að enginn myndi mæta í áfengisleysinu. Fólk streymdi inn og út allt kvöldið. Sumir urðu súrir þegar bjórinn sem þeir fengu var með einungis 0,5 prósent áfengismagn. „Það sýndu allir þessu mjög mikinn skilning og við útskýrðum að því miður höfum við þurft að breyta þessu á síðustu stundu. En næstu helgi verður allt klappað og klárt. Við látum þetta ekki stoppa okkur þótt þessi eini viðburður hafi verið aðeins öðruvísi en við ætluðum fyrst,“ segir Gunnar.
Áfengi og tóbak Reykjavík Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Næturlíf Lögreglumál Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent