Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar 11. nóvember 2025 07:01 HMS hefur lagt fram vegvísi þar sem m.a. er fjallað um breytingar á eftirliti með mannvirkjagerð. Vegvísinn er að finna á heimasíðu stofnunarinnar en þar koma fram vel skilgreind markmið ásamt aðgerðaráætlun. Vegvísirinn var unninn í samráði við hagaðila. Meginástæða þess að stofnunin telur nauðsynlegt að gera breytingar á eftirlitinu er að: „Núverandi fyrirkomulag byggingaeftirlits tryggir hvorki skilvirkni né gæði í mannvirkjagerð auk þess sem neytendavernd er ekki nægjanleg“. Þetta eru alvarlegar fullyrðingar eftirlitsstjórnvalds sem lýsir ástandi málaflokks sem það ber ábyrgð á. Ljóst er að fram hefur farið heiðarleg og sönn greining á ástandinu og það er til eftirbreytni. Í viðtali við varaformann Félags byggingafulltrúa í Morgunblaðinu 3. nóvember 2025 virðist örla á áhyggjum af fyrirætlunum HMS. Meginþema tillagnanna er að allt eftirlitið skuli gert hæft og hlutlaust og að það skuli því unnið af hlutlausum skoðunarstofum m.a. svo hagsmunaárekstrar verði ekki milli aðila sem vinna að gerð mannvirkja. Þegar fjallað er um skipulag opinbers eftirlits þurfa eftirlitsreglur að byggja á jafnræði, meðalhólfi, gegnsæi, trausti o.s.frv. Skipulagið þarf að vera einfalt þannig að það þjóni tilgangi sínum sem best. Í tillögum HMS er tekið tillit til þessa með því að eftirlitið á að vera byggt á áhættumati og það á að vera í höndum hlutlausra skoðunarstofa. Með því er framkvæmd skoðana færð frá stjórnvaldinu til óháðra sérfræðinga sem vinna samkvæmt lögum, reglum, samhæfðum túlkunum og skoðunaraðferðum. Slík leið gefur miklum mun betra færi á samhæfingu skoðana auk þess sem unnt verður bæði að meta frammistöðu einstakra skoðunarmanna og safna nauðsynlegum upplýsingum um einstaka verktaka. Samræmdar niðurstöður sem safnað er í einn gagnagrunn verða fyrir vikið endalaus brunnur mikilvægra upplýsinga um stöðu byggingariðnaðarins í heild. Veikleiki vegvísisins er að hugtakið „hlutlaus“ er ekki skilgreint né er því lýst á hvaða hátt hlutleysi skoðunarstofa og skoðunarmanna skuli tryggt og á hvern hátt hægt verði að fylgjast með því að hlutleysinu verði haldið, við hverja einustu skoðun. Ekki er gerð grein fyrir því hvernig hæfni skoðunarmanna og skoðunarstofa skuli tryggð og viðhaldið. Í lögum um mannvirki er hugtakið skoðunarstofa þannig skilgreint að undir það fellur „skoðunarstofa sem hefur faggildingu og starfsleyfi samkvæmt ákvæðum laga þessara og laga nr. 24/2006, um faggildingu o.fl., til að annast tiltekin verkefni á sviði byggingareftirlits.“ Þar sem hugtakið faggilding og tilgangur hennar er lítt þekkt hér á landi þrátt fyrir langa notkun er rétt að gera nánari grein fyrir henni. Í stuttu máli er faggilding verkfæri sem tryggir m.a. hlutleysi og hæfi skoðunarstofa, vottunarstofa og prófunarstofa (rannsóknarstofa). Faggilding er framkvæmd af faggildingarstofnun sem hér á landi er Faggildingarsvið Hugverkastofu, skammstafað ISAC (sjá á vefslóðinni https://island.is/s/faggilding). Starfsemi ISAC byggir á alþjóðlegum stöðlum og evrópskri reglugerð sem hefur verið innleidd hér á landi. Vegna skuldbindinga samkvæmt EES-samningnum er Íslandi skylt að starfrækja faggildingarstofnun. ISAC er aðili að Samtökum evrópskra faggildingaraðila (EA) auk alþjóðasamtaka faggidingaraðila, IAF og GLOBAC. Starfsemi ISAC er tekin út þriðja hvert ár af EA og er starfsemin þá greind í þaula. Standist ISAC úttektina öðlast stofnunin evrópska viðurkenningu og er því jafngild faggildingarstofnunum í öðrum EES-ríikjum. Um þessar mundir starfa á Íslandi 20 faggiltir aðilar, t.d. á vettvangi bifreiðaskoðana, skoðun raffanga, og á sviði lögmælifærði og rannsókna. Til dæmis er það faggiltur aðili sem gengur úr skugga um að vogir í matvöruverslunum og bensíndælur skili neytandanum réttu magni. Faggiltum skoðunarstofum er gert að vinna samkvæmt viðeigandi stöðlum. Í stöðlunum eru gerðar strangar og skýrar kröfur um hlutleysi og hæfni skoðunarmanna og skoðunarstofa auk innri gæðatryggingarkerfa og krafna um öll önnur aðföng sem notuð eru við skoðanirnar. Sem dæmi má nefna er faggiltum skoðunarstofum er skylt að fylgjast með hugsanlegum hagsmunaárekstrum einstakra skoðunarmanna við hverja skoðun sem þeir framkvæma. ISAC tekur starfsemi skoðunarstofanna út minnst árlega og oftar ef þörf krefur en í slíkum úttektum er m.a. farið yfir gögn og skoðunarmönnum fylgt í skoðanir. Faggilding er alþjóðlegt kerfi sem er nýtt um allan heim til þess að tryggja öryggi, heilsu og umhverfi fólks. Í þeim löndum sem við höfum borið okkur saman við er faggilding nýtt í ríkum mæli. Innan eftirlitskerfa sem byggja á evrópurétti er faggilding að verða eina haldbæra aðferðin sem nýtt er til þess að tryggja hæfi og hæfni og samræmi eftirlitskerfa. Með nýtingu faggildingar og þeirra öguðu vinnubragða sem faggilding krefst er unnt að skipuleggja eftirlit með mannvirkjum þannig að það verði samræmt um allt land og á sama verði. Við breytingar á eftirlitskerfi innan mannvirkjagerðar er eðlilegt að gerð verði krafa um að skoðunarstofur verði faggiltar og vinni samkvæmt viðeigandi faggildingarstöðlum auk þess að fylgja þeim lögum og reglum sem um mannvirkjagerð fjalla, enda kerfið margreynt hér á landi. Með faggildingu er unnt að tryggja að gegnsæi verði viðhaft og hæfi og að hlutleysi haldið. Verði ekki gerð krafa um faggildingu hlýtur HMS að verða að byggja upp eigið kerfi til þess að ná sama árangri. Tekið skal fram að skoðunarstofur geta ekki farið með hlutverk stjórnvalds, í þessu tilfelli byggingafulltrúa og HMS, heldur aðeins framkvæmt skoðanir í umboði stjórnvalds og í samræmi við fyrirmæli, lög, reglur, túlkanir og skoðunaraðferðir sem stjórnvaldið velur. Um skoðunina er unnin skýrsla sem stjórnvaldið leggur til grundvallar og byggir ákvarðanir sínar á. Áhyggjur varaformanns byggingafulltrúa, sem vísað er til hér að framan, er skiljanlegar þar sem í vegvísi HMS er ekki gerð grein fyrir því á hvaða hátt hlutleysi og hæfni verður tryggt í nýju fyrirkomulagi. Hér að framan hefur verið gerð tilraun í afar stuttu máli til þess að lýsa því á hvaða hátt væri hægt að tryggja hæfi og hlutleysi skoðunarstofa með því að nota aðferðir og kerfi sem fyrir eru í landinu sem byggja á alþjóðlegum stöðlum og góð reynsla er af. Höfundur er formaður Faggildingarráðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Mest lesið Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Sjá meira
HMS hefur lagt fram vegvísi þar sem m.a. er fjallað um breytingar á eftirliti með mannvirkjagerð. Vegvísinn er að finna á heimasíðu stofnunarinnar en þar koma fram vel skilgreind markmið ásamt aðgerðaráætlun. Vegvísirinn var unninn í samráði við hagaðila. Meginástæða þess að stofnunin telur nauðsynlegt að gera breytingar á eftirlitinu er að: „Núverandi fyrirkomulag byggingaeftirlits tryggir hvorki skilvirkni né gæði í mannvirkjagerð auk þess sem neytendavernd er ekki nægjanleg“. Þetta eru alvarlegar fullyrðingar eftirlitsstjórnvalds sem lýsir ástandi málaflokks sem það ber ábyrgð á. Ljóst er að fram hefur farið heiðarleg og sönn greining á ástandinu og það er til eftirbreytni. Í viðtali við varaformann Félags byggingafulltrúa í Morgunblaðinu 3. nóvember 2025 virðist örla á áhyggjum af fyrirætlunum HMS. Meginþema tillagnanna er að allt eftirlitið skuli gert hæft og hlutlaust og að það skuli því unnið af hlutlausum skoðunarstofum m.a. svo hagsmunaárekstrar verði ekki milli aðila sem vinna að gerð mannvirkja. Þegar fjallað er um skipulag opinbers eftirlits þurfa eftirlitsreglur að byggja á jafnræði, meðalhólfi, gegnsæi, trausti o.s.frv. Skipulagið þarf að vera einfalt þannig að það þjóni tilgangi sínum sem best. Í tillögum HMS er tekið tillit til þessa með því að eftirlitið á að vera byggt á áhættumati og það á að vera í höndum hlutlausra skoðunarstofa. Með því er framkvæmd skoðana færð frá stjórnvaldinu til óháðra sérfræðinga sem vinna samkvæmt lögum, reglum, samhæfðum túlkunum og skoðunaraðferðum. Slík leið gefur miklum mun betra færi á samhæfingu skoðana auk þess sem unnt verður bæði að meta frammistöðu einstakra skoðunarmanna og safna nauðsynlegum upplýsingum um einstaka verktaka. Samræmdar niðurstöður sem safnað er í einn gagnagrunn verða fyrir vikið endalaus brunnur mikilvægra upplýsinga um stöðu byggingariðnaðarins í heild. Veikleiki vegvísisins er að hugtakið „hlutlaus“ er ekki skilgreint né er því lýst á hvaða hátt hlutleysi skoðunarstofa og skoðunarmanna skuli tryggt og á hvern hátt hægt verði að fylgjast með því að hlutleysinu verði haldið, við hverja einustu skoðun. Ekki er gerð grein fyrir því hvernig hæfni skoðunarmanna og skoðunarstofa skuli tryggð og viðhaldið. Í lögum um mannvirki er hugtakið skoðunarstofa þannig skilgreint að undir það fellur „skoðunarstofa sem hefur faggildingu og starfsleyfi samkvæmt ákvæðum laga þessara og laga nr. 24/2006, um faggildingu o.fl., til að annast tiltekin verkefni á sviði byggingareftirlits.“ Þar sem hugtakið faggilding og tilgangur hennar er lítt þekkt hér á landi þrátt fyrir langa notkun er rétt að gera nánari grein fyrir henni. Í stuttu máli er faggilding verkfæri sem tryggir m.a. hlutleysi og hæfi skoðunarstofa, vottunarstofa og prófunarstofa (rannsóknarstofa). Faggilding er framkvæmd af faggildingarstofnun sem hér á landi er Faggildingarsvið Hugverkastofu, skammstafað ISAC (sjá á vefslóðinni https://island.is/s/faggilding). Starfsemi ISAC byggir á alþjóðlegum stöðlum og evrópskri reglugerð sem hefur verið innleidd hér á landi. Vegna skuldbindinga samkvæmt EES-samningnum er Íslandi skylt að starfrækja faggildingarstofnun. ISAC er aðili að Samtökum evrópskra faggildingaraðila (EA) auk alþjóðasamtaka faggidingaraðila, IAF og GLOBAC. Starfsemi ISAC er tekin út þriðja hvert ár af EA og er starfsemin þá greind í þaula. Standist ISAC úttektina öðlast stofnunin evrópska viðurkenningu og er því jafngild faggildingarstofnunum í öðrum EES-ríikjum. Um þessar mundir starfa á Íslandi 20 faggiltir aðilar, t.d. á vettvangi bifreiðaskoðana, skoðun raffanga, og á sviði lögmælifærði og rannsókna. Til dæmis er það faggiltur aðili sem gengur úr skugga um að vogir í matvöruverslunum og bensíndælur skili neytandanum réttu magni. Faggiltum skoðunarstofum er gert að vinna samkvæmt viðeigandi stöðlum. Í stöðlunum eru gerðar strangar og skýrar kröfur um hlutleysi og hæfni skoðunarmanna og skoðunarstofa auk innri gæðatryggingarkerfa og krafna um öll önnur aðföng sem notuð eru við skoðanirnar. Sem dæmi má nefna er faggiltum skoðunarstofum er skylt að fylgjast með hugsanlegum hagsmunaárekstrum einstakra skoðunarmanna við hverja skoðun sem þeir framkvæma. ISAC tekur starfsemi skoðunarstofanna út minnst árlega og oftar ef þörf krefur en í slíkum úttektum er m.a. farið yfir gögn og skoðunarmönnum fylgt í skoðanir. Faggilding er alþjóðlegt kerfi sem er nýtt um allan heim til þess að tryggja öryggi, heilsu og umhverfi fólks. Í þeim löndum sem við höfum borið okkur saman við er faggilding nýtt í ríkum mæli. Innan eftirlitskerfa sem byggja á evrópurétti er faggilding að verða eina haldbæra aðferðin sem nýtt er til þess að tryggja hæfi og hæfni og samræmi eftirlitskerfa. Með nýtingu faggildingar og þeirra öguðu vinnubragða sem faggilding krefst er unnt að skipuleggja eftirlit með mannvirkjum þannig að það verði samræmt um allt land og á sama verði. Við breytingar á eftirlitskerfi innan mannvirkjagerðar er eðlilegt að gerð verði krafa um að skoðunarstofur verði faggiltar og vinni samkvæmt viðeigandi faggildingarstöðlum auk þess að fylgja þeim lögum og reglum sem um mannvirkjagerð fjalla, enda kerfið margreynt hér á landi. Með faggildingu er unnt að tryggja að gegnsæi verði viðhaft og hæfi og að hlutleysi haldið. Verði ekki gerð krafa um faggildingu hlýtur HMS að verða að byggja upp eigið kerfi til þess að ná sama árangri. Tekið skal fram að skoðunarstofur geta ekki farið með hlutverk stjórnvalds, í þessu tilfelli byggingafulltrúa og HMS, heldur aðeins framkvæmt skoðanir í umboði stjórnvalds og í samræmi við fyrirmæli, lög, reglur, túlkanir og skoðunaraðferðir sem stjórnvaldið velur. Um skoðunina er unnin skýrsla sem stjórnvaldið leggur til grundvallar og byggir ákvarðanir sínar á. Áhyggjur varaformanns byggingafulltrúa, sem vísað er til hér að framan, er skiljanlegar þar sem í vegvísi HMS er ekki gerð grein fyrir því á hvaða hátt hlutleysi og hæfni verður tryggt í nýju fyrirkomulagi. Hér að framan hefur verið gerð tilraun í afar stuttu máli til þess að lýsa því á hvaða hátt væri hægt að tryggja hæfi og hlutleysi skoðunarstofa með því að nota aðferðir og kerfi sem fyrir eru í landinu sem byggja á alþjóðlegum stöðlum og góð reynsla er af. Höfundur er formaður Faggildingarráðs
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar