Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir skrifar 10. febrúar 2021 20:00 Tíu stærstu útgerðirnar fara með meira en helming kvótans og 20 stærstu meira en 70% kvótans. Ofan á þetta bætist svo eignarhald þessara útgerðarisa í öðrum útgerðum. Fyrir rúmum 20 árum voru samþykktar lagabreytingar sem ætlað var að vinna sérstaklega gegn samþjöppun aflahlutdeildar. Samþjöppun var talin skaðleg vegna mikilvægis fiskveiða fyrir íslenskan þjóðarbúskap. Yfirráð fárra yfir fiskveiðiauðlindinni myndi þýða meiri völd fárra í þjóðfélaginu en heilbrigt væri og of sterka stöðu þeirra gagnvart stjórnvöldum. Samþjöppun kæmi einnig í veg fyrir samkeppni og hamlaði nauðsynlegri endurnýjun. Þá var bent á að samþjöppun gæti beinlínis unnið gegn þjóðarhag, sérstaklega ef viðkomandi stæðu sig ekki í því að skapa sem mest verðmæti úr auðlindinni. Tilfærsla milli byggða myndi skaða sveitarfélög og tilfærsla milli útgerðarflokka gæti leitt til þess að minni útgerðir færu halloka. Á þessu öllu áttu lögin að taka. En lögin hafa ekki náð tilgangi sínum. Enda má samkvæmt þeim einn aðili ráða yfir 12% kvótans, og því til viðbótar eiga 49,99% hlut í öllum hinum fyrirtækjunum sem ráða yfir þeim 88% sem út af standa. Þannig getur einn aðili átt hlutdeild í meira en helmingi kvótans sem árlega er úthlutað. Þessi túlkun á lögunum gengur þvert á anda þeirra. Endurskoða þarf lögin strax. Í skýrslu verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni sem ég átti sæti í, eru tillögur um breytingar á lögum um fiskveiðistjórnun þar sem fjallað er um tengda aðila. Fyrirmyndin er í lögum um fjármálamarkaði. Verkefnastjórnin leggur til að lögunum um fiskveiðistjórnun verði breytt þannig: Skilgreining á tengdum aðilum verði látin ná til hjóna, sambúðarfólks og barna þeirra. Ákveðin stjórnunartengsl milli fyrirtækja leiði til þess að fyrirtækin séu talin tengd nema sýnt sé fram á hið gagnstæða. Skilgreint verði hvað felst í raunverulegum yfirráðum. Aðilar sem ráða meira en 6% af aflahlutdeild eða 2,5% af krókaflahlutdeild skulu tilkynna til Fiskistofu áætlaðan samruna, kaup í félagi sem ræður yfir hlutdeild eða kaup á hlutdeild og koma kaupin ekki til framkvæmda nema samþykki Fiskistofu liggi fyrir. Fiskistofu verði veittar auknar heimildir til að afla gagna. En þessar breytingar eru ekki nóg. Í nýjum lögum um skráningu raunverulegra eigenda fyrirtækja er miðað við 25% beinan eða óbeinan eignarhlut til að aðilar teljast tengdir eða aðili teljist raunverulegur eigandi. Upplýsingar um raunverulega eigendur fyrirtækja eru ávallt aðgengilegar almenningi og ef sami háttur væri hafður á um fyrirtæki í sjávarútvegi og yfirráð yfir kvóta væri auðvelt að hafa eftirlit með því hvort farið er yfir 12% hámarkið. Meirihlutaeign, eins og er í núverandi lögum, er allt of rúmt viðmið og leiðir af sér samþjöppun og óheillaþróun í nýtingu fiskveiðiauðlindar þjóðarinnar. Samþjöppun leiðir af sér fábreytt útgerðarform, aukna kerfislæga áhættu og getur leitt til einokunar. Stór útgerðarfyrirtæki hér á landi eru í raun rekin sameiginlega og hafa samráð um veiðar, vinnslu og sölu afurða. Það er nauðsynlegt að vinna gegn slíkri samþjöppun og því að stóru útgerðarfyrirtækin verði svo stór að völd þeirra og áhrif í þjóðfélaginu verði óeðlileg og vinni gegn almannahag. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Alþingi Sjávarútvegur Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Sjá meira
Tíu stærstu útgerðirnar fara með meira en helming kvótans og 20 stærstu meira en 70% kvótans. Ofan á þetta bætist svo eignarhald þessara útgerðarisa í öðrum útgerðum. Fyrir rúmum 20 árum voru samþykktar lagabreytingar sem ætlað var að vinna sérstaklega gegn samþjöppun aflahlutdeildar. Samþjöppun var talin skaðleg vegna mikilvægis fiskveiða fyrir íslenskan þjóðarbúskap. Yfirráð fárra yfir fiskveiðiauðlindinni myndi þýða meiri völd fárra í þjóðfélaginu en heilbrigt væri og of sterka stöðu þeirra gagnvart stjórnvöldum. Samþjöppun kæmi einnig í veg fyrir samkeppni og hamlaði nauðsynlegri endurnýjun. Þá var bent á að samþjöppun gæti beinlínis unnið gegn þjóðarhag, sérstaklega ef viðkomandi stæðu sig ekki í því að skapa sem mest verðmæti úr auðlindinni. Tilfærsla milli byggða myndi skaða sveitarfélög og tilfærsla milli útgerðarflokka gæti leitt til þess að minni útgerðir færu halloka. Á þessu öllu áttu lögin að taka. En lögin hafa ekki náð tilgangi sínum. Enda má samkvæmt þeim einn aðili ráða yfir 12% kvótans, og því til viðbótar eiga 49,99% hlut í öllum hinum fyrirtækjunum sem ráða yfir þeim 88% sem út af standa. Þannig getur einn aðili átt hlutdeild í meira en helmingi kvótans sem árlega er úthlutað. Þessi túlkun á lögunum gengur þvert á anda þeirra. Endurskoða þarf lögin strax. Í skýrslu verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni sem ég átti sæti í, eru tillögur um breytingar á lögum um fiskveiðistjórnun þar sem fjallað er um tengda aðila. Fyrirmyndin er í lögum um fjármálamarkaði. Verkefnastjórnin leggur til að lögunum um fiskveiðistjórnun verði breytt þannig: Skilgreining á tengdum aðilum verði látin ná til hjóna, sambúðarfólks og barna þeirra. Ákveðin stjórnunartengsl milli fyrirtækja leiði til þess að fyrirtækin séu talin tengd nema sýnt sé fram á hið gagnstæða. Skilgreint verði hvað felst í raunverulegum yfirráðum. Aðilar sem ráða meira en 6% af aflahlutdeild eða 2,5% af krókaflahlutdeild skulu tilkynna til Fiskistofu áætlaðan samruna, kaup í félagi sem ræður yfir hlutdeild eða kaup á hlutdeild og koma kaupin ekki til framkvæmda nema samþykki Fiskistofu liggi fyrir. Fiskistofu verði veittar auknar heimildir til að afla gagna. En þessar breytingar eru ekki nóg. Í nýjum lögum um skráningu raunverulegra eigenda fyrirtækja er miðað við 25% beinan eða óbeinan eignarhlut til að aðilar teljast tengdir eða aðili teljist raunverulegur eigandi. Upplýsingar um raunverulega eigendur fyrirtækja eru ávallt aðgengilegar almenningi og ef sami háttur væri hafður á um fyrirtæki í sjávarútvegi og yfirráð yfir kvóta væri auðvelt að hafa eftirlit með því hvort farið er yfir 12% hámarkið. Meirihlutaeign, eins og er í núverandi lögum, er allt of rúmt viðmið og leiðir af sér samþjöppun og óheillaþróun í nýtingu fiskveiðiauðlindar þjóðarinnar. Samþjöppun leiðir af sér fábreytt útgerðarform, aukna kerfislæga áhættu og getur leitt til einokunar. Stór útgerðarfyrirtæki hér á landi eru í raun rekin sameiginlega og hafa samráð um veiðar, vinnslu og sölu afurða. Það er nauðsynlegt að vinna gegn slíkri samþjöppun og því að stóru útgerðarfyrirtækin verði svo stór að völd þeirra og áhrif í þjóðfélaginu verði óeðlileg og vinni gegn almannahag. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun