Íslenska módelið og samtrygging Drífa Snædal skrifar 9. apríl 2021 14:30 Á Evrópuvettvangi er stöðugt fjallað um hvernig styrkja megi stéttarfélög og samtal þeirra við atvinnurekendur annars vegar og stjórnvöld hins vegar. Að evrópskum sið skal koma upp miklum sjóðum til að efla þessi samskipti og regluverk skal fylgja. Það er því ótrúlega öfugsnúið að hér á landi eru raddir sem vilja draga úr þessu samtali, miðstýra því og fækka þeim sem eiga aðild að því. Býsnast er yfir tímanum sem samtalið tekur og fjöldanum sem tekur þátt í kjaraviðræðum. Viðkvæðið sem heyrist er að kjarasamningar séu of margir og stéttarfélög of lítil. En þarna liggur einmitt styrkur hins íslenska vinnumarkaðar. Hér er há stéttarfélagsaðild, mikil þátttaka í viðræðum og ákvarðanatöku og stuttar boðleiðir. Kjaraviðræður eru nálægt fólkinu sem þær snerta. Í öðrum löndum þykir þetta eftirsóknarvert en hér hafa einhverjir misst sjónar á þeim verðmætum. Það kemur til okkar kasta að verja þau verðmæti sem við búum við og nýta þau til að bæta lífskjör í gegnum kjarasamninga og styrkingu velferðarkerfisins. Það kemur líka í okkar hlut að verja þær stoðir sem verkalýðshreyfingin byggist á, sem er hugsjónin um samtryggingu. Greitt er af launum fólks í félagssjóði, sjúkrasjóði, lífeyrissjóði, orlofssjóði, fræðslusjóði og til endurhæfingar. Þegar gefur á bátinn, heilsan brestur, sækja þarf aðstoð til að sækja vangoldin laun, tryggja þarf lífeyri á efri árum eða njóta slökunar, þá má sækja í þessa sjóði sem eru á félagslegum grunni. Sjóðirnir eru ekki bankabækur heldur samtryggingasjóðir. Greitt er eftir getu og uppskorið eftir þörfum. Við skulum alltaf hafa þetta hugfast, ekki síst á tímum nýfrjálshyggju þar sem einstaklingshyggjan ríður húsum. Samspil þessara sjóða við almannatryggingakerfið og velferðarkerfið í heild er svo tilefni til mikilvægrar umræðu sem á að vera stöðug og lifandi án þess að grunnhugsjónin hverfi. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Vinnumarkaður Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Á Evrópuvettvangi er stöðugt fjallað um hvernig styrkja megi stéttarfélög og samtal þeirra við atvinnurekendur annars vegar og stjórnvöld hins vegar. Að evrópskum sið skal koma upp miklum sjóðum til að efla þessi samskipti og regluverk skal fylgja. Það er því ótrúlega öfugsnúið að hér á landi eru raddir sem vilja draga úr þessu samtali, miðstýra því og fækka þeim sem eiga aðild að því. Býsnast er yfir tímanum sem samtalið tekur og fjöldanum sem tekur þátt í kjaraviðræðum. Viðkvæðið sem heyrist er að kjarasamningar séu of margir og stéttarfélög of lítil. En þarna liggur einmitt styrkur hins íslenska vinnumarkaðar. Hér er há stéttarfélagsaðild, mikil þátttaka í viðræðum og ákvarðanatöku og stuttar boðleiðir. Kjaraviðræður eru nálægt fólkinu sem þær snerta. Í öðrum löndum þykir þetta eftirsóknarvert en hér hafa einhverjir misst sjónar á þeim verðmætum. Það kemur til okkar kasta að verja þau verðmæti sem við búum við og nýta þau til að bæta lífskjör í gegnum kjarasamninga og styrkingu velferðarkerfisins. Það kemur líka í okkar hlut að verja þær stoðir sem verkalýðshreyfingin byggist á, sem er hugsjónin um samtryggingu. Greitt er af launum fólks í félagssjóði, sjúkrasjóði, lífeyrissjóði, orlofssjóði, fræðslusjóði og til endurhæfingar. Þegar gefur á bátinn, heilsan brestur, sækja þarf aðstoð til að sækja vangoldin laun, tryggja þarf lífeyri á efri árum eða njóta slökunar, þá má sækja í þessa sjóði sem eru á félagslegum grunni. Sjóðirnir eru ekki bankabækur heldur samtryggingasjóðir. Greitt er eftir getu og uppskorið eftir þörfum. Við skulum alltaf hafa þetta hugfast, ekki síst á tímum nýfrjálshyggju þar sem einstaklingshyggjan ríður húsum. Samspil þessara sjóða við almannatryggingakerfið og velferðarkerfið í heild er svo tilefni til mikilvægrar umræðu sem á að vera stöðug og lifandi án þess að grunnhugsjónin hverfi. Höfundur er forseti ASÍ.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun