Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir skrifar 10. febrúar 2021 20:00 Tíu stærstu útgerðirnar fara með meira en helming kvótans og 20 stærstu meira en 70% kvótans. Ofan á þetta bætist svo eignarhald þessara útgerðarisa í öðrum útgerðum. Fyrir rúmum 20 árum voru samþykktar lagabreytingar sem ætlað var að vinna sérstaklega gegn samþjöppun aflahlutdeildar. Samþjöppun var talin skaðleg vegna mikilvægis fiskveiða fyrir íslenskan þjóðarbúskap. Yfirráð fárra yfir fiskveiðiauðlindinni myndi þýða meiri völd fárra í þjóðfélaginu en heilbrigt væri og of sterka stöðu þeirra gagnvart stjórnvöldum. Samþjöppun kæmi einnig í veg fyrir samkeppni og hamlaði nauðsynlegri endurnýjun. Þá var bent á að samþjöppun gæti beinlínis unnið gegn þjóðarhag, sérstaklega ef viðkomandi stæðu sig ekki í því að skapa sem mest verðmæti úr auðlindinni. Tilfærsla milli byggða myndi skaða sveitarfélög og tilfærsla milli útgerðarflokka gæti leitt til þess að minni útgerðir færu halloka. Á þessu öllu áttu lögin að taka. En lögin hafa ekki náð tilgangi sínum. Enda má samkvæmt þeim einn aðili ráða yfir 12% kvótans, og því til viðbótar eiga 49,99% hlut í öllum hinum fyrirtækjunum sem ráða yfir þeim 88% sem út af standa. Þannig getur einn aðili átt hlutdeild í meira en helmingi kvótans sem árlega er úthlutað. Þessi túlkun á lögunum gengur þvert á anda þeirra. Endurskoða þarf lögin strax. Í skýrslu verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni sem ég átti sæti í, eru tillögur um breytingar á lögum um fiskveiðistjórnun þar sem fjallað er um tengda aðila. Fyrirmyndin er í lögum um fjármálamarkaði. Verkefnastjórnin leggur til að lögunum um fiskveiðistjórnun verði breytt þannig: Skilgreining á tengdum aðilum verði látin ná til hjóna, sambúðarfólks og barna þeirra. Ákveðin stjórnunartengsl milli fyrirtækja leiði til þess að fyrirtækin séu talin tengd nema sýnt sé fram á hið gagnstæða. Skilgreint verði hvað felst í raunverulegum yfirráðum. Aðilar sem ráða meira en 6% af aflahlutdeild eða 2,5% af krókaflahlutdeild skulu tilkynna til Fiskistofu áætlaðan samruna, kaup í félagi sem ræður yfir hlutdeild eða kaup á hlutdeild og koma kaupin ekki til framkvæmda nema samþykki Fiskistofu liggi fyrir. Fiskistofu verði veittar auknar heimildir til að afla gagna. En þessar breytingar eru ekki nóg. Í nýjum lögum um skráningu raunverulegra eigenda fyrirtækja er miðað við 25% beinan eða óbeinan eignarhlut til að aðilar teljast tengdir eða aðili teljist raunverulegur eigandi. Upplýsingar um raunverulega eigendur fyrirtækja eru ávallt aðgengilegar almenningi og ef sami háttur væri hafður á um fyrirtæki í sjávarútvegi og yfirráð yfir kvóta væri auðvelt að hafa eftirlit með því hvort farið er yfir 12% hámarkið. Meirihlutaeign, eins og er í núverandi lögum, er allt of rúmt viðmið og leiðir af sér samþjöppun og óheillaþróun í nýtingu fiskveiðiauðlindar þjóðarinnar. Samþjöppun leiðir af sér fábreytt útgerðarform, aukna kerfislæga áhættu og getur leitt til einokunar. Stór útgerðarfyrirtæki hér á landi eru í raun rekin sameiginlega og hafa samráð um veiðar, vinnslu og sölu afurða. Það er nauðsynlegt að vinna gegn slíkri samþjöppun og því að stóru útgerðarfyrirtækin verði svo stór að völd þeirra og áhrif í þjóðfélaginu verði óeðlileg og vinni gegn almannahag. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Alþingi Sjávarútvegur Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Tíu stærstu útgerðirnar fara með meira en helming kvótans og 20 stærstu meira en 70% kvótans. Ofan á þetta bætist svo eignarhald þessara útgerðarisa í öðrum útgerðum. Fyrir rúmum 20 árum voru samþykktar lagabreytingar sem ætlað var að vinna sérstaklega gegn samþjöppun aflahlutdeildar. Samþjöppun var talin skaðleg vegna mikilvægis fiskveiða fyrir íslenskan þjóðarbúskap. Yfirráð fárra yfir fiskveiðiauðlindinni myndi þýða meiri völd fárra í þjóðfélaginu en heilbrigt væri og of sterka stöðu þeirra gagnvart stjórnvöldum. Samþjöppun kæmi einnig í veg fyrir samkeppni og hamlaði nauðsynlegri endurnýjun. Þá var bent á að samþjöppun gæti beinlínis unnið gegn þjóðarhag, sérstaklega ef viðkomandi stæðu sig ekki í því að skapa sem mest verðmæti úr auðlindinni. Tilfærsla milli byggða myndi skaða sveitarfélög og tilfærsla milli útgerðarflokka gæti leitt til þess að minni útgerðir færu halloka. Á þessu öllu áttu lögin að taka. En lögin hafa ekki náð tilgangi sínum. Enda má samkvæmt þeim einn aðili ráða yfir 12% kvótans, og því til viðbótar eiga 49,99% hlut í öllum hinum fyrirtækjunum sem ráða yfir þeim 88% sem út af standa. Þannig getur einn aðili átt hlutdeild í meira en helmingi kvótans sem árlega er úthlutað. Þessi túlkun á lögunum gengur þvert á anda þeirra. Endurskoða þarf lögin strax. Í skýrslu verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni sem ég átti sæti í, eru tillögur um breytingar á lögum um fiskveiðistjórnun þar sem fjallað er um tengda aðila. Fyrirmyndin er í lögum um fjármálamarkaði. Verkefnastjórnin leggur til að lögunum um fiskveiðistjórnun verði breytt þannig: Skilgreining á tengdum aðilum verði látin ná til hjóna, sambúðarfólks og barna þeirra. Ákveðin stjórnunartengsl milli fyrirtækja leiði til þess að fyrirtækin séu talin tengd nema sýnt sé fram á hið gagnstæða. Skilgreint verði hvað felst í raunverulegum yfirráðum. Aðilar sem ráða meira en 6% af aflahlutdeild eða 2,5% af krókaflahlutdeild skulu tilkynna til Fiskistofu áætlaðan samruna, kaup í félagi sem ræður yfir hlutdeild eða kaup á hlutdeild og koma kaupin ekki til framkvæmda nema samþykki Fiskistofu liggi fyrir. Fiskistofu verði veittar auknar heimildir til að afla gagna. En þessar breytingar eru ekki nóg. Í nýjum lögum um skráningu raunverulegra eigenda fyrirtækja er miðað við 25% beinan eða óbeinan eignarhlut til að aðilar teljast tengdir eða aðili teljist raunverulegur eigandi. Upplýsingar um raunverulega eigendur fyrirtækja eru ávallt aðgengilegar almenningi og ef sami háttur væri hafður á um fyrirtæki í sjávarútvegi og yfirráð yfir kvóta væri auðvelt að hafa eftirlit með því hvort farið er yfir 12% hámarkið. Meirihlutaeign, eins og er í núverandi lögum, er allt of rúmt viðmið og leiðir af sér samþjöppun og óheillaþróun í nýtingu fiskveiðiauðlindar þjóðarinnar. Samþjöppun leiðir af sér fábreytt útgerðarform, aukna kerfislæga áhættu og getur leitt til einokunar. Stór útgerðarfyrirtæki hér á landi eru í raun rekin sameiginlega og hafa samráð um veiðar, vinnslu og sölu afurða. Það er nauðsynlegt að vinna gegn slíkri samþjöppun og því að stóru útgerðarfyrirtækin verði svo stór að völd þeirra og áhrif í þjóðfélaginu verði óeðlileg og vinni gegn almannahag. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun