Úlfarnir frá Minnesota tileinkuðu fjölskyldu Floyds sigurinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. apríl 2021 08:30 Anthony Edwards og Karl-Anthony Towns fóru mikinn fyrir Minnesota Timberwolves í sigrinum á Sacramento Kings. getty/Daniel Shirey Leikmenn Minnesota Timberwolves tileinkuðu fjölskyldu Georges Floyd sigurinn á Sacramento Kings, 120-134, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Nokkrum klukkutímum fyrir leikinn var lögregluþjóninn fyrrverandi Derek Chauvin fundinn sekur um að hafa myrt Floyd í Minneapolis í fyrra. „Fyrir okkur alla snerist þessi leikur um meira en körfubolta,“ sagði Karl-Anthony Towns, leikmaður Minnesota, eftir leikinn í nótt. „Þetta augnablik var ekki fyrir okkur heldur fyrir borgina og fjölskyldu Georges Floyd. Ég held að öll Bandaríkin syrgi með þeim og við sendum þeim okkar bestu kveðjur.“ Towns skoraði 26 stig og tók átján fráköst fyrir Minnesota en nýliðinn Anthony Edwards og Di'Angelo Russell voru stigahæstir í liði Úlfanna með 28 stig hvor. Harrison Barnes og Maurice Harkless skoruðu báðir tuttugu stig fyrir Sacramento. KAT, Ant and D-Lo fuel the @Timberwolves.Towns: 26 PTS, 18 REB, 5 AST, 4 BLKEdwards: 28 PTS, 5 3PMRussell: 28 PTS, 6 3PM pic.twitter.com/C9Gcr84NRp— NBA (@NBA) April 21, 2021 Þrátt fyrir að vera án bæði Kevins Durant og James Harden sigraði Brooklyn Nets New Orleans Pelicans, 129-134. Kyrie Irving skoraði 32 stig og gaf átta stoðsendingar í liði Brooklyn sem er í 2. sæti Austurdeildarinnar. Fimmtán af 32 stigum Irvings komu í 4. leikhluta. Kyrie Irving goes for 32 PTS (15 in 4th), 8 AST and comes up clutch late in the @BrooklynNets win vs. New Orleans. pic.twitter.com/YfqEbCV2lp— NBA (@NBA) April 21, 2021 Zion Williamson skoraði 33 stig fyrir New Orleans og hitti úr fjórtán af nítján skotum sínum. Brandon Ingram skoraði 27 stig. Paul George tryggði Los Angeles Clippers sigur á Portland Trail Blazers, 112-113, með því að setja niður tvö vítaskot þegar tæpar fimm sekúndur voru eftir af leiknum. 33 PTS, 11 REB and the game-winning free throws for Paul George in the @LAClippers W. pic.twitter.com/9VxCj0uAwK— NBA (@NBA) April 21, 2021 George skoraði 33 stig og tók ellefu fráköst fyrir Clippers sem situr í 3. sæti Vesturdeildarinnar. CJ McCollum skoraði 28 stig fyrir Portland sem var án Damians Lillard í nótt. Úrslitin í nótt Sacramento 120-134 Minnesota New Orleans 129-134 Brooklyn Portland 112-113 LA Clippers Atlanta 112-96 Orlando NY Knicks 109-97 Charlotte NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Dauði George Floyd Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Sjá meira
Nokkrum klukkutímum fyrir leikinn var lögregluþjóninn fyrrverandi Derek Chauvin fundinn sekur um að hafa myrt Floyd í Minneapolis í fyrra. „Fyrir okkur alla snerist þessi leikur um meira en körfubolta,“ sagði Karl-Anthony Towns, leikmaður Minnesota, eftir leikinn í nótt. „Þetta augnablik var ekki fyrir okkur heldur fyrir borgina og fjölskyldu Georges Floyd. Ég held að öll Bandaríkin syrgi með þeim og við sendum þeim okkar bestu kveðjur.“ Towns skoraði 26 stig og tók átján fráköst fyrir Minnesota en nýliðinn Anthony Edwards og Di'Angelo Russell voru stigahæstir í liði Úlfanna með 28 stig hvor. Harrison Barnes og Maurice Harkless skoruðu báðir tuttugu stig fyrir Sacramento. KAT, Ant and D-Lo fuel the @Timberwolves.Towns: 26 PTS, 18 REB, 5 AST, 4 BLKEdwards: 28 PTS, 5 3PMRussell: 28 PTS, 6 3PM pic.twitter.com/C9Gcr84NRp— NBA (@NBA) April 21, 2021 Þrátt fyrir að vera án bæði Kevins Durant og James Harden sigraði Brooklyn Nets New Orleans Pelicans, 129-134. Kyrie Irving skoraði 32 stig og gaf átta stoðsendingar í liði Brooklyn sem er í 2. sæti Austurdeildarinnar. Fimmtán af 32 stigum Irvings komu í 4. leikhluta. Kyrie Irving goes for 32 PTS (15 in 4th), 8 AST and comes up clutch late in the @BrooklynNets win vs. New Orleans. pic.twitter.com/YfqEbCV2lp— NBA (@NBA) April 21, 2021 Zion Williamson skoraði 33 stig fyrir New Orleans og hitti úr fjórtán af nítján skotum sínum. Brandon Ingram skoraði 27 stig. Paul George tryggði Los Angeles Clippers sigur á Portland Trail Blazers, 112-113, með því að setja niður tvö vítaskot þegar tæpar fimm sekúndur voru eftir af leiknum. 33 PTS, 11 REB and the game-winning free throws for Paul George in the @LAClippers W. pic.twitter.com/9VxCj0uAwK— NBA (@NBA) April 21, 2021 George skoraði 33 stig og tók ellefu fráköst fyrir Clippers sem situr í 3. sæti Vesturdeildarinnar. CJ McCollum skoraði 28 stig fyrir Portland sem var án Damians Lillard í nótt. Úrslitin í nótt Sacramento 120-134 Minnesota New Orleans 129-134 Brooklyn Portland 112-113 LA Clippers Atlanta 112-96 Orlando NY Knicks 109-97 Charlotte NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Sacramento 120-134 Minnesota New Orleans 129-134 Brooklyn Portland 112-113 LA Clippers Atlanta 112-96 Orlando NY Knicks 109-97 Charlotte
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Dauði George Floyd Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum