Gefum fólki tækifæri Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 6. mars 2021 11:00 Fyrir nokkru síðan skrifaði 45 ára kona opið bréf til landlæknis þar sem hún rakti baráttu sína við offitu allt frá barnsaldri. Hún hefur einnig mátt glíma við gigt í nokkuð mörg ár og hún var kominn á leiðarenda gagnvart lyfjagjöf vegna gigtarinnar, engin lyf virkuðu lengur en læknirinn sagði henni að það myndi vissulega hjálpa að léttast. Þetta var seint á síðastliðnu ári, hún alveg komin í þrot og við það að gefast upp þar sem allt þetta óx henni mjög í augum, skiljanlega. Hún frétti af lyfi við offitu og hitti lækninn sinn sem skrifaði upp á það fyrir hana ásamt því að sækja um lyfjaskírteini þar sem lyfið var yfir þeim mörkum sem eru að finna innan þrepa lyfjaafgreiðslukerfisins. Árangurinn lét ekki á sér standa, hún léttist og gat þá farið út án skammartilfinningar. Hún fékk jafnframt hreyfiseðil og hittir næringarfræðing reglulega og líður nokkuð vel með sig. Við lestur þessarar greinar ákvað ég að hafa samband við þessa konu og hún sagði mér frá nokkrum sem eru í sömu sporum, þau nota lyf sem heitir Saxenda sem gefur þessu sama fólki von, það upplifir sig við stjórnvölinn. Það er annað sem þessir einstaklingar eiga sameiginlegt, það er að þó svo að þau séu í miðri meðferð með lyfinu er niðurgreiðslu hætt. Sjúkratryggingar Íslands ákváðu að hætta að niðurgreiða lyfið nema að uppgefnum skilyrðum: • Líkamsþyngdarstuðull (BMI) > 35 kg/m2, og • lífsógnandi þyngdartengdur fylgikvilli eins og: - Sykursýki eða hjarta- og æðasjúkdómur, og • Þegar ekki hefur náðst tilskilinn árangur í þyngdarstjórnun með hitaeiningaskertu mataræði og aukinni hreyfingu, þrátt fyrir góðan vilja einstaklings, meðferðarfylgni til langs tíma og virkt eftirlit fagaðila. Við endurnýjun: Eftir 4 mánuði - að viðkomandi hafi náð a.m.k. 5% þyngdartapi fyrstu þrjá mánuði meðferðar eða - meðferðin hafi skilað lækkun á blóðsykri eða haft jákvæð áhrif á hjarta- og/eða æðasjúkdóm. 6 mánuðum þar á eftir - viðhaldið árangri í þyngdarstjórnun eða - meðferðin hafi skilað lækkun á blóðsykri eða haft jákvæð áhrif á hjarta- og/eða æðasjúkdóm. Þetta þýðir það að einstaklingur þarf að hafa líkamsþyngdarstuðul BMI yfir 35 og vera kominn með sykursýki og/eða hjarta- og æðasjúkdóm og auk þess að hafa ekki tekist að stjórna þyngd með breyttu mataræði og breyttum lífsstíl. Allt þetta þarf að uppfylla til að fá lyfjaskirteini. Þó svo að lyfið sé mun ódýrara en lyfið sem konan var á fyrir vegna gigtar. Það hefur líka borið við að einstaklingar sem fengu lyfjaskírteini í byrjun meðferðar fá ekki endurnýjun að þremur mánuðum liðnum ef sykurinn orðinn betri eða blóðþrýstingurinn lægri, þetta er allt of knappur tími. Til að taka þetta saman þá þýðir þetta að einstaklingur þarf að vera með lífsógnandi þyngdartengdan fylgikvilla til þess að fá niðurgreiðslu á lyfinu. Einstaklingurinn þarf að vera orðinn sjúklingur með tilheyrandi kostnaði í stað þess að leyfa áfram niðurgreiðslu á lyfinu. Það virðist beðið eftir því að fólk verði sjúklingar. Vissulega á ekki að gefa lyf sé ekki þörf á því en það er frekar óskýrt hvernig ber að túlka þessa synjun. Oft er talað um að breyttur lífsstíll sé langhlaup og ekki átaksverkefni, það er eitt að fá líkamann til að hlýða en svo er höfuðið eftir, það tekur tíma og þann tíma verður að gefa. Heilbrigðiskerfið verður að virka þannig að það nýti alla miðla til þess að koma í veg fyrir að fólk ávinni sér alvarlegt sjúkdómsástand með tilheyrandi kostnaði eins og konan benti svo réttilega á í grein sinni. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Anna Kolbrún Árnadóttir Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkru síðan skrifaði 45 ára kona opið bréf til landlæknis þar sem hún rakti baráttu sína við offitu allt frá barnsaldri. Hún hefur einnig mátt glíma við gigt í nokkuð mörg ár og hún var kominn á leiðarenda gagnvart lyfjagjöf vegna gigtarinnar, engin lyf virkuðu lengur en læknirinn sagði henni að það myndi vissulega hjálpa að léttast. Þetta var seint á síðastliðnu ári, hún alveg komin í þrot og við það að gefast upp þar sem allt þetta óx henni mjög í augum, skiljanlega. Hún frétti af lyfi við offitu og hitti lækninn sinn sem skrifaði upp á það fyrir hana ásamt því að sækja um lyfjaskírteini þar sem lyfið var yfir þeim mörkum sem eru að finna innan þrepa lyfjaafgreiðslukerfisins. Árangurinn lét ekki á sér standa, hún léttist og gat þá farið út án skammartilfinningar. Hún fékk jafnframt hreyfiseðil og hittir næringarfræðing reglulega og líður nokkuð vel með sig. Við lestur þessarar greinar ákvað ég að hafa samband við þessa konu og hún sagði mér frá nokkrum sem eru í sömu sporum, þau nota lyf sem heitir Saxenda sem gefur þessu sama fólki von, það upplifir sig við stjórnvölinn. Það er annað sem þessir einstaklingar eiga sameiginlegt, það er að þó svo að þau séu í miðri meðferð með lyfinu er niðurgreiðslu hætt. Sjúkratryggingar Íslands ákváðu að hætta að niðurgreiða lyfið nema að uppgefnum skilyrðum: • Líkamsþyngdarstuðull (BMI) > 35 kg/m2, og • lífsógnandi þyngdartengdur fylgikvilli eins og: - Sykursýki eða hjarta- og æðasjúkdómur, og • Þegar ekki hefur náðst tilskilinn árangur í þyngdarstjórnun með hitaeiningaskertu mataræði og aukinni hreyfingu, þrátt fyrir góðan vilja einstaklings, meðferðarfylgni til langs tíma og virkt eftirlit fagaðila. Við endurnýjun: Eftir 4 mánuði - að viðkomandi hafi náð a.m.k. 5% þyngdartapi fyrstu þrjá mánuði meðferðar eða - meðferðin hafi skilað lækkun á blóðsykri eða haft jákvæð áhrif á hjarta- og/eða æðasjúkdóm. 6 mánuðum þar á eftir - viðhaldið árangri í þyngdarstjórnun eða - meðferðin hafi skilað lækkun á blóðsykri eða haft jákvæð áhrif á hjarta- og/eða æðasjúkdóm. Þetta þýðir það að einstaklingur þarf að hafa líkamsþyngdarstuðul BMI yfir 35 og vera kominn með sykursýki og/eða hjarta- og æðasjúkdóm og auk þess að hafa ekki tekist að stjórna þyngd með breyttu mataræði og breyttum lífsstíl. Allt þetta þarf að uppfylla til að fá lyfjaskirteini. Þó svo að lyfið sé mun ódýrara en lyfið sem konan var á fyrir vegna gigtar. Það hefur líka borið við að einstaklingar sem fengu lyfjaskírteini í byrjun meðferðar fá ekki endurnýjun að þremur mánuðum liðnum ef sykurinn orðinn betri eða blóðþrýstingurinn lægri, þetta er allt of knappur tími. Til að taka þetta saman þá þýðir þetta að einstaklingur þarf að vera með lífsógnandi þyngdartengdan fylgikvilla til þess að fá niðurgreiðslu á lyfinu. Einstaklingurinn þarf að vera orðinn sjúklingur með tilheyrandi kostnaði í stað þess að leyfa áfram niðurgreiðslu á lyfinu. Það virðist beðið eftir því að fólk verði sjúklingar. Vissulega á ekki að gefa lyf sé ekki þörf á því en það er frekar óskýrt hvernig ber að túlka þessa synjun. Oft er talað um að breyttur lífsstíll sé langhlaup og ekki átaksverkefni, það er eitt að fá líkamann til að hlýða en svo er höfuðið eftir, það tekur tíma og þann tíma verður að gefa. Heilbrigðiskerfið verður að virka þannig að það nýti alla miðla til þess að koma í veg fyrir að fólk ávinni sér alvarlegt sjúkdómsástand með tilheyrandi kostnaði eins og konan benti svo réttilega á í grein sinni. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun