Íslenska módelið og samtrygging Drífa Snædal skrifar 9. apríl 2021 14:30 Á Evrópuvettvangi er stöðugt fjallað um hvernig styrkja megi stéttarfélög og samtal þeirra við atvinnurekendur annars vegar og stjórnvöld hins vegar. Að evrópskum sið skal koma upp miklum sjóðum til að efla þessi samskipti og regluverk skal fylgja. Það er því ótrúlega öfugsnúið að hér á landi eru raddir sem vilja draga úr þessu samtali, miðstýra því og fækka þeim sem eiga aðild að því. Býsnast er yfir tímanum sem samtalið tekur og fjöldanum sem tekur þátt í kjaraviðræðum. Viðkvæðið sem heyrist er að kjarasamningar séu of margir og stéttarfélög of lítil. En þarna liggur einmitt styrkur hins íslenska vinnumarkaðar. Hér er há stéttarfélagsaðild, mikil þátttaka í viðræðum og ákvarðanatöku og stuttar boðleiðir. Kjaraviðræður eru nálægt fólkinu sem þær snerta. Í öðrum löndum þykir þetta eftirsóknarvert en hér hafa einhverjir misst sjónar á þeim verðmætum. Það kemur til okkar kasta að verja þau verðmæti sem við búum við og nýta þau til að bæta lífskjör í gegnum kjarasamninga og styrkingu velferðarkerfisins. Það kemur líka í okkar hlut að verja þær stoðir sem verkalýðshreyfingin byggist á, sem er hugsjónin um samtryggingu. Greitt er af launum fólks í félagssjóði, sjúkrasjóði, lífeyrissjóði, orlofssjóði, fræðslusjóði og til endurhæfingar. Þegar gefur á bátinn, heilsan brestur, sækja þarf aðstoð til að sækja vangoldin laun, tryggja þarf lífeyri á efri árum eða njóta slökunar, þá má sækja í þessa sjóði sem eru á félagslegum grunni. Sjóðirnir eru ekki bankabækur heldur samtryggingasjóðir. Greitt er eftir getu og uppskorið eftir þörfum. Við skulum alltaf hafa þetta hugfast, ekki síst á tímum nýfrjálshyggju þar sem einstaklingshyggjan ríður húsum. Samspil þessara sjóða við almannatryggingakerfið og velferðarkerfið í heild er svo tilefni til mikilvægrar umræðu sem á að vera stöðug og lifandi án þess að grunnhugsjónin hverfi. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Vinnumarkaður Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Á Evrópuvettvangi er stöðugt fjallað um hvernig styrkja megi stéttarfélög og samtal þeirra við atvinnurekendur annars vegar og stjórnvöld hins vegar. Að evrópskum sið skal koma upp miklum sjóðum til að efla þessi samskipti og regluverk skal fylgja. Það er því ótrúlega öfugsnúið að hér á landi eru raddir sem vilja draga úr þessu samtali, miðstýra því og fækka þeim sem eiga aðild að því. Býsnast er yfir tímanum sem samtalið tekur og fjöldanum sem tekur þátt í kjaraviðræðum. Viðkvæðið sem heyrist er að kjarasamningar séu of margir og stéttarfélög of lítil. En þarna liggur einmitt styrkur hins íslenska vinnumarkaðar. Hér er há stéttarfélagsaðild, mikil þátttaka í viðræðum og ákvarðanatöku og stuttar boðleiðir. Kjaraviðræður eru nálægt fólkinu sem þær snerta. Í öðrum löndum þykir þetta eftirsóknarvert en hér hafa einhverjir misst sjónar á þeim verðmætum. Það kemur til okkar kasta að verja þau verðmæti sem við búum við og nýta þau til að bæta lífskjör í gegnum kjarasamninga og styrkingu velferðarkerfisins. Það kemur líka í okkar hlut að verja þær stoðir sem verkalýðshreyfingin byggist á, sem er hugsjónin um samtryggingu. Greitt er af launum fólks í félagssjóði, sjúkrasjóði, lífeyrissjóði, orlofssjóði, fræðslusjóði og til endurhæfingar. Þegar gefur á bátinn, heilsan brestur, sækja þarf aðstoð til að sækja vangoldin laun, tryggja þarf lífeyri á efri árum eða njóta slökunar, þá má sækja í þessa sjóði sem eru á félagslegum grunni. Sjóðirnir eru ekki bankabækur heldur samtryggingasjóðir. Greitt er eftir getu og uppskorið eftir þörfum. Við skulum alltaf hafa þetta hugfast, ekki síst á tímum nýfrjálshyggju þar sem einstaklingshyggjan ríður húsum. Samspil þessara sjóða við almannatryggingakerfið og velferðarkerfið í heild er svo tilefni til mikilvægrar umræðu sem á að vera stöðug og lifandi án þess að grunnhugsjónin hverfi. Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar