Átta með svartar húfur en 23 appelsínugular Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. febrúar 2021 11:54 Kraftur afhendir fulltrúa Heilbrigðisráðherra undirskriftir vegna breytinga á skimun vegna brjóstakrabbameins Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson 31 kona afhentu aðstoðarmanni heilbrigðisráðherra rúmlega 37 þúsund undirskriftir fyrir utan heilbrigðisráðuneytið í Skógarhlíð í morgun. Um táknræna tölu er að ræða varðandi krabbamein en um er að ræða mótmæli við breytingum vegna brjóstaskimana hér á landi. Er þess krafist að ákvæðum um breyttan aldur í brjóstaskimun og breytingu á hve mörg ár líði á milli leghálsskimana verði endurskoðaðar. Dagurinn í dag var valinn því 4. febrúar er alþjóðadagur gegn krabbameinum. Konurnar voru 31 sem tóku sér stöðu en um táknræna tölu er að ræða. Á tímabilinu 2015-2019 greindust árlega að meðaltali 31 kona á aldrinum 40-49 ára með brjóstakrabbamein. Iðunn Garðarsdóttir, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, með undirskriftabunkann.Vísir/Vilhelm „Áætla má með að þriðjungur þeirra meina greinist í skimun,“ segir í tilkynningu frá Krafti. „Ef að aldurinn yrði hækkaður upp í 50 ár myndi það þýða að þriðjungur kvenna greindist seinna.“ Til að sýna þetta myndrænt tók 31 kona sem greinst hefur með brjóstakrabbamein sér stöðu fyrir utan heilbrigðisráðuneytið við afhendingu listans. Þriðjungur kvennanna bar þá svarta húfu en restin appelsínugula. „Þannig birtist táknmynd kvenna sem greinast með krabbamein fyrir fimmtugt og þeirra sem myndu jafnvel ekki greinast fyrr en það yrði of seint.“ Elín Sandra Skúladóttir, formaður Krafts, og Jónína Edda Sævarsdóttir, forsprakki undirskriftarsöfnunarinnar afhentu undirskriftarlistann, fyrir hönd hópsins.Vísir/Vilhelm Elín Sandra Skúladóttir, formaður Krafts, og Jónína Edda Sævarsdóttir, forsprakki undirskriftarsöfnunarinnar afhentu undirskriftarlistann, fyrir hönd hópsins. Breytingarnar áttu að taka gildi um áramótin þar sem konur yfir fimmtugu yrðu boðaðar í skimun fyrir brjóstakrabbameini en áður var miðað við fjörutíu ára aldur. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur síðan ákveðið að fresta gildistöku breytinganna og telur að skýra þurfi nánar tilganginn. Afhending undirskriftanna.vísir/Vilhelm „Eftir að hafa misst móður mína og ömmu báðar úr krabbameini ásamt því að konur mér nærri hafi greinst með krabbamein fyrir fertugt gat ég ekki hugsað mér að sitja hjá og horfa á þessar breytingar á skimunum kvenna. Mér fannst ég verða að gera eitthvað og þá datt mér í hug að setja af stað undirskriftalista til að mótmæla breytingunum,“ segir Jónína Edda. „Brjóstakrabbamein er algengasta krabbameinið hjá konum. Á tímabilinu 2015-2019 greindust árlega að meðaltali 31 kona á aldrinum 40-49 ára með brjóstakrabbamein. Áætla má með að þriðjungur þeirra meina greinist í skimun. Ef að aldurinn yrði hækkaður upp í 50 ár myndi það þýða að þriðjungur kvenna greindist seinna. Það gæti haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir þær konur og nokkuð ljóst að í einhverjum tilfellum munu þær ekki lifa það af,“ segir Elín. Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Sjá meira
Er þess krafist að ákvæðum um breyttan aldur í brjóstaskimun og breytingu á hve mörg ár líði á milli leghálsskimana verði endurskoðaðar. Dagurinn í dag var valinn því 4. febrúar er alþjóðadagur gegn krabbameinum. Konurnar voru 31 sem tóku sér stöðu en um táknræna tölu er að ræða. Á tímabilinu 2015-2019 greindust árlega að meðaltali 31 kona á aldrinum 40-49 ára með brjóstakrabbamein. Iðunn Garðarsdóttir, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, með undirskriftabunkann.Vísir/Vilhelm „Áætla má með að þriðjungur þeirra meina greinist í skimun,“ segir í tilkynningu frá Krafti. „Ef að aldurinn yrði hækkaður upp í 50 ár myndi það þýða að þriðjungur kvenna greindist seinna.“ Til að sýna þetta myndrænt tók 31 kona sem greinst hefur með brjóstakrabbamein sér stöðu fyrir utan heilbrigðisráðuneytið við afhendingu listans. Þriðjungur kvennanna bar þá svarta húfu en restin appelsínugula. „Þannig birtist táknmynd kvenna sem greinast með krabbamein fyrir fimmtugt og þeirra sem myndu jafnvel ekki greinast fyrr en það yrði of seint.“ Elín Sandra Skúladóttir, formaður Krafts, og Jónína Edda Sævarsdóttir, forsprakki undirskriftarsöfnunarinnar afhentu undirskriftarlistann, fyrir hönd hópsins.Vísir/Vilhelm Elín Sandra Skúladóttir, formaður Krafts, og Jónína Edda Sævarsdóttir, forsprakki undirskriftarsöfnunarinnar afhentu undirskriftarlistann, fyrir hönd hópsins. Breytingarnar áttu að taka gildi um áramótin þar sem konur yfir fimmtugu yrðu boðaðar í skimun fyrir brjóstakrabbameini en áður var miðað við fjörutíu ára aldur. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur síðan ákveðið að fresta gildistöku breytinganna og telur að skýra þurfi nánar tilganginn. Afhending undirskriftanna.vísir/Vilhelm „Eftir að hafa misst móður mína og ömmu báðar úr krabbameini ásamt því að konur mér nærri hafi greinst með krabbamein fyrir fertugt gat ég ekki hugsað mér að sitja hjá og horfa á þessar breytingar á skimunum kvenna. Mér fannst ég verða að gera eitthvað og þá datt mér í hug að setja af stað undirskriftalista til að mótmæla breytingunum,“ segir Jónína Edda. „Brjóstakrabbamein er algengasta krabbameinið hjá konum. Á tímabilinu 2015-2019 greindust árlega að meðaltali 31 kona á aldrinum 40-49 ára með brjóstakrabbamein. Áætla má með að þriðjungur þeirra meina greinist í skimun. Ef að aldurinn yrði hækkaður upp í 50 ár myndi það þýða að þriðjungur kvenna greindist seinna. Það gæti haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir þær konur og nokkuð ljóst að í einhverjum tilfellum munu þær ekki lifa það af,“ segir Elín.
Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Sjá meira