„Algjörlega ófullnægjandi prófakerfi“ en ekki á dagskrá að kaupa nýtt Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 8. mars 2021 11:39 Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, merkir engan áhuga hjá ráðuneytinu að fjármagna kaup á nýju kerfi fyrir samræmdu prófin. Vísir/Vilhelm Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, segir stofnunin endurtekið hafa bent menntamálaráðuneytinu á þörfina fyrir betra prófakerfi. Það hafi verið gert þegar kerfið hrundi árið 2018. Óvissa um framtíð samræmdra prófa geri að verkum að tregða sé til að fjárfesta í nýjum og dýrum kerfum. Fjórtán og fimmtán ára börn í 9. bekk lentu mörg hver í hremmingum í morgun þegar þau reyndu að opna samræmt próf í íslensku. Til að þreyta prófið áttu nemendur að fara á vef Menntamálastofnunar, sem hefur umsjón með prófunum, og smella þar á link. Margir lentu í vandræðum. Vandamál í sjötíu skólum „Það birtist í því að þegar margir nemendur hafa farið inn í prófin á sama tíma að þá myndast álag á kerfið sem veldur því að sumir komast ekki inn og síðan einhverjir sem eru komnir inn í prófin detta jafnvel út án þess að hafa lokið prófinu,“ segir Arnór. Vandamálið sé í tæplega öðrum hverjum skóla. „Þetta hefur haft áhrif á um helming skóla, eða sjötíu af 150. Þannig þetta er nokkuð víðtækt en sums staðar hefur tekist að leysa þetta með því að fara aftur inn í prófið, nemendur hafa þannig getað lokið prófi.“ Hann segir allavega þrjátíu skóla hafa ákveðið að færa próftökuna. Prófin verða þreytt síðar í þeim skólum en ákvörðunin er í höndum hvers skólastjóra fyrir sig. Arnór segir Menntamálastofnun hafa varapróf sem lagt verði fyrir þá nemendur. Ekki á dagskrá að setja fjármagn í nýtt kerfi Aðspurður hvers vegna kerfið sé svona slappt segir Arnór: „Við höfum ítrekað bent ráðuneytinu á að ef það á að leggja próf fyrir með þessum hætti þá þurfi betra prófakerfi. Bara strax þegar þetta kerfi hrundi árið 2018 bentum við á að þetta sé algjörlega ófullnægjandi prófakerfi. En það er mikil óvissa um framtíð samræmdra prófa og þegar það eru að koma tillögur um breytingar á þeim er kannski ekki verið að fjárfesta í nýjum kerfum sem eru dýr.“ Viðbrögð frá ráðuneytinu séu lítil. „Ekki nema að það standi ekki til að setja fjármagn í þetta. Þannig við erum bara svolítið í óvissu með þessi prófakerfi.“ Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Enn á ný vandræði með samræmdu prófin Nemendur í 9. bekk víða um land eiga í erfiðleikum með að þreyta samræmd könnunarpróf í íslensku. Forstjóri Menntamálastofnunar sem sér um framkvæmd prófsins segir málið í skoðun. Það tengist þjónustuaðila erlendis. Svo virðist sem vandamálið sé í sumum skólum en öðrum ekki. 8. mars 2021 10:27 Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Fleiri fréttir „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Sjá meira
Fjórtán og fimmtán ára börn í 9. bekk lentu mörg hver í hremmingum í morgun þegar þau reyndu að opna samræmt próf í íslensku. Til að þreyta prófið áttu nemendur að fara á vef Menntamálastofnunar, sem hefur umsjón með prófunum, og smella þar á link. Margir lentu í vandræðum. Vandamál í sjötíu skólum „Það birtist í því að þegar margir nemendur hafa farið inn í prófin á sama tíma að þá myndast álag á kerfið sem veldur því að sumir komast ekki inn og síðan einhverjir sem eru komnir inn í prófin detta jafnvel út án þess að hafa lokið prófinu,“ segir Arnór. Vandamálið sé í tæplega öðrum hverjum skóla. „Þetta hefur haft áhrif á um helming skóla, eða sjötíu af 150. Þannig þetta er nokkuð víðtækt en sums staðar hefur tekist að leysa þetta með því að fara aftur inn í prófið, nemendur hafa þannig getað lokið prófi.“ Hann segir allavega þrjátíu skóla hafa ákveðið að færa próftökuna. Prófin verða þreytt síðar í þeim skólum en ákvörðunin er í höndum hvers skólastjóra fyrir sig. Arnór segir Menntamálastofnun hafa varapróf sem lagt verði fyrir þá nemendur. Ekki á dagskrá að setja fjármagn í nýtt kerfi Aðspurður hvers vegna kerfið sé svona slappt segir Arnór: „Við höfum ítrekað bent ráðuneytinu á að ef það á að leggja próf fyrir með þessum hætti þá þurfi betra prófakerfi. Bara strax þegar þetta kerfi hrundi árið 2018 bentum við á að þetta sé algjörlega ófullnægjandi prófakerfi. En það er mikil óvissa um framtíð samræmdra prófa og þegar það eru að koma tillögur um breytingar á þeim er kannski ekki verið að fjárfesta í nýjum kerfum sem eru dýr.“ Viðbrögð frá ráðuneytinu séu lítil. „Ekki nema að það standi ekki til að setja fjármagn í þetta. Þannig við erum bara svolítið í óvissu með þessi prófakerfi.“
Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Enn á ný vandræði með samræmdu prófin Nemendur í 9. bekk víða um land eiga í erfiðleikum með að þreyta samræmd könnunarpróf í íslensku. Forstjóri Menntamálastofnunar sem sér um framkvæmd prófsins segir málið í skoðun. Það tengist þjónustuaðila erlendis. Svo virðist sem vandamálið sé í sumum skólum en öðrum ekki. 8. mars 2021 10:27 Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Fleiri fréttir „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Sjá meira
Enn á ný vandræði með samræmdu prófin Nemendur í 9. bekk víða um land eiga í erfiðleikum með að þreyta samræmd könnunarpróf í íslensku. Forstjóri Menntamálastofnunar sem sér um framkvæmd prófsins segir málið í skoðun. Það tengist þjónustuaðila erlendis. Svo virðist sem vandamálið sé í sumum skólum en öðrum ekki. 8. mars 2021 10:27