Fyrsti fundur Biden-liða og Kínverja fór ekki vel af stað Samúel Karl Ólason skrifar 19. mars 2021 10:47 Funduri bandarískra og kínverskra embættismann fór ekki vel af stað en fregnir hafa borist af því að dregið hafi úr deilum þegar fundurinn færðist á bakvið tjöldin. AP/Frederic J. Brown Fyrsti fundur háttsettra embættismanna Bandaríkjanna og Kína fór harkalega af stað í Alaska í gærkvöldi. Báðar hliðar fóru hörðum orðum um hina fyrir framan myndavélar á viðburði sem við hefðbundnar aðstæður tekur einungis nokkrar mínútur en tók nú tæpa klukkustund. Þeir Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Yang Jiechi, yfirmaður utanríkismála hjá Kommúnistaflokki Kína, funduðu auk annarra embættismanna. Fundurinn hófst með upphafsræðum fyrir framan myndavélar þar sem Blinken sagði Bandaríkin og bandamenn þeirra staðráðna og sameinaða í því að standa í hárinu á Kína. Hann sagði að á fundinum myndu þeir ræða áhyggjur Bandaríkjanna af aðgerðum Kínverja í Xinjiang héraði, þar sem þeir hafa verið sakaðir um þjóðarmorð, Taívan og Hong Kong. Þá nefndi hann tölvuárásir í Bandaríkjunum og þrýsting á bandamenn Bandaríkjanna. Yang hélt því næst rúmlega fimmtán mínútna langa ræðu þar sem hann fór hörðum orðum um Bandaríkin. Sakaði hann Bandaríkin um hræsni og sagði ríkið lengi hafa beitt yfirráðum sínum til að halda öðrum niðri. Hann gagnrýndi Bandaríkin einnig vegna slæms ástands lýðræðis þar og ofbeldis í garð minnihlutahópa. Þá sagði Yang að málefni Hong Kong, Taívan og Úígúra í Xinjiang væru innanríkismál Kína og kæmu öðrum ekki við. Í frétt Reuters segir að Blinken hafi krafist þess að blaðamönnum yrði ekki vikið úr herberginu eftir ræðu Yang, svo hann gæti svarað henni. Meðal annars sagði hann að málefnin sem Yang hefði nenft væru ekki eingöngu innanríkismál, því þau séu gegn alþjóðalögum og ógni stöðugleika heimsins. AP fréttaveitan segir Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafa Bidens, hafa tekið undir það og sakað Kína um „árás á grunngildi“. Kínverjar kröfðust þess svo að fá að svara svari Blinken og deildu báðir um hvenær fjölmiðlum yrði vikið út. Miðað við fréttir fjölmiðla vestanhafs og í Asíu saka báðar fylkingar hina um að hafa mætt á fundinn með það í huga að skapa sjónarspil og að hafa rofið samkomulag um opnunarræðurnar. Bandaríkjamenn segja að Kínverjar hafi talað mun lengur en þeir hafi samþykkt að gera, eða í fimmtán mínútur í stað tveggja, og Kínverjar segja Bandaríkjamenn hafa brotið samkomulag með grunnlausum ásökunum í garð Kína. South China Morning Post hefur eftir ónefndum bandarískum embættismanni sem ræddi við blaðamenn eftir fundinn að leggja línurnar varðandi komandi samskipti ríkjanna en kínversku embættismennirnir hafi mætt með það í huga að halda einhverskonar sýningu. Samband ríkjanna hefur beðið verulega hnekki á undanförnum árum og hefur það versnað sérstaklega mikið í forsetatíð Donalds Trump, fyrrverandi forseta, sem lagði meðal annars tolla á ýmsar vörur frá Kína. Ráðamenn í Kína hafa viljað losna við þessa tolla en Biden hefur ekki sagt hvort hann ætli sér að gera það. Þar að auki hefur hann ekki opinberað formlega afstöðu sína gagnvart Kína, að öðru leyti en Hvíta húsið hefur lagt meiri áherslu á mannréttindabrot Kínverja. Viðræðurnar munu halda áfram í dag. Bandaríkin Kína Taívan Hong Kong Suður-Kínahaf Mannréttindi Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Þeir Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Yang Jiechi, yfirmaður utanríkismála hjá Kommúnistaflokki Kína, funduðu auk annarra embættismanna. Fundurinn hófst með upphafsræðum fyrir framan myndavélar þar sem Blinken sagði Bandaríkin og bandamenn þeirra staðráðna og sameinaða í því að standa í hárinu á Kína. Hann sagði að á fundinum myndu þeir ræða áhyggjur Bandaríkjanna af aðgerðum Kínverja í Xinjiang héraði, þar sem þeir hafa verið sakaðir um þjóðarmorð, Taívan og Hong Kong. Þá nefndi hann tölvuárásir í Bandaríkjunum og þrýsting á bandamenn Bandaríkjanna. Yang hélt því næst rúmlega fimmtán mínútna langa ræðu þar sem hann fór hörðum orðum um Bandaríkin. Sakaði hann Bandaríkin um hræsni og sagði ríkið lengi hafa beitt yfirráðum sínum til að halda öðrum niðri. Hann gagnrýndi Bandaríkin einnig vegna slæms ástands lýðræðis þar og ofbeldis í garð minnihlutahópa. Þá sagði Yang að málefni Hong Kong, Taívan og Úígúra í Xinjiang væru innanríkismál Kína og kæmu öðrum ekki við. Í frétt Reuters segir að Blinken hafi krafist þess að blaðamönnum yrði ekki vikið úr herberginu eftir ræðu Yang, svo hann gæti svarað henni. Meðal annars sagði hann að málefnin sem Yang hefði nenft væru ekki eingöngu innanríkismál, því þau séu gegn alþjóðalögum og ógni stöðugleika heimsins. AP fréttaveitan segir Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafa Bidens, hafa tekið undir það og sakað Kína um „árás á grunngildi“. Kínverjar kröfðust þess svo að fá að svara svari Blinken og deildu báðir um hvenær fjölmiðlum yrði vikið út. Miðað við fréttir fjölmiðla vestanhafs og í Asíu saka báðar fylkingar hina um að hafa mætt á fundinn með það í huga að skapa sjónarspil og að hafa rofið samkomulag um opnunarræðurnar. Bandaríkjamenn segja að Kínverjar hafi talað mun lengur en þeir hafi samþykkt að gera, eða í fimmtán mínútur í stað tveggja, og Kínverjar segja Bandaríkjamenn hafa brotið samkomulag með grunnlausum ásökunum í garð Kína. South China Morning Post hefur eftir ónefndum bandarískum embættismanni sem ræddi við blaðamenn eftir fundinn að leggja línurnar varðandi komandi samskipti ríkjanna en kínversku embættismennirnir hafi mætt með það í huga að halda einhverskonar sýningu. Samband ríkjanna hefur beðið verulega hnekki á undanförnum árum og hefur það versnað sérstaklega mikið í forsetatíð Donalds Trump, fyrrverandi forseta, sem lagði meðal annars tolla á ýmsar vörur frá Kína. Ráðamenn í Kína hafa viljað losna við þessa tolla en Biden hefur ekki sagt hvort hann ætli sér að gera það. Þar að auki hefur hann ekki opinberað formlega afstöðu sína gagnvart Kína, að öðru leyti en Hvíta húsið hefur lagt meiri áherslu á mannréttindabrot Kínverja. Viðræðurnar munu halda áfram í dag.
Bandaríkin Kína Taívan Hong Kong Suður-Kínahaf Mannréttindi Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent