Covid og sveigjanleiki manneskjunnar Þórkatla Aðalsteinsdóttir skrifar 9. apríl 2021 09:30 Ein af okkar grundvallandi þörfum er þörfin fyrir sálrænt öryggi. Þörfin fyrir að vita að það verður í lagi með okkur. Þessi þörf hjálpar okkur að halda lífi og minnir okkur á að gæta okkar, taka ekki óþarfa áhættu, sýna ekki fífldirfsku og skipuleggja líf okkar af skynsemi út frá þekktum forsendum. Covid hefur aldeilis reynt á okkur og gert okkur erfiðara fyrir að uppfylla þessa grundvallarþörf. Við höfum þurft að breyta plönum með engum fyrirvara, temja okkur nýja siði og venjur, láta á móti okkur tengsl og samveru við þá sem okkur þykir vænt um og sinna okkar störfum í nýjum og þrengri aðstæðum. Og við gerum það, þökk sé þeim sveigjanleika og aðlögunarhæfni sem manneskjunni er gefin. Covidbylgjurnar henda okkur fram og til baka. Og þessi reynsla reynir á taugar, eykur kvíða og styttir pirringsþráðinn. Orkan er minni – og leiðir til að ná í orku færri og flóknari. Við vorum heima að vinna, við fengum svo að fara í vinnuna og fórum svo aftur heim að vinna. Og margir hafa misst vinnuna, hafa enga vinnu að fara til. Mörgum hefur komið á óvart hvað reyndi á suma – jafnvel marga – að fara aftur til vinnu. Stinga sér aftur inn í vinnufélagahópinn. Þurfa að snurfusa sig á morgnana og vera í samskiptum við marga, venjast áreitinu í vinnunni og skipuleggja á annan hátt verkefni og vinnusiði. Vera svo að ná tökum á því til þess eins að fara aftur heim og taka upp gamla covidsiði. Nú er ekki svo að ég sé að lýsa einhverjum hörumungum á borð við sult og seyru, kulda og trekk. En þessar óvelkomnu og undarlegu breytingar vegna heimsfaraldurs sem við berjumst nú við að ná tökum á af öllum mætti, hafa lúmsk og erfið sálræn áhrif á okkur flest. Það reynir á kollinn að muna eftir og tileinka sér þessa nýju siði. Það reynir á okkur rifrildið um sóttkví og fyrirkomulag hennar. Við berum okkur saman, verðum reið út í hvert annað og finnst okkar hlutur fyrir borð borinn. Fáum samviskubit yfir að finnast fábreytta lífið gott. Fáum samviskubit yfir að fá að fara í vinnuna þegar aðrir verða að vinna heima við þrengri aðbúnað. Fáum samviskubit yfir að ganga að gosinu, fara í bústað, hitta nána vini. Berum okkur saman við aðra og verðum óörugg, frústreruð, reið og hrædd. Stjórnendur og starfsfólk hafa þurft að glíma við stór verkefni, ný og flókin. Erfitt er að skipuleggja fram í tímann og það er alveg nýr veruleiki. Við tölum um sviðsmyndir og leiðir, útgáfur og horfur þar til við erum orðin blá í framan og andlega þreytan gerir það að verkum að svefnleysi og þunglyndi eykst. Þegar fjórða bylgjan birtist við sjóndeildarhring var stutt í bugun á mörgum vígstöðvum. Það eru takmörk fyrir því hvað við getum tekið margar beygjur – og þó. Við tökum jafnmargar beygjur og við verðum að taka,. Það ekkert annað í boði. En við höfum þó lært alveg heil ósköp á þessu ári. Við höfum lært að það er gott að búa í fjölskylduvænu samfélagi og eiga „jólakúlur“ og „páskaegg“ að hverfa til. Við höfum lært að við höfum meiri sveigjanleika en við trúðum að væri hægt að búa yfir. Við höfum verið rækilega minnt á hvað list í öllum sínum formum er okkur mikilvæg – bæði vegna þess að það er þrengt að þessum formum og við söknum mikið en líka vegna þess að þá sækjum við í önnur form listar og hún hjálpar okkur svo sannarlega að lifa af. Hvert og eitt okkar hefur líka lært að við búum yfir eiginleikum, þrautseigju, þolgæði, hæfni til að hafa ofan af fyrir okkur með nýjum leiðum. Við höfum líka kynnst því hvað við eigum framúrskarandi gott og sterkt fagfólk á svo mörgum sviðum, í okkar röðum. Það eykur sálrænt öryggi svo sannarlega. Þessari reynslu búum við að, svo framundan eru fróðlegir og frjóir tímar! Þórkatla Aðalsteinsdóttir sálfræðingur hjá Lífi og sál sálfræði- og ráðgjafastofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Geðheilbrigði Heilbrigðismál Þórkatla Aðalsteinsdóttir Mest lesið Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Sjá meira
Ein af okkar grundvallandi þörfum er þörfin fyrir sálrænt öryggi. Þörfin fyrir að vita að það verður í lagi með okkur. Þessi þörf hjálpar okkur að halda lífi og minnir okkur á að gæta okkar, taka ekki óþarfa áhættu, sýna ekki fífldirfsku og skipuleggja líf okkar af skynsemi út frá þekktum forsendum. Covid hefur aldeilis reynt á okkur og gert okkur erfiðara fyrir að uppfylla þessa grundvallarþörf. Við höfum þurft að breyta plönum með engum fyrirvara, temja okkur nýja siði og venjur, láta á móti okkur tengsl og samveru við þá sem okkur þykir vænt um og sinna okkar störfum í nýjum og þrengri aðstæðum. Og við gerum það, þökk sé þeim sveigjanleika og aðlögunarhæfni sem manneskjunni er gefin. Covidbylgjurnar henda okkur fram og til baka. Og þessi reynsla reynir á taugar, eykur kvíða og styttir pirringsþráðinn. Orkan er minni – og leiðir til að ná í orku færri og flóknari. Við vorum heima að vinna, við fengum svo að fara í vinnuna og fórum svo aftur heim að vinna. Og margir hafa misst vinnuna, hafa enga vinnu að fara til. Mörgum hefur komið á óvart hvað reyndi á suma – jafnvel marga – að fara aftur til vinnu. Stinga sér aftur inn í vinnufélagahópinn. Þurfa að snurfusa sig á morgnana og vera í samskiptum við marga, venjast áreitinu í vinnunni og skipuleggja á annan hátt verkefni og vinnusiði. Vera svo að ná tökum á því til þess eins að fara aftur heim og taka upp gamla covidsiði. Nú er ekki svo að ég sé að lýsa einhverjum hörumungum á borð við sult og seyru, kulda og trekk. En þessar óvelkomnu og undarlegu breytingar vegna heimsfaraldurs sem við berjumst nú við að ná tökum á af öllum mætti, hafa lúmsk og erfið sálræn áhrif á okkur flest. Það reynir á kollinn að muna eftir og tileinka sér þessa nýju siði. Það reynir á okkur rifrildið um sóttkví og fyrirkomulag hennar. Við berum okkur saman, verðum reið út í hvert annað og finnst okkar hlutur fyrir borð borinn. Fáum samviskubit yfir að finnast fábreytta lífið gott. Fáum samviskubit yfir að fá að fara í vinnuna þegar aðrir verða að vinna heima við þrengri aðbúnað. Fáum samviskubit yfir að ganga að gosinu, fara í bústað, hitta nána vini. Berum okkur saman við aðra og verðum óörugg, frústreruð, reið og hrædd. Stjórnendur og starfsfólk hafa þurft að glíma við stór verkefni, ný og flókin. Erfitt er að skipuleggja fram í tímann og það er alveg nýr veruleiki. Við tölum um sviðsmyndir og leiðir, útgáfur og horfur þar til við erum orðin blá í framan og andlega þreytan gerir það að verkum að svefnleysi og þunglyndi eykst. Þegar fjórða bylgjan birtist við sjóndeildarhring var stutt í bugun á mörgum vígstöðvum. Það eru takmörk fyrir því hvað við getum tekið margar beygjur – og þó. Við tökum jafnmargar beygjur og við verðum að taka,. Það ekkert annað í boði. En við höfum þó lært alveg heil ósköp á þessu ári. Við höfum lært að það er gott að búa í fjölskylduvænu samfélagi og eiga „jólakúlur“ og „páskaegg“ að hverfa til. Við höfum lært að við höfum meiri sveigjanleika en við trúðum að væri hægt að búa yfir. Við höfum verið rækilega minnt á hvað list í öllum sínum formum er okkur mikilvæg – bæði vegna þess að það er þrengt að þessum formum og við söknum mikið en líka vegna þess að þá sækjum við í önnur form listar og hún hjálpar okkur svo sannarlega að lifa af. Hvert og eitt okkar hefur líka lært að við búum yfir eiginleikum, þrautseigju, þolgæði, hæfni til að hafa ofan af fyrir okkur með nýjum leiðum. Við höfum líka kynnst því hvað við eigum framúrskarandi gott og sterkt fagfólk á svo mörgum sviðum, í okkar röðum. Það eykur sálrænt öryggi svo sannarlega. Þessari reynslu búum við að, svo framundan eru fróðlegir og frjóir tímar! Þórkatla Aðalsteinsdóttir sálfræðingur hjá Lífi og sál sálfræði- og ráðgjafastofu.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun