„Ráðherralufsa sem ekki einu sinni á sæti á Alþingi“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. apríl 2021 23:46 Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra fékk viðurnefnið ráðerralufsa í ræðu Kolbeins Óttarssonar Proppé á þingi í kvöld. Vísir/Vilhelm Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, uppskar hlátrasköll í þingsal í kvöld þegar hann kallaði Guðmund Inga Guðbrandsson, umhverfisráðherra og flokksbróður í Vinstri grænum, „ráðherralufsu sem ekki einu sinni á sæti á Alþingi.“ Orðin lét Kolbeinn falla í pontu þingsins í kvöld þegar fram fór umræða um frumvarp umhverfisráðherra um breytingu á skipulagslögum er varða uppbyggingu innviða og íbúðarhúsnæðis. Frumvarpið tengist meðal annars innviðauppbyggingu í kjölfar fárviðrisins sem gekk yfir landið í desember 2019, einkum hvað varðar framkvæmdir við flutningskerfi raforku. Nokkrir þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu tóku þátt í umræðunni, þeirra á meðal Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, sem lýsti efasemdum um ákveðin atriði frumvarpsins. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata og fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna.Vísir/Vilhelm „Það frumvarp sem við ræðum hér er hins vegar, eins og fram hefur komið í máli allra ræðumanna, inngrip í sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga. Inngrip í þann rétt fólks til að hafa áhrif á nærsamfélag sitt og það er upplýsandi að lesa umsagnir við þetta mál,“ sagði Andrés Ingi meðal annars, og vitnaði máli sínu til stuðnings í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem að sögn Andrésar „beri með sér að það sé með nokkrum semingi sem að það sættir sig við þessa leið og það gerir það með þeim fyrirvara að hér á Alþingi verði sá skilningur staðfestur að ekki séu áform um frekari skref í þá átt að færa skipulags hlutverkið frá sveitarfélögum, líkt og Andrés Ingi orðaði það. Þessu brást Kolbeinn við í fyrrnefndri ræðu sinni en Kolbeini þótti Andrés teygja sig fulllangt í túlkun sinni á umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vitnaði Kolbeinn þá stuttlega í umrædda umsögn þar sem segir að ekki hafi þótt tilefni til mikilla efnislegra athugasemda við frumvarpið. „Ég held að við eigum aðeins að gæta þess hvernig við tölum um fólk sem er ekki í þessum þingsal og túlkum orðs þess,“ sagði Kolbeinn. „Mér þykir heldur mikil umræða hjá háttvirtum þingmanni núna, minnimáttarkennd hjá löggjafanum, þó einhver ráðherralufsa sem ekki einu sinni á sæti á Alþingi, hafi einhverja skoðun um eitthvað. Erum við ekki löggjafinn? takk fyrir,“ sagði Kolbeinn og uppskar hlátur í salnum. Ummælin lætur Kolbeinn falla undir lok ræðunnar sem heyra má í spilaranum hér að ofan. Skiptir máli þegar „meint lufsa“ er ráðherra málaflokksins Kolbeinn er framsögumaður málsins í nefnd en líkt og kunnugt er á Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra ekki sæti á Alþingi. Og þessu var Andrés ekki lengi að bregðast við. „Ég skal viðurkenna það að „semingur“ var kannski fulldjúpt í árinni tekið. En Samband íslenskra sveitarfélaga undirstrikar að þetta frumvarp sé verulegt frávik og í því ljósi verði að staðfesta þann skilning að ekki séu áform um frekari skref í þessa átt. Hvað einhver ráðherralufsa segir skiptir máli þegar sú meinta lufsa er ráðherra málaflokksins sem um ræðir og er til dæmis samflokksmaður framsögumanns málsins sem er búinn að hnýta þetta haganlega inn í nefndarálit en það hefur ekki skilað sér til ráðherrans,“ sagði Andrés í næstu ræðu sem sjá má í spilaranum hér að neðan. Alþingi Vinstri græn Orkumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Sjá meira
Orðin lét Kolbeinn falla í pontu þingsins í kvöld þegar fram fór umræða um frumvarp umhverfisráðherra um breytingu á skipulagslögum er varða uppbyggingu innviða og íbúðarhúsnæðis. Frumvarpið tengist meðal annars innviðauppbyggingu í kjölfar fárviðrisins sem gekk yfir landið í desember 2019, einkum hvað varðar framkvæmdir við flutningskerfi raforku. Nokkrir þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu tóku þátt í umræðunni, þeirra á meðal Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, sem lýsti efasemdum um ákveðin atriði frumvarpsins. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata og fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna.Vísir/Vilhelm „Það frumvarp sem við ræðum hér er hins vegar, eins og fram hefur komið í máli allra ræðumanna, inngrip í sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga. Inngrip í þann rétt fólks til að hafa áhrif á nærsamfélag sitt og það er upplýsandi að lesa umsagnir við þetta mál,“ sagði Andrés Ingi meðal annars, og vitnaði máli sínu til stuðnings í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem að sögn Andrésar „beri með sér að það sé með nokkrum semingi sem að það sættir sig við þessa leið og það gerir það með þeim fyrirvara að hér á Alþingi verði sá skilningur staðfestur að ekki séu áform um frekari skref í þá átt að færa skipulags hlutverkið frá sveitarfélögum, líkt og Andrés Ingi orðaði það. Þessu brást Kolbeinn við í fyrrnefndri ræðu sinni en Kolbeini þótti Andrés teygja sig fulllangt í túlkun sinni á umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vitnaði Kolbeinn þá stuttlega í umrædda umsögn þar sem segir að ekki hafi þótt tilefni til mikilla efnislegra athugasemda við frumvarpið. „Ég held að við eigum aðeins að gæta þess hvernig við tölum um fólk sem er ekki í þessum þingsal og túlkum orðs þess,“ sagði Kolbeinn. „Mér þykir heldur mikil umræða hjá háttvirtum þingmanni núna, minnimáttarkennd hjá löggjafanum, þó einhver ráðherralufsa sem ekki einu sinni á sæti á Alþingi, hafi einhverja skoðun um eitthvað. Erum við ekki löggjafinn? takk fyrir,“ sagði Kolbeinn og uppskar hlátur í salnum. Ummælin lætur Kolbeinn falla undir lok ræðunnar sem heyra má í spilaranum hér að ofan. Skiptir máli þegar „meint lufsa“ er ráðherra málaflokksins Kolbeinn er framsögumaður málsins í nefnd en líkt og kunnugt er á Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra ekki sæti á Alþingi. Og þessu var Andrés ekki lengi að bregðast við. „Ég skal viðurkenna það að „semingur“ var kannski fulldjúpt í árinni tekið. En Samband íslenskra sveitarfélaga undirstrikar að þetta frumvarp sé verulegt frávik og í því ljósi verði að staðfesta þann skilning að ekki séu áform um frekari skref í þessa átt. Hvað einhver ráðherralufsa segir skiptir máli þegar sú meinta lufsa er ráðherra málaflokksins sem um ræðir og er til dæmis samflokksmaður framsögumanns málsins sem er búinn að hnýta þetta haganlega inn í nefndarálit en það hefur ekki skilað sér til ráðherrans,“ sagði Andrés í næstu ræðu sem sjá má í spilaranum hér að neðan.
Alþingi Vinstri græn Orkumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent