Landsbyggðaskattur á kostnað heilsu Díana Jóhannsdóttir og Sif Huld Albertsdóttir skrifa 3. febrúar 2021 11:31 Ferðakostnaður vegna tannréttinga Á Ísafirði hefur um langt skeið komið tannréttingasérfræðingur sem hefur sinnt svæðinu og hafa foreldrar þannig getað sparað sér ferðir suður til að leita eftir þessari sérfræðiþjónustu. Nú hefur orðið sú breyting á að þessari þjónustu hefur verið hætt og munu því allir á norðanverðum Vestfjörðum nú að leita suður eða annað eftir þessari sérfræðilæknisþjónustu. Almennt eru greiddur ferðakostnaður vegna tveggja ferða á ári til að leita sjúkdómsmeðferðar sem ekki er í boði á heimaslóðum samkvæmt reglugerð um ferðakostnað innanlands nr. 1140/2019. Tannréttingar falla undir þetta, en þó aðeins skv. ákveðnum skilyrðum. Þannig er ferðakostnaður vegna ferða í tannréttingar aðeins greiddur ef einstaklingurinn er komin með „föst tæki“ og ekki fyrr. Það er sem sagt ekki greiddur ferðakostnaður fyrr en einstaklingur er komin með spangir. Allar aðrar tannréttingar falla því ekki undir skilgreiningu hins opinbera og því er ferðakostnaður ekki greiddur af hinu opinbera. Mörg börn þurfa að fara í svokallaðar „fortannréttingar“ sem fela í sér góm, gómspennur eða annað sem svo sannarlega kallar á ferðir til tannréttingarsérfræðings, þessi börn eiga ekki rétt á að fá ferðir sínar greiddar miðað við núverandi fyrirkomulag. Landsbyggðarskattur Þegar við skoðum þetta nánar og rýnum í „smáatriðin“ þá finnst ýmislegt áhugavert. Þegar þörf er á læknismeðferð utan heimabyggðar þarftu samkvæmt reglugerð um greiðsluþáttöku sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu nr. 1248/2019, að greiða 1.435 kr. fyrir ferðavottorð hjá heimilislækni til að komast til sérfræðilæknis til að fá endurgreidda ferðina frá sjúkratryggingum. Þá þarf einnig að greiða sjúkratryggingum 1.500 kr. fyrir hverja ferð sem sótt er um endurgreiðslu á. Því þarf einstaklingur út á landi sem leitar heilbrigðisþjónustu utan heimabyggðar að greiða 2.935 kr. og er það ekkert annað en landsbyggðarskattur. Einfalt reikningsdæmi þar sem horft er á einstakling sem býr í Grindavík sem leitar sérfræðilæknis í Reykjavík, það eru 51 km aðra leið 102 km báðar leiðir, þar sem í reglugerð 1140/2019 er tekið fram að langar ferðir séu a.m.k. 20 km vegalengd milli staða, sjúkratryggingar greiða fyrir hvern ekinn km 31,61 kr. gerir það 3.224 kr., sem endurgreiðslan væri en þá á eftir að taka inn í dæmið þá kostnaðarliði sem nefndir eru hér að ofan, það er 2.935 kr. þannig að þegar uppi er staðið ertu að fá 289 kr. fyrir bensíni báðar leiðir. Svo virðist sem settar séu reglugerðir og lög án þess að meta áhrif þeirra og hvernig kostnaður er fluttur frá hinu opinbera yfir á almenning. Það virðist því miður vera þannig að þeir sem setja reglurnar og þurfa ekki á þessari þjónustu að halda geri sér ekki grein fyrir þeim kostnaði sem þeir velta yfir á landsbyggðina. Íslendingar eiga að hafa sama aðgang að heilbrigðisþjónustu óháð búsetu, en kostnaður vegna hennar er sífellt velt yfir á íbúa landsbyggðarinnar með reglugerðum. Að þessum kostnaði undanskildum situr fólk af landbyggðinni einnig uppi með dvalarkostnað og vinnutap, en það er líklega efni í annan pistil. Höfundar þessara pistils eru mæður barna á Ísafirði sem völdu sér að búa út á landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Byggðamál Heilbrigðismál Börn og uppeldi Ísafjarðarbær Sif Huld Albertsdóttir Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Sjá meira
Ferðakostnaður vegna tannréttinga Á Ísafirði hefur um langt skeið komið tannréttingasérfræðingur sem hefur sinnt svæðinu og hafa foreldrar þannig getað sparað sér ferðir suður til að leita eftir þessari sérfræðiþjónustu. Nú hefur orðið sú breyting á að þessari þjónustu hefur verið hætt og munu því allir á norðanverðum Vestfjörðum nú að leita suður eða annað eftir þessari sérfræðilæknisþjónustu. Almennt eru greiddur ferðakostnaður vegna tveggja ferða á ári til að leita sjúkdómsmeðferðar sem ekki er í boði á heimaslóðum samkvæmt reglugerð um ferðakostnað innanlands nr. 1140/2019. Tannréttingar falla undir þetta, en þó aðeins skv. ákveðnum skilyrðum. Þannig er ferðakostnaður vegna ferða í tannréttingar aðeins greiddur ef einstaklingurinn er komin með „föst tæki“ og ekki fyrr. Það er sem sagt ekki greiddur ferðakostnaður fyrr en einstaklingur er komin með spangir. Allar aðrar tannréttingar falla því ekki undir skilgreiningu hins opinbera og því er ferðakostnaður ekki greiddur af hinu opinbera. Mörg börn þurfa að fara í svokallaðar „fortannréttingar“ sem fela í sér góm, gómspennur eða annað sem svo sannarlega kallar á ferðir til tannréttingarsérfræðings, þessi börn eiga ekki rétt á að fá ferðir sínar greiddar miðað við núverandi fyrirkomulag. Landsbyggðarskattur Þegar við skoðum þetta nánar og rýnum í „smáatriðin“ þá finnst ýmislegt áhugavert. Þegar þörf er á læknismeðferð utan heimabyggðar þarftu samkvæmt reglugerð um greiðsluþáttöku sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu nr. 1248/2019, að greiða 1.435 kr. fyrir ferðavottorð hjá heimilislækni til að komast til sérfræðilæknis til að fá endurgreidda ferðina frá sjúkratryggingum. Þá þarf einnig að greiða sjúkratryggingum 1.500 kr. fyrir hverja ferð sem sótt er um endurgreiðslu á. Því þarf einstaklingur út á landi sem leitar heilbrigðisþjónustu utan heimabyggðar að greiða 2.935 kr. og er það ekkert annað en landsbyggðarskattur. Einfalt reikningsdæmi þar sem horft er á einstakling sem býr í Grindavík sem leitar sérfræðilæknis í Reykjavík, það eru 51 km aðra leið 102 km báðar leiðir, þar sem í reglugerð 1140/2019 er tekið fram að langar ferðir séu a.m.k. 20 km vegalengd milli staða, sjúkratryggingar greiða fyrir hvern ekinn km 31,61 kr. gerir það 3.224 kr., sem endurgreiðslan væri en þá á eftir að taka inn í dæmið þá kostnaðarliði sem nefndir eru hér að ofan, það er 2.935 kr. þannig að þegar uppi er staðið ertu að fá 289 kr. fyrir bensíni báðar leiðir. Svo virðist sem settar séu reglugerðir og lög án þess að meta áhrif þeirra og hvernig kostnaður er fluttur frá hinu opinbera yfir á almenning. Það virðist því miður vera þannig að þeir sem setja reglurnar og þurfa ekki á þessari þjónustu að halda geri sér ekki grein fyrir þeim kostnaði sem þeir velta yfir á landsbyggðina. Íslendingar eiga að hafa sama aðgang að heilbrigðisþjónustu óháð búsetu, en kostnaður vegna hennar er sífellt velt yfir á íbúa landsbyggðarinnar með reglugerðum. Að þessum kostnaði undanskildum situr fólk af landbyggðinni einnig uppi með dvalarkostnað og vinnutap, en það er líklega efni í annan pistil. Höfundar þessara pistils eru mæður barna á Ísafirði sem völdu sér að búa út á landi.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun