Við Píratar tökum Fossvogsskólamálið alvarlega Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 11. mars 2021 14:30 Mygla í húsnæði er grafalvarlegt mál. Ég þekki það af eigin reynslu. Systir mín varð alvarlega veik vegna myglu á heimili sínu og endaði í raun með að missa allt sitt. Heimilið, innbúið, eigurnar sínar, fötin sín. Hún þurfti að henda öllu gömlu sem hún vildi geyma og missti þar með minningarnar. Hún missti heilsuna og starfsgetuna sína árum saman og loks fyrirtækið sitt sem var háð hennar starfsgetu. Hún var óvinnufær í nokkur ár. Ég hélt hún væri dauðvona en læknar höfðu engin svör. Við erum bara tvær systurnar og mjög nánar, því var þetta tímabil mjög erfitt. Samfélagið er skammt á veg komið þegar kemur að því að bregðast við myglu. Víða eru fordómar gagnvart mygluveikindum. Það virðist vanta alþjóðleg viðmið og innlend viðmið. Það vantar betri umgjörð um uppbyggingu. Það vantar líka samræmt ferli við greiningar og viðbrögð þar sem þolendur myglu fá nauðsynlega aðstoð. Því fagna ég að þingsályktunartillaga Pírata vegna myglu og rakaskemmda hafi verið samþykkt á þingi. Við verðum að standa vörð um verkefni Rannsóknarmiðstöðvar byggingariðnaðarins sem hefur verið leiðandi í myglurannsóknum og að vinnan falli ekki brott með niðurlagningu Nýsköpunarmiðstöðvarinnar sem hún hefur verið hluti af. Eftir að rakaskemmdir og mygla komu upp í Fossvogsskóla höfum við Píratar í borgarstjórn beitt okkur fyrir því að málið verði leyst. Við höfum beðið um gögn og skýringar, ýtt á eftir frekari greiningum og úrbótum, fundað með helstu myglusérfræðingum landsins tímunum saman til að afla okkur þekkingar í málaflokknum. Vegna þess að við sættum okkur ekki við myglu í skólum barna í Reykjavík. Ýmislegt hefur verið gert. Viðgerðir og úrbætur í skólanum hafa kostað um hálfan milljarð króna hingað til. Á tímabili var allt skólahald flutt úr skólanum. En við erum ekki komin í höfn og betur má ef duga skal. Hjá okkur í borginni vantar skýrari verkferla og betri samskipti. Við verðum að læra af þessu máli og gera enn betur. Þess vegna höfum við sett saman nýtt teymi sérfræðinga og fulltrúa foreldra og borgarinnar sem ætla að taka Fossvogsskóla enn fastari tökum. Þess vegna samþykktum við í borgarráði í dag tillögu þess efnis að ráðast í vinnu við betri verkferla til framtíðar þegar myglu- og rakavandamál koma upp. Ég held áfram að beita mér fyrir því að málið leysist, héðan í frá sem hingað til. Því börn eiga rétt á heilsusamlegu umhverfi og að það sé yfir allan vafa hafið að skólinn þeirra sé ekki að gera þau veik. Höfundur er borgarfulltrúi Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík Skóla - og menntamál Borgarstjórn Grunnskólar Píratar Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Mygla í húsnæði er grafalvarlegt mál. Ég þekki það af eigin reynslu. Systir mín varð alvarlega veik vegna myglu á heimili sínu og endaði í raun með að missa allt sitt. Heimilið, innbúið, eigurnar sínar, fötin sín. Hún þurfti að henda öllu gömlu sem hún vildi geyma og missti þar með minningarnar. Hún missti heilsuna og starfsgetuna sína árum saman og loks fyrirtækið sitt sem var háð hennar starfsgetu. Hún var óvinnufær í nokkur ár. Ég hélt hún væri dauðvona en læknar höfðu engin svör. Við erum bara tvær systurnar og mjög nánar, því var þetta tímabil mjög erfitt. Samfélagið er skammt á veg komið þegar kemur að því að bregðast við myglu. Víða eru fordómar gagnvart mygluveikindum. Það virðist vanta alþjóðleg viðmið og innlend viðmið. Það vantar betri umgjörð um uppbyggingu. Það vantar líka samræmt ferli við greiningar og viðbrögð þar sem þolendur myglu fá nauðsynlega aðstoð. Því fagna ég að þingsályktunartillaga Pírata vegna myglu og rakaskemmda hafi verið samþykkt á þingi. Við verðum að standa vörð um verkefni Rannsóknarmiðstöðvar byggingariðnaðarins sem hefur verið leiðandi í myglurannsóknum og að vinnan falli ekki brott með niðurlagningu Nýsköpunarmiðstöðvarinnar sem hún hefur verið hluti af. Eftir að rakaskemmdir og mygla komu upp í Fossvogsskóla höfum við Píratar í borgarstjórn beitt okkur fyrir því að málið verði leyst. Við höfum beðið um gögn og skýringar, ýtt á eftir frekari greiningum og úrbótum, fundað með helstu myglusérfræðingum landsins tímunum saman til að afla okkur þekkingar í málaflokknum. Vegna þess að við sættum okkur ekki við myglu í skólum barna í Reykjavík. Ýmislegt hefur verið gert. Viðgerðir og úrbætur í skólanum hafa kostað um hálfan milljarð króna hingað til. Á tímabili var allt skólahald flutt úr skólanum. En við erum ekki komin í höfn og betur má ef duga skal. Hjá okkur í borginni vantar skýrari verkferla og betri samskipti. Við verðum að læra af þessu máli og gera enn betur. Þess vegna höfum við sett saman nýtt teymi sérfræðinga og fulltrúa foreldra og borgarinnar sem ætla að taka Fossvogsskóla enn fastari tökum. Þess vegna samþykktum við í borgarráði í dag tillögu þess efnis að ráðast í vinnu við betri verkferla til framtíðar þegar myglu- og rakavandamál koma upp. Ég held áfram að beita mér fyrir því að málið leysist, héðan í frá sem hingað til. Því börn eiga rétt á heilsusamlegu umhverfi og að það sé yfir allan vafa hafið að skólinn þeirra sé ekki að gera þau veik. Höfundur er borgarfulltrúi Pírata.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun