Fast land undir fótum Jón Steindór Valdimarsson skrifar 16. febrúar 2021 07:00 Nýsköpun, rannsóknir, tækni og vísindi eru undirstaða framþróunar hvers samfélags. Þróttur í þessum greinum leiðir til fjölbreytni og þar með fleiri og styrkari stoða í atvinnulífinu. Stoðir sem byggja á hugviti og eiga möguleika á erlendum mörkuðum, skapa verðmæt störf og skila samfélaginu tekjum og stöðugleika. Allt stuðlar þetta að aukinni velsæld okkar allra ef vel er á málum haldið. Skilningur á þessum sannindum hefur vaxið jafnt og þétt á undanförnum árum og áratugum hér á landi. Þar með skilningur á því að hið opinbera hafi hlutverki að gegna á þessu sviði með því að skapa hagfellda umgjörð og hvata fyrir þessa starfsemi, ekki síst fjárhagslegum. Þess sjást fjöldamörg dæmi og margt hefur verið vel gert. Hinu verður þó ekki neitað að það er helst þegar kreppir að og áföll verða sem þessi mál fá verðuga athygli um hríð en svo dofnar yfir. Það er eins og litið sé á uppbyggingu á þessu sviði sem bráðaaðgerð en ekki verkefni til langstíma. Núverandi ríkisstjórn er engin undantekning í þessum efnum. Hún hefur gert margt vel til þess að efla nýsköpun, rannsóknir, tækni og vísindi en nær allt er það því marki brennt að vera tímabundnar ráðstafanir sem viðbragð við bráðavanda heimsfaraldursins. Frá þessum hugsunarhætti verðum við að hverfa. Eðli nýsköpunar, rannsókna, tækni og vísinda er þannig að þau sem fyrir þeirri starfsemi standa verða að geta horft allmörg ár fram í tímann í senn þegar kemur að stuðningi og umgjörð. Óvissan að öðru leyti er ærin og ekki á hana bætandi af hálfu stjórnvalda. Lögin um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki frá árinu 2009 hafa stuðlað að arðbærum rannsóknum og þróun. Fjölmörg nýsköpunarfyrirtæki hafa náð góðum árangri, ekki síst fyrir tilstuðlan þessa kerfis. Óhætt er að segja að hörð alþjóðleg samkeppni ríki um staðsetningu og nýsköpunarfyrirtækja og um að koma á fót umhverfi sem skapar þeim tækifæri til áframhaldandi vaxtar. Hér á landi hefur það ekki síður verið áskorunin, að búa svo um hnútana að fyrirtæki geti haldið áfram að vaxa og dafna eftir að þeim hefur verið komið á fót. Nýsköpun og fjárfestingar henni tengdar eru langtímaverkefni og þess vegna skiptir máli að horft sé til langs tíma þegar stuðningur og ívilnanir eru ákveðnar. Þar má Ísland ekki vera eftirbátur. Viðreisn leggur í dag fram frumvarp á Alþingi um að gera bráðabirgðaráðstöfun ríkisstjórnarinnar varanlega. Að sérstakur frádráttur frá álögðum tekjuskatti og hámark kostnaðar við útreikning hans gildi ekki aðeins árin 2021 og 2022 heldur áfram, um ókomna tíð. Það er liður í því að nýsköpunarfyrirtæki fái fastara land undir fætur. Einn helsti kosturinn við að bæta núgildandi kerfi með varanlegum hætti er sá að þetta er leið sem er almenn en ekki sértæk. Hún krefst þess að fyrirtækin sjálf fjármagni leiðina í upphafi en færir þeim mikilvægt svigrúm til þess að taka aðeins meiri áhættu með fjárfestingu í rannsóknum og þróun. Það leiðir til þess til verða vel launuð störf í fyrirtækjunum sem skilar auknum skatttekjum. Fyrirtækin eflast, þau auka fjölbreytni í atvinnulífinu og skila þannig ávinningi til samfélagsins framförum, sköttum og atvinnusköpun. Ekki verður öðru trúað en að Alþingi taki vel undir þetta frumvarp og að það verði að lögum fyrir þinglok. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steindór Valdimarsson Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Nýsköpun Alþingiskosningar 2021 Alþingi Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Sjá meira
Nýsköpun, rannsóknir, tækni og vísindi eru undirstaða framþróunar hvers samfélags. Þróttur í þessum greinum leiðir til fjölbreytni og þar með fleiri og styrkari stoða í atvinnulífinu. Stoðir sem byggja á hugviti og eiga möguleika á erlendum mörkuðum, skapa verðmæt störf og skila samfélaginu tekjum og stöðugleika. Allt stuðlar þetta að aukinni velsæld okkar allra ef vel er á málum haldið. Skilningur á þessum sannindum hefur vaxið jafnt og þétt á undanförnum árum og áratugum hér á landi. Þar með skilningur á því að hið opinbera hafi hlutverki að gegna á þessu sviði með því að skapa hagfellda umgjörð og hvata fyrir þessa starfsemi, ekki síst fjárhagslegum. Þess sjást fjöldamörg dæmi og margt hefur verið vel gert. Hinu verður þó ekki neitað að það er helst þegar kreppir að og áföll verða sem þessi mál fá verðuga athygli um hríð en svo dofnar yfir. Það er eins og litið sé á uppbyggingu á þessu sviði sem bráðaaðgerð en ekki verkefni til langstíma. Núverandi ríkisstjórn er engin undantekning í þessum efnum. Hún hefur gert margt vel til þess að efla nýsköpun, rannsóknir, tækni og vísindi en nær allt er það því marki brennt að vera tímabundnar ráðstafanir sem viðbragð við bráðavanda heimsfaraldursins. Frá þessum hugsunarhætti verðum við að hverfa. Eðli nýsköpunar, rannsókna, tækni og vísinda er þannig að þau sem fyrir þeirri starfsemi standa verða að geta horft allmörg ár fram í tímann í senn þegar kemur að stuðningi og umgjörð. Óvissan að öðru leyti er ærin og ekki á hana bætandi af hálfu stjórnvalda. Lögin um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki frá árinu 2009 hafa stuðlað að arðbærum rannsóknum og þróun. Fjölmörg nýsköpunarfyrirtæki hafa náð góðum árangri, ekki síst fyrir tilstuðlan þessa kerfis. Óhætt er að segja að hörð alþjóðleg samkeppni ríki um staðsetningu og nýsköpunarfyrirtækja og um að koma á fót umhverfi sem skapar þeim tækifæri til áframhaldandi vaxtar. Hér á landi hefur það ekki síður verið áskorunin, að búa svo um hnútana að fyrirtæki geti haldið áfram að vaxa og dafna eftir að þeim hefur verið komið á fót. Nýsköpun og fjárfestingar henni tengdar eru langtímaverkefni og þess vegna skiptir máli að horft sé til langs tíma þegar stuðningur og ívilnanir eru ákveðnar. Þar má Ísland ekki vera eftirbátur. Viðreisn leggur í dag fram frumvarp á Alþingi um að gera bráðabirgðaráðstöfun ríkisstjórnarinnar varanlega. Að sérstakur frádráttur frá álögðum tekjuskatti og hámark kostnaðar við útreikning hans gildi ekki aðeins árin 2021 og 2022 heldur áfram, um ókomna tíð. Það er liður í því að nýsköpunarfyrirtæki fái fastara land undir fætur. Einn helsti kosturinn við að bæta núgildandi kerfi með varanlegum hætti er sá að þetta er leið sem er almenn en ekki sértæk. Hún krefst þess að fyrirtækin sjálf fjármagni leiðina í upphafi en færir þeim mikilvægt svigrúm til þess að taka aðeins meiri áhættu með fjárfestingu í rannsóknum og þróun. Það leiðir til þess til verða vel launuð störf í fyrirtækjunum sem skilar auknum skatttekjum. Fyrirtækin eflast, þau auka fjölbreytni í atvinnulífinu og skila þannig ávinningi til samfélagsins framförum, sköttum og atvinnusköpun. Ekki verður öðru trúað en að Alþingi taki vel undir þetta frumvarp og að það verði að lögum fyrir þinglok. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun