Naumur sigur Bucks og fjöldi stórsigra í nótt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. apríl 2021 09:15 Þessir tveir áttu góða leiki í nótt. Jrue Holiday tryggði Bucks sigur á meðan Russell Westbrook var eini leikmaður Wizards með lífsmarki í stóru tapi. EPA-EFE/SHAWN THEW Alls fóru átta leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Milwaukee Bucks vann nauman eins stigs sigur á Sacramento Kings, 129-128. Þá unnu Utah Jazz, Portland Trail Blazers, New York Knicks og Dallas Mavericks öll stórsigra. Gríska undrið, Giannis Antetokounmpo, var ekki með Bucks í nótt og lenti liðið í vandræðum með Sacramento Kings. Gestirnir frá Milwaukee voru hænuskrefi á undan í fyrri hálfleik en um miðjan þriðja leikhluta jafnaði Sacramento leikinn í stöðunni 81-81. Gestirnir gáfu í eftir það og voru komnir 11 stigum yfir um miðbik fjórða leikhluta, staðan þá 116-105 Bucks í vil. Leikmenn Kings neituðu að gefast upp og var staðan jöfn 119-119 þegar tvær mínútur lifðu leiks. Jrue Holiday steig upp í fjarveru Giannis og sá til þess að Bucks lönduðu eins stigs sigri, lokatölur 129-128. Hann skoraði 33 stig, gaf 11 stoðsendingar og tók sjö fráköst. Brook Lopez kom þar á eftir með 26 stig. Hjá Kings voru De‘Aaron Fox og Terence Davis báðir með 27 stig. Season-high 33 PTS 11 AST@Jrue_Holiday11 leads the @Bucks to 3 straight wins! pic.twitter.com/aIWL7xxEy5— NBA (@NBA) April 4, 2021 Dallas Mavericks fór illa með Washington Wizards, lokatölur 109-87. Russell Westbrook skoraði 26 af 87 stigum Wizards í leiknum ásamt því að taka 14 fráköst. Luka Dončić var með 26 stig í liði Dallas sem og átta fráköst og sex stoðsendingar. Boban Marjanović var með tvöfalda tvennu en hann skoraði 15 stig og tók 12 fráköst. 26 PTS, 6 AST for @luka7doncic.4 straight wins for @dallasmavs.#MFFL pic.twitter.com/V6oOLmcNmS— NBA (@NBA) April 4, 2021 New York Knicks rúllaði yfir Detroit Pistons, 125-81. Julius Randle skoraði 29 stig í liði Knicks ásamt því að taka átta fráköst og Reggie Bullock skoraði 22 stig. Hjá Pistons var Jerami Grant stigahæstur með 16 stig. Portland Trail Blazers fór álíka illa með Oklahoma City Thunder, lokatölur þar 133-85. Damian Lillard var rólegur í liði Portland að þessu sinni með „aðeins“ 16 stig. Stigahæstur var CJ McCollum með 20 stig en alls skoruðu átta leikmenn liðsins tíu stig eða meira. Enes Kanter endaði með tvöfalda tvennu, 12 stig og 17 fráköst. Hjá Oklahoma var Kenrich Williams stigahæstur með 18 stig. Besta lið deildarinnar um þessar mundir, Utah Jazz, ákvað að vera með og lagði Orlando Magic með 46 stiga mun, lokatölur 137-91. Donovan Mitchell skoraði 22 stig á aðeins 21 mínútu. Þar á eftir komu Bojan Bogdanović og Joe Ingles, báðir með 17 stig. Hjá Magic var Wendell Carter r. stigahæstur með 19 stig en hann tók einnig 12 fráköst. 26 threes NBA record for threes in a half (18)The @utahjazz were on FIRE in their 9th straight win and 22nd straight home win! pic.twitter.com/RkwHQqqEzz— NBA (@NBA) April 4, 2021 Joel Embiid sneri aftur á völlinn með Philadelphia 76ers eftir meiðsli. Hann skoraði 24 stig og tók átta fráköst í 122-113 sigri 76ers á Minnesota Timberwolves. @JoelEmbiid did his thing in his return to action.24 PTS | 8 REB | 3 BLK | @sixers W pic.twitter.com/YZbSTrgnFi— NBA (@NBA) April 4, 2021 Þá vann Miami Heat góðan 14 stiga sigur á Cleveland Cavaliers, 115-101 og Indiana Pacers vann San Antonio Spurs í framlengdum leik, 139-133. Hér má sjá stöðuna í bæði Austur- og Vesturdeildinni. Þá er vert að minna á að Chicago Bulls og Brooklyn Nets mætast klukkan 18.00 í dag, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Sport Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira
Gríska undrið, Giannis Antetokounmpo, var ekki með Bucks í nótt og lenti liðið í vandræðum með Sacramento Kings. Gestirnir frá Milwaukee voru hænuskrefi á undan í fyrri hálfleik en um miðjan þriðja leikhluta jafnaði Sacramento leikinn í stöðunni 81-81. Gestirnir gáfu í eftir það og voru komnir 11 stigum yfir um miðbik fjórða leikhluta, staðan þá 116-105 Bucks í vil. Leikmenn Kings neituðu að gefast upp og var staðan jöfn 119-119 þegar tvær mínútur lifðu leiks. Jrue Holiday steig upp í fjarveru Giannis og sá til þess að Bucks lönduðu eins stigs sigri, lokatölur 129-128. Hann skoraði 33 stig, gaf 11 stoðsendingar og tók sjö fráköst. Brook Lopez kom þar á eftir með 26 stig. Hjá Kings voru De‘Aaron Fox og Terence Davis báðir með 27 stig. Season-high 33 PTS 11 AST@Jrue_Holiday11 leads the @Bucks to 3 straight wins! pic.twitter.com/aIWL7xxEy5— NBA (@NBA) April 4, 2021 Dallas Mavericks fór illa með Washington Wizards, lokatölur 109-87. Russell Westbrook skoraði 26 af 87 stigum Wizards í leiknum ásamt því að taka 14 fráköst. Luka Dončić var með 26 stig í liði Dallas sem og átta fráköst og sex stoðsendingar. Boban Marjanović var með tvöfalda tvennu en hann skoraði 15 stig og tók 12 fráköst. 26 PTS, 6 AST for @luka7doncic.4 straight wins for @dallasmavs.#MFFL pic.twitter.com/V6oOLmcNmS— NBA (@NBA) April 4, 2021 New York Knicks rúllaði yfir Detroit Pistons, 125-81. Julius Randle skoraði 29 stig í liði Knicks ásamt því að taka átta fráköst og Reggie Bullock skoraði 22 stig. Hjá Pistons var Jerami Grant stigahæstur með 16 stig. Portland Trail Blazers fór álíka illa með Oklahoma City Thunder, lokatölur þar 133-85. Damian Lillard var rólegur í liði Portland að þessu sinni með „aðeins“ 16 stig. Stigahæstur var CJ McCollum með 20 stig en alls skoruðu átta leikmenn liðsins tíu stig eða meira. Enes Kanter endaði með tvöfalda tvennu, 12 stig og 17 fráköst. Hjá Oklahoma var Kenrich Williams stigahæstur með 18 stig. Besta lið deildarinnar um þessar mundir, Utah Jazz, ákvað að vera með og lagði Orlando Magic með 46 stiga mun, lokatölur 137-91. Donovan Mitchell skoraði 22 stig á aðeins 21 mínútu. Þar á eftir komu Bojan Bogdanović og Joe Ingles, báðir með 17 stig. Hjá Magic var Wendell Carter r. stigahæstur með 19 stig en hann tók einnig 12 fráköst. 26 threes NBA record for threes in a half (18)The @utahjazz were on FIRE in their 9th straight win and 22nd straight home win! pic.twitter.com/RkwHQqqEzz— NBA (@NBA) April 4, 2021 Joel Embiid sneri aftur á völlinn með Philadelphia 76ers eftir meiðsli. Hann skoraði 24 stig og tók átta fráköst í 122-113 sigri 76ers á Minnesota Timberwolves. @JoelEmbiid did his thing in his return to action.24 PTS | 8 REB | 3 BLK | @sixers W pic.twitter.com/YZbSTrgnFi— NBA (@NBA) April 4, 2021 Þá vann Miami Heat góðan 14 stiga sigur á Cleveland Cavaliers, 115-101 og Indiana Pacers vann San Antonio Spurs í framlengdum leik, 139-133. Hér má sjá stöðuna í bæði Austur- og Vesturdeildinni. Þá er vert að minna á að Chicago Bulls og Brooklyn Nets mætast klukkan 18.00 í dag, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Sport Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira