Fast land undir fótum Jón Steindór Valdimarsson skrifar 16. febrúar 2021 07:00 Nýsköpun, rannsóknir, tækni og vísindi eru undirstaða framþróunar hvers samfélags. Þróttur í þessum greinum leiðir til fjölbreytni og þar með fleiri og styrkari stoða í atvinnulífinu. Stoðir sem byggja á hugviti og eiga möguleika á erlendum mörkuðum, skapa verðmæt störf og skila samfélaginu tekjum og stöðugleika. Allt stuðlar þetta að aukinni velsæld okkar allra ef vel er á málum haldið. Skilningur á þessum sannindum hefur vaxið jafnt og þétt á undanförnum árum og áratugum hér á landi. Þar með skilningur á því að hið opinbera hafi hlutverki að gegna á þessu sviði með því að skapa hagfellda umgjörð og hvata fyrir þessa starfsemi, ekki síst fjárhagslegum. Þess sjást fjöldamörg dæmi og margt hefur verið vel gert. Hinu verður þó ekki neitað að það er helst þegar kreppir að og áföll verða sem þessi mál fá verðuga athygli um hríð en svo dofnar yfir. Það er eins og litið sé á uppbyggingu á þessu sviði sem bráðaaðgerð en ekki verkefni til langstíma. Núverandi ríkisstjórn er engin undantekning í þessum efnum. Hún hefur gert margt vel til þess að efla nýsköpun, rannsóknir, tækni og vísindi en nær allt er það því marki brennt að vera tímabundnar ráðstafanir sem viðbragð við bráðavanda heimsfaraldursins. Frá þessum hugsunarhætti verðum við að hverfa. Eðli nýsköpunar, rannsókna, tækni og vísinda er þannig að þau sem fyrir þeirri starfsemi standa verða að geta horft allmörg ár fram í tímann í senn þegar kemur að stuðningi og umgjörð. Óvissan að öðru leyti er ærin og ekki á hana bætandi af hálfu stjórnvalda. Lögin um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki frá árinu 2009 hafa stuðlað að arðbærum rannsóknum og þróun. Fjölmörg nýsköpunarfyrirtæki hafa náð góðum árangri, ekki síst fyrir tilstuðlan þessa kerfis. Óhætt er að segja að hörð alþjóðleg samkeppni ríki um staðsetningu og nýsköpunarfyrirtækja og um að koma á fót umhverfi sem skapar þeim tækifæri til áframhaldandi vaxtar. Hér á landi hefur það ekki síður verið áskorunin, að búa svo um hnútana að fyrirtæki geti haldið áfram að vaxa og dafna eftir að þeim hefur verið komið á fót. Nýsköpun og fjárfestingar henni tengdar eru langtímaverkefni og þess vegna skiptir máli að horft sé til langs tíma þegar stuðningur og ívilnanir eru ákveðnar. Þar má Ísland ekki vera eftirbátur. Viðreisn leggur í dag fram frumvarp á Alþingi um að gera bráðabirgðaráðstöfun ríkisstjórnarinnar varanlega. Að sérstakur frádráttur frá álögðum tekjuskatti og hámark kostnaðar við útreikning hans gildi ekki aðeins árin 2021 og 2022 heldur áfram, um ókomna tíð. Það er liður í því að nýsköpunarfyrirtæki fái fastara land undir fætur. Einn helsti kosturinn við að bæta núgildandi kerfi með varanlegum hætti er sá að þetta er leið sem er almenn en ekki sértæk. Hún krefst þess að fyrirtækin sjálf fjármagni leiðina í upphafi en færir þeim mikilvægt svigrúm til þess að taka aðeins meiri áhættu með fjárfestingu í rannsóknum og þróun. Það leiðir til þess til verða vel launuð störf í fyrirtækjunum sem skilar auknum skatttekjum. Fyrirtækin eflast, þau auka fjölbreytni í atvinnulífinu og skila þannig ávinningi til samfélagsins framförum, sköttum og atvinnusköpun. Ekki verður öðru trúað en að Alþingi taki vel undir þetta frumvarp og að það verði að lögum fyrir þinglok. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steindór Valdimarsson Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Nýsköpun Alþingiskosningar 2021 Alþingi Mest lesið Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Sjá meira
Nýsköpun, rannsóknir, tækni og vísindi eru undirstaða framþróunar hvers samfélags. Þróttur í þessum greinum leiðir til fjölbreytni og þar með fleiri og styrkari stoða í atvinnulífinu. Stoðir sem byggja á hugviti og eiga möguleika á erlendum mörkuðum, skapa verðmæt störf og skila samfélaginu tekjum og stöðugleika. Allt stuðlar þetta að aukinni velsæld okkar allra ef vel er á málum haldið. Skilningur á þessum sannindum hefur vaxið jafnt og þétt á undanförnum árum og áratugum hér á landi. Þar með skilningur á því að hið opinbera hafi hlutverki að gegna á þessu sviði með því að skapa hagfellda umgjörð og hvata fyrir þessa starfsemi, ekki síst fjárhagslegum. Þess sjást fjöldamörg dæmi og margt hefur verið vel gert. Hinu verður þó ekki neitað að það er helst þegar kreppir að og áföll verða sem þessi mál fá verðuga athygli um hríð en svo dofnar yfir. Það er eins og litið sé á uppbyggingu á þessu sviði sem bráðaaðgerð en ekki verkefni til langstíma. Núverandi ríkisstjórn er engin undantekning í þessum efnum. Hún hefur gert margt vel til þess að efla nýsköpun, rannsóknir, tækni og vísindi en nær allt er það því marki brennt að vera tímabundnar ráðstafanir sem viðbragð við bráðavanda heimsfaraldursins. Frá þessum hugsunarhætti verðum við að hverfa. Eðli nýsköpunar, rannsókna, tækni og vísinda er þannig að þau sem fyrir þeirri starfsemi standa verða að geta horft allmörg ár fram í tímann í senn þegar kemur að stuðningi og umgjörð. Óvissan að öðru leyti er ærin og ekki á hana bætandi af hálfu stjórnvalda. Lögin um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki frá árinu 2009 hafa stuðlað að arðbærum rannsóknum og þróun. Fjölmörg nýsköpunarfyrirtæki hafa náð góðum árangri, ekki síst fyrir tilstuðlan þessa kerfis. Óhætt er að segja að hörð alþjóðleg samkeppni ríki um staðsetningu og nýsköpunarfyrirtækja og um að koma á fót umhverfi sem skapar þeim tækifæri til áframhaldandi vaxtar. Hér á landi hefur það ekki síður verið áskorunin, að búa svo um hnútana að fyrirtæki geti haldið áfram að vaxa og dafna eftir að þeim hefur verið komið á fót. Nýsköpun og fjárfestingar henni tengdar eru langtímaverkefni og þess vegna skiptir máli að horft sé til langs tíma þegar stuðningur og ívilnanir eru ákveðnar. Þar má Ísland ekki vera eftirbátur. Viðreisn leggur í dag fram frumvarp á Alþingi um að gera bráðabirgðaráðstöfun ríkisstjórnarinnar varanlega. Að sérstakur frádráttur frá álögðum tekjuskatti og hámark kostnaðar við útreikning hans gildi ekki aðeins árin 2021 og 2022 heldur áfram, um ókomna tíð. Það er liður í því að nýsköpunarfyrirtæki fái fastara land undir fætur. Einn helsti kosturinn við að bæta núgildandi kerfi með varanlegum hætti er sá að þetta er leið sem er almenn en ekki sértæk. Hún krefst þess að fyrirtækin sjálf fjármagni leiðina í upphafi en færir þeim mikilvægt svigrúm til þess að taka aðeins meiri áhættu með fjárfestingu í rannsóknum og þróun. Það leiðir til þess til verða vel launuð störf í fyrirtækjunum sem skilar auknum skatttekjum. Fyrirtækin eflast, þau auka fjölbreytni í atvinnulífinu og skila þannig ávinningi til samfélagsins framförum, sköttum og atvinnusköpun. Ekki verður öðru trúað en að Alþingi taki vel undir þetta frumvarp og að það verði að lögum fyrir þinglok. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun