Gefum fólki tækifæri Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 6. mars 2021 11:00 Fyrir nokkru síðan skrifaði 45 ára kona opið bréf til landlæknis þar sem hún rakti baráttu sína við offitu allt frá barnsaldri. Hún hefur einnig mátt glíma við gigt í nokkuð mörg ár og hún var kominn á leiðarenda gagnvart lyfjagjöf vegna gigtarinnar, engin lyf virkuðu lengur en læknirinn sagði henni að það myndi vissulega hjálpa að léttast. Þetta var seint á síðastliðnu ári, hún alveg komin í þrot og við það að gefast upp þar sem allt þetta óx henni mjög í augum, skiljanlega. Hún frétti af lyfi við offitu og hitti lækninn sinn sem skrifaði upp á það fyrir hana ásamt því að sækja um lyfjaskírteini þar sem lyfið var yfir þeim mörkum sem eru að finna innan þrepa lyfjaafgreiðslukerfisins. Árangurinn lét ekki á sér standa, hún léttist og gat þá farið út án skammartilfinningar. Hún fékk jafnframt hreyfiseðil og hittir næringarfræðing reglulega og líður nokkuð vel með sig. Við lestur þessarar greinar ákvað ég að hafa samband við þessa konu og hún sagði mér frá nokkrum sem eru í sömu sporum, þau nota lyf sem heitir Saxenda sem gefur þessu sama fólki von, það upplifir sig við stjórnvölinn. Það er annað sem þessir einstaklingar eiga sameiginlegt, það er að þó svo að þau séu í miðri meðferð með lyfinu er niðurgreiðslu hætt. Sjúkratryggingar Íslands ákváðu að hætta að niðurgreiða lyfið nema að uppgefnum skilyrðum: • Líkamsþyngdarstuðull (BMI) > 35 kg/m2, og • lífsógnandi þyngdartengdur fylgikvilli eins og: - Sykursýki eða hjarta- og æðasjúkdómur, og • Þegar ekki hefur náðst tilskilinn árangur í þyngdarstjórnun með hitaeiningaskertu mataræði og aukinni hreyfingu, þrátt fyrir góðan vilja einstaklings, meðferðarfylgni til langs tíma og virkt eftirlit fagaðila. Við endurnýjun: Eftir 4 mánuði - að viðkomandi hafi náð a.m.k. 5% þyngdartapi fyrstu þrjá mánuði meðferðar eða - meðferðin hafi skilað lækkun á blóðsykri eða haft jákvæð áhrif á hjarta- og/eða æðasjúkdóm. 6 mánuðum þar á eftir - viðhaldið árangri í þyngdarstjórnun eða - meðferðin hafi skilað lækkun á blóðsykri eða haft jákvæð áhrif á hjarta- og/eða æðasjúkdóm. Þetta þýðir það að einstaklingur þarf að hafa líkamsþyngdarstuðul BMI yfir 35 og vera kominn með sykursýki og/eða hjarta- og æðasjúkdóm og auk þess að hafa ekki tekist að stjórna þyngd með breyttu mataræði og breyttum lífsstíl. Allt þetta þarf að uppfylla til að fá lyfjaskirteini. Þó svo að lyfið sé mun ódýrara en lyfið sem konan var á fyrir vegna gigtar. Það hefur líka borið við að einstaklingar sem fengu lyfjaskírteini í byrjun meðferðar fá ekki endurnýjun að þremur mánuðum liðnum ef sykurinn orðinn betri eða blóðþrýstingurinn lægri, þetta er allt of knappur tími. Til að taka þetta saman þá þýðir þetta að einstaklingur þarf að vera með lífsógnandi þyngdartengdan fylgikvilla til þess að fá niðurgreiðslu á lyfinu. Einstaklingurinn þarf að vera orðinn sjúklingur með tilheyrandi kostnaði í stað þess að leyfa áfram niðurgreiðslu á lyfinu. Það virðist beðið eftir því að fólk verði sjúklingar. Vissulega á ekki að gefa lyf sé ekki þörf á því en það er frekar óskýrt hvernig ber að túlka þessa synjun. Oft er talað um að breyttur lífsstíll sé langhlaup og ekki átaksverkefni, það er eitt að fá líkamann til að hlýða en svo er höfuðið eftir, það tekur tíma og þann tíma verður að gefa. Heilbrigðiskerfið verður að virka þannig að það nýti alla miðla til þess að koma í veg fyrir að fólk ávinni sér alvarlegt sjúkdómsástand með tilheyrandi kostnaði eins og konan benti svo réttilega á í grein sinni. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Anna Kolbrún Árnadóttir Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Fyrir nokkru síðan skrifaði 45 ára kona opið bréf til landlæknis þar sem hún rakti baráttu sína við offitu allt frá barnsaldri. Hún hefur einnig mátt glíma við gigt í nokkuð mörg ár og hún var kominn á leiðarenda gagnvart lyfjagjöf vegna gigtarinnar, engin lyf virkuðu lengur en læknirinn sagði henni að það myndi vissulega hjálpa að léttast. Þetta var seint á síðastliðnu ári, hún alveg komin í þrot og við það að gefast upp þar sem allt þetta óx henni mjög í augum, skiljanlega. Hún frétti af lyfi við offitu og hitti lækninn sinn sem skrifaði upp á það fyrir hana ásamt því að sækja um lyfjaskírteini þar sem lyfið var yfir þeim mörkum sem eru að finna innan þrepa lyfjaafgreiðslukerfisins. Árangurinn lét ekki á sér standa, hún léttist og gat þá farið út án skammartilfinningar. Hún fékk jafnframt hreyfiseðil og hittir næringarfræðing reglulega og líður nokkuð vel með sig. Við lestur þessarar greinar ákvað ég að hafa samband við þessa konu og hún sagði mér frá nokkrum sem eru í sömu sporum, þau nota lyf sem heitir Saxenda sem gefur þessu sama fólki von, það upplifir sig við stjórnvölinn. Það er annað sem þessir einstaklingar eiga sameiginlegt, það er að þó svo að þau séu í miðri meðferð með lyfinu er niðurgreiðslu hætt. Sjúkratryggingar Íslands ákváðu að hætta að niðurgreiða lyfið nema að uppgefnum skilyrðum: • Líkamsþyngdarstuðull (BMI) > 35 kg/m2, og • lífsógnandi þyngdartengdur fylgikvilli eins og: - Sykursýki eða hjarta- og æðasjúkdómur, og • Þegar ekki hefur náðst tilskilinn árangur í þyngdarstjórnun með hitaeiningaskertu mataræði og aukinni hreyfingu, þrátt fyrir góðan vilja einstaklings, meðferðarfylgni til langs tíma og virkt eftirlit fagaðila. Við endurnýjun: Eftir 4 mánuði - að viðkomandi hafi náð a.m.k. 5% þyngdartapi fyrstu þrjá mánuði meðferðar eða - meðferðin hafi skilað lækkun á blóðsykri eða haft jákvæð áhrif á hjarta- og/eða æðasjúkdóm. 6 mánuðum þar á eftir - viðhaldið árangri í þyngdarstjórnun eða - meðferðin hafi skilað lækkun á blóðsykri eða haft jákvæð áhrif á hjarta- og/eða æðasjúkdóm. Þetta þýðir það að einstaklingur þarf að hafa líkamsþyngdarstuðul BMI yfir 35 og vera kominn með sykursýki og/eða hjarta- og æðasjúkdóm og auk þess að hafa ekki tekist að stjórna þyngd með breyttu mataræði og breyttum lífsstíl. Allt þetta þarf að uppfylla til að fá lyfjaskirteini. Þó svo að lyfið sé mun ódýrara en lyfið sem konan var á fyrir vegna gigtar. Það hefur líka borið við að einstaklingar sem fengu lyfjaskírteini í byrjun meðferðar fá ekki endurnýjun að þremur mánuðum liðnum ef sykurinn orðinn betri eða blóðþrýstingurinn lægri, þetta er allt of knappur tími. Til að taka þetta saman þá þýðir þetta að einstaklingur þarf að vera með lífsógnandi þyngdartengdan fylgikvilla til þess að fá niðurgreiðslu á lyfinu. Einstaklingurinn þarf að vera orðinn sjúklingur með tilheyrandi kostnaði í stað þess að leyfa áfram niðurgreiðslu á lyfinu. Það virðist beðið eftir því að fólk verði sjúklingar. Vissulega á ekki að gefa lyf sé ekki þörf á því en það er frekar óskýrt hvernig ber að túlka þessa synjun. Oft er talað um að breyttur lífsstíll sé langhlaup og ekki átaksverkefni, það er eitt að fá líkamann til að hlýða en svo er höfuðið eftir, það tekur tíma og þann tíma verður að gefa. Heilbrigðiskerfið verður að virka þannig að það nýti alla miðla til þess að koma í veg fyrir að fólk ávinni sér alvarlegt sjúkdómsástand með tilheyrandi kostnaði eins og konan benti svo réttilega á í grein sinni. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar