Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar 11. nóvember 2025 17:01 Vetur konungur minnti á sig fyrir skemmstu þegar snjó kyngdi niður á suðvesturhorninu. Í skammdeginu skapa snjór og myrkur aðstæður sem krefjast varúðar, hvort sem þú ert að keyra, hjóla, ganga eða njóta útivistar. Í þessum aðstæðum er sýnileiki allra vegfarenda lykilatriði og að ökumenn sjái vel út. Skammsýni þeirra sem láta sér duga að dusta aðeins snjóinn af rúðunum getur reynst hættuleg. Slys hafa orðið þar sem ökumenn sjá ekki gangandi vegfarendur vegna hélaðra rúða sem ekki var búið að skafa nægilega vel. Einnig eru dæmi um óhöpp vegna snjós sem rann ofan af bílþaki og hrundi fyrir framrúðuna í miðjum akstri. Slys eins og þessi er hægt að koma í veg fyrir með því að gefa sér tíma til að skafa og hreinsa snjóinn áður en við leggjum í hann. 80 útköll á einum degi Þriðjudagurinn 28. október líður seint úr manna minnum, enda var það sérlega strembinn ófærðardagur á höfuðborgarsvæðinu og vakti hann marga til umhugsunar um vetrarforvarnir. Bílar sátu fastir á stofnbrautum og í húsagötum því margir voru ennþá á sumarhjólbörðum. Slitin heilsársdekk voru ekki að gera gott mót heldur og minntu marga á að fylgjast vel með ástandi dekkja á bílum sínum. Að sögn viðbragðsaðila voru 80 útköll vegna árekstra þennan dag á höfuðborgarsvæðinu en það er sami fjöldi og í meðalviku. Tilkynningar um óhöpp til tryggingarfélaga voru fleiri og ljóst að heildarfjöldi árekstra þennan dag verður talinn í hundruðum. Nýtum tímann vel nú meðan snjólítið er til þess að skipta yfir á góð vetrardekk. Munum að mynsturdýpt á að vera a.m.k. 3mm og dekkin þverskorin svo þau hafi gott grip við íslenskar aðstæður. Í svörtum fötum Endurskinsmerki auka sýnileika margfalt og hafa sumar rannsóknir sýnt að ökumenn sjái manneskju með endurskinsmerki allt að fimm sinnum fyrr samanborið við þá sem ekki nota endurskinsmerki. Í myrkrinu getur verið erfitt að greina liti því mannsaugað treystir á ljós, svartir og dökkir litir birtast okkur sem djúpir skuggar. Víða er hægt að nálgast ókeypis endurskinsmerki og ættu börn og fullorðnir að verða sér úti um nokkur stykki. Endurskinsmerki verða í boði í öllum útibúum Varðar og Arion banka í vetur meðan birgðir endast. Vetrarumferð á göngu- og hjólastígum Á dimmustu dögum vetrarins ætti útivistarfólk að nota endurskinsmerki, endurskinsvesti og borða á fatnaði sem endurvarpar ljósi vel. Hjólreiðafólk ætti að vera með ljós bæði að framan og aftan á hjólum og beina framgeislanum niður á stíginn svo aðrir blindist ekki. Ef mögulegt er skal halda sig við vel upplýst svæðum sem eru hálkuvarin. Þau sem hlaupa úti á veturna geta fjárfest í sérstökum negldum hlaupaskóm sem er góð hálkuvörn. Í dag er líka til mikið úrval af léttum og einföldum mannbroddum sem auðvelt er að skella undir skóbúnað þegar fólk þarf að ganga í hálku. Á hverju ári dettur fjöldi fólks á öllum aldri í hálku og slasast. Einfaldir mannbroddar geta dregið verulega úr slíkri hættu. Birgjum okkur upp af salti og sandi Það er afskaplega vont að detta í hálku en við getum a.m.k. séð til þess að ekki sé sleipt fyrir utan hjá okkur. Salt er góð lausn til að vinna á hálku en virkni saltsins er þannig að það lækkar frostmark vatnsins og leysir klakann upp ef svo má segja. Sandurinn virkar vel líka en hann eykur viðnám íssins og gefur meira grip. Á mörgum þjónustustöðvum sveitarfélaga er hægt að fá salt og sand í kistum, en einnig er hægt að versla í byggingavöruverslunum. Innkeyrslur, inngangar, tröppur og brekkur eru staðir sem hús- og fyrirtækjaeigendur eiga að moka, salta eða sanda reglulega. Verum sýnileg í vetur og horfum glöð fram á veginn með allar bílrúður hreinar. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum hf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjúkratryggingar Tryggingar Umferðaröryggi Samgönguslys Ágúst Mogensen Slysavarnir Mest lesið Halldór 13.12.2025 Halldór Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Vetur konungur minnti á sig fyrir skemmstu þegar snjó kyngdi niður á suðvesturhorninu. Í skammdeginu skapa snjór og myrkur aðstæður sem krefjast varúðar, hvort sem þú ert að keyra, hjóla, ganga eða njóta útivistar. Í þessum aðstæðum er sýnileiki allra vegfarenda lykilatriði og að ökumenn sjái vel út. Skammsýni þeirra sem láta sér duga að dusta aðeins snjóinn af rúðunum getur reynst hættuleg. Slys hafa orðið þar sem ökumenn sjá ekki gangandi vegfarendur vegna hélaðra rúða sem ekki var búið að skafa nægilega vel. Einnig eru dæmi um óhöpp vegna snjós sem rann ofan af bílþaki og hrundi fyrir framrúðuna í miðjum akstri. Slys eins og þessi er hægt að koma í veg fyrir með því að gefa sér tíma til að skafa og hreinsa snjóinn áður en við leggjum í hann. 80 útköll á einum degi Þriðjudagurinn 28. október líður seint úr manna minnum, enda var það sérlega strembinn ófærðardagur á höfuðborgarsvæðinu og vakti hann marga til umhugsunar um vetrarforvarnir. Bílar sátu fastir á stofnbrautum og í húsagötum því margir voru ennþá á sumarhjólbörðum. Slitin heilsársdekk voru ekki að gera gott mót heldur og minntu marga á að fylgjast vel með ástandi dekkja á bílum sínum. Að sögn viðbragðsaðila voru 80 útköll vegna árekstra þennan dag á höfuðborgarsvæðinu en það er sami fjöldi og í meðalviku. Tilkynningar um óhöpp til tryggingarfélaga voru fleiri og ljóst að heildarfjöldi árekstra þennan dag verður talinn í hundruðum. Nýtum tímann vel nú meðan snjólítið er til þess að skipta yfir á góð vetrardekk. Munum að mynsturdýpt á að vera a.m.k. 3mm og dekkin þverskorin svo þau hafi gott grip við íslenskar aðstæður. Í svörtum fötum Endurskinsmerki auka sýnileika margfalt og hafa sumar rannsóknir sýnt að ökumenn sjái manneskju með endurskinsmerki allt að fimm sinnum fyrr samanborið við þá sem ekki nota endurskinsmerki. Í myrkrinu getur verið erfitt að greina liti því mannsaugað treystir á ljós, svartir og dökkir litir birtast okkur sem djúpir skuggar. Víða er hægt að nálgast ókeypis endurskinsmerki og ættu börn og fullorðnir að verða sér úti um nokkur stykki. Endurskinsmerki verða í boði í öllum útibúum Varðar og Arion banka í vetur meðan birgðir endast. Vetrarumferð á göngu- og hjólastígum Á dimmustu dögum vetrarins ætti útivistarfólk að nota endurskinsmerki, endurskinsvesti og borða á fatnaði sem endurvarpar ljósi vel. Hjólreiðafólk ætti að vera með ljós bæði að framan og aftan á hjólum og beina framgeislanum niður á stíginn svo aðrir blindist ekki. Ef mögulegt er skal halda sig við vel upplýst svæðum sem eru hálkuvarin. Þau sem hlaupa úti á veturna geta fjárfest í sérstökum negldum hlaupaskóm sem er góð hálkuvörn. Í dag er líka til mikið úrval af léttum og einföldum mannbroddum sem auðvelt er að skella undir skóbúnað þegar fólk þarf að ganga í hálku. Á hverju ári dettur fjöldi fólks á öllum aldri í hálku og slasast. Einfaldir mannbroddar geta dregið verulega úr slíkri hættu. Birgjum okkur upp af salti og sandi Það er afskaplega vont að detta í hálku en við getum a.m.k. séð til þess að ekki sé sleipt fyrir utan hjá okkur. Salt er góð lausn til að vinna á hálku en virkni saltsins er þannig að það lækkar frostmark vatnsins og leysir klakann upp ef svo má segja. Sandurinn virkar vel líka en hann eykur viðnám íssins og gefur meira grip. Á mörgum þjónustustöðvum sveitarfélaga er hægt að fá salt og sand í kistum, en einnig er hægt að versla í byggingavöruverslunum. Innkeyrslur, inngangar, tröppur og brekkur eru staðir sem hús- og fyrirtækjaeigendur eiga að moka, salta eða sanda reglulega. Verum sýnileg í vetur og horfum glöð fram á veginn með allar bílrúður hreinar. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum hf.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun