„Skildi ekki orð af því sem dómararnir sögðu við mig“ Stefán Árni Pálsson skrifar 1. mars 2021 10:31 Rúrik og Renata fara áfram eftir næsta þátt. Það er öruggt. @rurikgislason „Þetta er í fyrsta sinn sem ég er í háhæluðum skóm fyrir utan það þegar systir mín dressaði mig upp sem dragdrottning fyrir grímuball þegar ég var svona tíu ára,“ segir Rúrik Gíslason fyrrverandifótboltamaður sem sló rækilega í gegn í þýska dansþættinum Let‘s Dance á föstudagskvöldið. Hann var á línunni í Brennslunni á FM957 í morgun. Rúrik tryggði sér svokallað „Wild card“ í þættinum í gær. Það þýðir að ekki er hægt að kjósa hann úr næsta þætti sem fram fer þann 5. mars. Rúrik er því öruggur í næstu umferð. Rúrik í raun vann símakosninguna og er því öruggur áfram. View this post on Instagram A post shared by Rurik Gislason (@rurikgislason) „Þetta var helvíti sérstakt, mjög gaman og ég bjóst ekki alveg við þessu,“ segir Rúrik sem æfir í átta til níu klukkustundir á dag fyrir útsendingarnar. „Í gær var síðan fyrsta æfing fyrir næsta þátt og það voru níu klukkutímar. Ég er ekkert að gera mikið annað en djöfull er þetta gaman samt,“ segir Rúrik en dansfélagi hans er Renata Lusin. „Hún er rússnesk og hefur verið í öðru sæti nokkrum sinnum á heimsmeistaramótinu. Hún er frábær og búin að vera í þessum þáttum áður og er bara mjög skemmtileg. Ég skildi ekki orð af því sem dómararnir sögðu við mig eftir dansinn,“ segir Rúrik og hlær. „Ég held að þau hafi sagt að ég hafi gert þetta vel. Ég skil ekki alveg allt og var í raun meira stressaður fyrir því, því við vorum búin að æfa dansinn vel. Ég var meira stressaður fyrir því að tala og tjá mig.“ Þó að Rúrik sé öruggur áfram í næsta þætti ætlar hann ekki að gefa neitt eftir. „Ég hef helvíti gaman af þessu. Ég bý á einhverju hóteli og hef ekkert betra að gera heldur en að vera bara í átta, níu tíma á dag að æfa dans. Þetta er það gaman. Ég bjóst aldrei við því að þetta yrði svona gaman.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni. Bíó og sjónvarp Þýskaland Íslendingar erlendis Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Fleiri fréttir Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Sjá meira
Rúrik tryggði sér svokallað „Wild card“ í þættinum í gær. Það þýðir að ekki er hægt að kjósa hann úr næsta þætti sem fram fer þann 5. mars. Rúrik er því öruggur í næstu umferð. Rúrik í raun vann símakosninguna og er því öruggur áfram. View this post on Instagram A post shared by Rurik Gislason (@rurikgislason) „Þetta var helvíti sérstakt, mjög gaman og ég bjóst ekki alveg við þessu,“ segir Rúrik sem æfir í átta til níu klukkustundir á dag fyrir útsendingarnar. „Í gær var síðan fyrsta æfing fyrir næsta þátt og það voru níu klukkutímar. Ég er ekkert að gera mikið annað en djöfull er þetta gaman samt,“ segir Rúrik en dansfélagi hans er Renata Lusin. „Hún er rússnesk og hefur verið í öðru sæti nokkrum sinnum á heimsmeistaramótinu. Hún er frábær og búin að vera í þessum þáttum áður og er bara mjög skemmtileg. Ég skildi ekki orð af því sem dómararnir sögðu við mig eftir dansinn,“ segir Rúrik og hlær. „Ég held að þau hafi sagt að ég hafi gert þetta vel. Ég skil ekki alveg allt og var í raun meira stressaður fyrir því, því við vorum búin að æfa dansinn vel. Ég var meira stressaður fyrir því að tala og tjá mig.“ Þó að Rúrik sé öruggur áfram í næsta þætti ætlar hann ekki að gefa neitt eftir. „Ég hef helvíti gaman af þessu. Ég bý á einhverju hóteli og hef ekkert betra að gera heldur en að vera bara í átta, níu tíma á dag að æfa dans. Þetta er það gaman. Ég bjóst aldrei við því að þetta yrði svona gaman.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni.
Bíó og sjónvarp Þýskaland Íslendingar erlendis Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Fleiri fréttir Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Sjá meira