Ljósleiðarar og þjóðaröryggi Ólafur Ísleifsson skrifar 7. mars 2021 09:01 Fyrr í mánuðinum skilaði starfshópur skýrslu til utanríkisráðherra um málefni ljósleiðara. Öryggi fjarskipta er grundvallaratriði í öryggi og vörnum hvers ríkis. Í skýrslunni er minnt á að öryggi íslenskra fjarskiptakerfa hefur áhrif á öryggi vina- og bandalagsríkja. Mikilvægi fjarskipta gerir ljósleiðaramál að þjóðaröryggismáli. Engin keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn Fyrirhugað er að ráðstafa tveimur ljósleiðaraþráðum af þremur í streng umhverfis landið. NATO-stengur þessi var lagður fyrir um 30 árum til að þjóna ratsjárstöðvum á öllum landshornum. Ætlunin er að bjóða þessa þræði út og snúast tillögur starfshópsins einkum um aðferð við það. Mikilvæg stoð í starfsemi Atlantshafsbandalagsins lýtur að netöryggi og öryggi lykilinnviða. Öryggi raforku- og fjarskiptakerfa eru þar á meðal. Sæstrengir líkt og ljósleiðarakerfin á landi gegna lykilhlutverki í fjarskiptum og gagnaflutningum milli bandalagsríkja. Ísland er mikilvægur hlekkur í samstarfi og samskiptum bandalagsríkjanna. Netöryggi og þjóðaröryggi Á leiðtogafundi í Varsjá í júlí 2016 gerðu bandalagsríkin samþykkt um netöryggi þar sem ríkin skuldbinda sig til að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að efla varnir innviða og netkerfa. Áhersla var lögð á að fjarskipta- og netkerfi geti staðið af sér hættuástand og að forgangsaðgangur stjórnvalda á hættutímum sé tryggt. Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið hafa eflt samráð sín í milli um utanríkis-, öryggis- og varnarmál, þar á meðal hernaðarlegt og borgaralegt öryggi. Varnaðarorð varaforseta Bandaríkjanna Aukin áhersla á fjarskipta- og netöryggi endurspeglast í viðbrögðum einstaka ríkja. Bandaríkin leggja mjög upp úr öryggi 5G-kerfa. Kom þetta glöggt fram á blaðamannafundi Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna við Höfða í Íslandsheimsókn hans í september 2019 þegar hann varaði eindregið við viðskiptum við kínverska fyrirtækið Huawei í þessum efnum. Þýskaland gerir æ ríkari kröfur um innkomu þriðju ríkja inn á þýskan fjarskiptamarkað. Hér eru uppi öryggis- og varnarsjónarmið um upplýsingar og mikilvægi þess að tryggja öryggi lykilinnviða. Sömu sögu er að segja af öðrum Evrópuríkjum, svo sem Frakklandi og Bretlandi. Þetta á einnig við um okkar nánustu vinaríki á Norðurlöndunum. Nú þegar hafa Danmörk, Noregur og nú síðast Svíþjóð valið að nota búnað frá nánum bandalagsþjóðum í uppbyggingu 5G-farneta. Í öllum tilfellum var ákvörðunin grundvölluð á þjóðaröryggissjónarmiðum. Huawei Albert Jónsson fyrrum sendiherra og öryggisráðgjafi segir í nýlegri ritgerð á vefsíðu sinni að bæði Bandaríkin og Kína hafi beitt sér gagnvart ríkjum í Evrópu og víðar í Huawei-málinu. Huawei hefur náð mikilli útbreiðslu í heiminum en Kínverjar virðast standa höllum fæti hvað það varðar í ýmsum Evrópuríkjum. Nokkur þeirra hafa þegar hafnað samstarfi við Huawei, önnur sett ýmis skilyrði fyrir samstarfi. Flokkurinn og ríkið Segir Albert að sumar evrópskar ríkisstjórnir beri fyrir sig tengsl fyrirtækisins við kínversk stjórnvöld en fyrirtækinu beri samkvæmt sérstökum kínverskum lögum að láta stjórnvöldum Kína í té upplýsingar úr fjarskiptakerfum fyrirtækisins væri þess krafist. Þetta eru lög sem munu eiga almennt við kínversk fyrirtæki og eru um starfsemi leyniþjónustu og um gagnnjósnir. Þessi ríki segir Albert horfa jafnframt til þess hvers eðlis stjórnvaldið er í Kína, hvernig það hvílir á einræði kommúnistaflokksins og tilheyrandi lögregluríki. Náin tengsl við stjórnvöld Leyniþjónustur ýmissa Evrópuríkja hafa mælt gegn samvinnu við fyrirtækið, bent á fyrrgreind lög um skyldur kínverskra fyrirtækja gagnvart Kínastjórn. Segir Albert þær hafi almennt varað við Kína, stjórnvöldum þess og fyrirtækjum vegna iðnaðarnjósna, hugverkaþjófnaðar og vegna netöryggis. Mikilvægt fyrir þjóðaröryggi Mikilvægt er að þegar kemur að ákvörðunum sem lúta að net- og fjarskiptaöryggi stöndum við Íslendingar þétt með bandalagsþjóðum okkar í Atlantshafsbandalaginu og vinaþjóðum okkar á Norðurlöndum. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Ísleifsson Skoðun: Kosningar 2021 Alþingi Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrr í mánuðinum skilaði starfshópur skýrslu til utanríkisráðherra um málefni ljósleiðara. Öryggi fjarskipta er grundvallaratriði í öryggi og vörnum hvers ríkis. Í skýrslunni er minnt á að öryggi íslenskra fjarskiptakerfa hefur áhrif á öryggi vina- og bandalagsríkja. Mikilvægi fjarskipta gerir ljósleiðaramál að þjóðaröryggismáli. Engin keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn Fyrirhugað er að ráðstafa tveimur ljósleiðaraþráðum af þremur í streng umhverfis landið. NATO-stengur þessi var lagður fyrir um 30 árum til að þjóna ratsjárstöðvum á öllum landshornum. Ætlunin er að bjóða þessa þræði út og snúast tillögur starfshópsins einkum um aðferð við það. Mikilvæg stoð í starfsemi Atlantshafsbandalagsins lýtur að netöryggi og öryggi lykilinnviða. Öryggi raforku- og fjarskiptakerfa eru þar á meðal. Sæstrengir líkt og ljósleiðarakerfin á landi gegna lykilhlutverki í fjarskiptum og gagnaflutningum milli bandalagsríkja. Ísland er mikilvægur hlekkur í samstarfi og samskiptum bandalagsríkjanna. Netöryggi og þjóðaröryggi Á leiðtogafundi í Varsjá í júlí 2016 gerðu bandalagsríkin samþykkt um netöryggi þar sem ríkin skuldbinda sig til að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að efla varnir innviða og netkerfa. Áhersla var lögð á að fjarskipta- og netkerfi geti staðið af sér hættuástand og að forgangsaðgangur stjórnvalda á hættutímum sé tryggt. Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið hafa eflt samráð sín í milli um utanríkis-, öryggis- og varnarmál, þar á meðal hernaðarlegt og borgaralegt öryggi. Varnaðarorð varaforseta Bandaríkjanna Aukin áhersla á fjarskipta- og netöryggi endurspeglast í viðbrögðum einstaka ríkja. Bandaríkin leggja mjög upp úr öryggi 5G-kerfa. Kom þetta glöggt fram á blaðamannafundi Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna við Höfða í Íslandsheimsókn hans í september 2019 þegar hann varaði eindregið við viðskiptum við kínverska fyrirtækið Huawei í þessum efnum. Þýskaland gerir æ ríkari kröfur um innkomu þriðju ríkja inn á þýskan fjarskiptamarkað. Hér eru uppi öryggis- og varnarsjónarmið um upplýsingar og mikilvægi þess að tryggja öryggi lykilinnviða. Sömu sögu er að segja af öðrum Evrópuríkjum, svo sem Frakklandi og Bretlandi. Þetta á einnig við um okkar nánustu vinaríki á Norðurlöndunum. Nú þegar hafa Danmörk, Noregur og nú síðast Svíþjóð valið að nota búnað frá nánum bandalagsþjóðum í uppbyggingu 5G-farneta. Í öllum tilfellum var ákvörðunin grundvölluð á þjóðaröryggissjónarmiðum. Huawei Albert Jónsson fyrrum sendiherra og öryggisráðgjafi segir í nýlegri ritgerð á vefsíðu sinni að bæði Bandaríkin og Kína hafi beitt sér gagnvart ríkjum í Evrópu og víðar í Huawei-málinu. Huawei hefur náð mikilli útbreiðslu í heiminum en Kínverjar virðast standa höllum fæti hvað það varðar í ýmsum Evrópuríkjum. Nokkur þeirra hafa þegar hafnað samstarfi við Huawei, önnur sett ýmis skilyrði fyrir samstarfi. Flokkurinn og ríkið Segir Albert að sumar evrópskar ríkisstjórnir beri fyrir sig tengsl fyrirtækisins við kínversk stjórnvöld en fyrirtækinu beri samkvæmt sérstökum kínverskum lögum að láta stjórnvöldum Kína í té upplýsingar úr fjarskiptakerfum fyrirtækisins væri þess krafist. Þetta eru lög sem munu eiga almennt við kínversk fyrirtæki og eru um starfsemi leyniþjónustu og um gagnnjósnir. Þessi ríki segir Albert horfa jafnframt til þess hvers eðlis stjórnvaldið er í Kína, hvernig það hvílir á einræði kommúnistaflokksins og tilheyrandi lögregluríki. Náin tengsl við stjórnvöld Leyniþjónustur ýmissa Evrópuríkja hafa mælt gegn samvinnu við fyrirtækið, bent á fyrrgreind lög um skyldur kínverskra fyrirtækja gagnvart Kínastjórn. Segir Albert þær hafi almennt varað við Kína, stjórnvöldum þess og fyrirtækjum vegna iðnaðarnjósna, hugverkaþjófnaðar og vegna netöryggis. Mikilvægt fyrir þjóðaröryggi Mikilvægt er að þegar kemur að ákvörðunum sem lúta að net- og fjarskiptaöryggi stöndum við Íslendingar þétt með bandalagsþjóðum okkar í Atlantshafsbandalaginu og vinaþjóðum okkar á Norðurlöndum. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun