Óhugnanlegt hvað árásirnar hafa vakið lítil viðbrögð Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 29. janúar 2021 14:16 Kristrún segir það hafa vakið óhug að sjá hversu litla athygli árásirnar á stjórnmálaflokkana í síðustu viku fengu. Hún segir mörk fólks hafa breyst, það gangi lengra og leyfi sér meira gagnvart stjórnmálafólki og að afleiðingarnar séu litlar sem engar. Vísir/Sigurjón „Við tölum um íslensk stjórnmál sem ónýt og um stjórnmálamenn sem gjörspillt illmenni og þetta endar bara í ofbeldi. Það svo stutt þarna á milli. Það er ofboðslega sorglegt að við skulum vera að missa samfélagið í þessa átt. Af því að þetta var ekki svona,“ segir Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur. Kristrún hefur lengi starfað á sviði stjórnmála en hún skynjar breytt viðhorf almennings til stjórnmálafólks. Hún segir það hafa vakið óhug hjá sér að heyra að verið væri að skjóta á skrifstofur stjórnmálaflokkanna – og þá ekki síst hve lítil viðbrögð það vakti hjá fólki. „Mér fannst mjög óhugnanlegt þegar þessar fréttir af skotárásum á stjórnmálaflokkana og skrifstofur þeirra heyrðust fyrir núna fyrir nokkrum dögum. Þá fannst mér óhugnanlegt hvað það vakti litla athygli. Og það sagði mér það að við á Íslandi erum búin að færa mörkin á einhvern óafsakanlega lágan stað, hvað fólk má gera við stjórnmálamenn og hvernig það má koma fram við þá.“ Það sem áður var refsivert nú orðið refsilaust Hún telur viðhorfið hafa breyst í kjölfar mótmælanna í hruninu árið 2008. „Þar var mjög margt, sem við eðlilegar aðstæður hefði verið talið refsivert, gert refsilaust og það var líka til eitrað andrúmsloft í stjórnmálunum sjálfum. Fólk í stjórnmálum varð stundum bara fegið þegar það voru andstæðingar þess sem urðu fyrir árásunum og létu sér það í léttu rúmi liggja. En það hefði átt að skilja það að ef það er byrjað að ráðast á stjórnmálamenn þá endar það á því að allir verða fyrir því.“ Kristrún segir mikilvægt að stjórnmálafólk taki árásum alvarlega, í stað þess að reyna að þagga þær niður. Með því að gera það hafi hatrömm orðræðan fengið að stigmagnast. Farin að venjast ljótri umræðunni „Þessu hefur verið leyft að magnast upp. Hatursorðræða, alls konar hegðun gagnvart fólki í stjórnmálum sem allir hafa séð að hefur engar afleiðingar eða leiðir ekki til þess að samfélagið og meðborgarar taki á móti nema að mjög litlu leyti. Við erum farin að venjast því að það sé bara talað um fólk og það sé vænt um athæfi sem á sér enga stoð.“ Draga þurfi lærdóm af löndunum í kring. „Til dæmis á Norðurlöndunum þar sem við þekkjum pólitísk morð og hræðilega atburði. Ef við tökum því létt og sem smávægilegum hlutum að það sé verið að skjóta á skrifstofur stjórnmálaflokka á Íslandi, þar sem fólk kemur saman, vinnur sjálfboðavinnu og gerir allt mögulegt, þá erum við bara ekki að vakna til vitundar um alvarleika málsins.“ Rætt var við Kristrúnu Heimisdóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Lögreglumál Alþingi Reykjavík Borgarstjórn Skotið á bíl borgarstjóra Tengdar fréttir „Orðræðan er mjög harkaleg og oft hatursfull“ „Ég fordæmi þessa árás og finnst hún alvarleg, því þarna er verið að beita skotvopnum fyrir utan heimili stjórnmálamanns. Ég lít þetta alvarlegum augum,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um skotárás á bíl borgarstjóra um liðna helgi sem lögregla hefur til skoðunar. 29. janúar 2021 12:33 Engin dæmi um „jafnalvarlega árás í garð stjórnmálamanns á Íslandi“ Samfylkingin lýsir yfir þungum áhyggjum af skotárásum á skrifstofur stjórnmálaflokka og heimili stjórnmálafólks, sem greint hefur verið frá undanfarna daga. Flokkurinn segir engin dæmi um „jafn alvarlega árás í garð stjórnmálamanns á Íslandi“ og í tilfelli árásar á Dag B. Eggertsson, borgarstjóra. 28. janúar 2021 21:26 Degi afar brugðið vegna skotárásarinnar Degi B. Eggertssyni borgarstjóra er afar brugðið vegna skotárásarinnar. Lögreglan hefur vaktað hús borgarstjóra frá því málið kom upp en hún hefur fundið byssukúlur í hurð bíls hans. 28. janúar 2021 16:47 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Kristrún hefur lengi starfað á sviði stjórnmála en hún skynjar breytt viðhorf almennings til stjórnmálafólks. Hún segir það hafa vakið óhug hjá sér að heyra að verið væri að skjóta á skrifstofur stjórnmálaflokkanna – og þá ekki síst hve lítil viðbrögð það vakti hjá fólki. „Mér fannst mjög óhugnanlegt þegar þessar fréttir af skotárásum á stjórnmálaflokkana og skrifstofur þeirra heyrðust fyrir núna fyrir nokkrum dögum. Þá fannst mér óhugnanlegt hvað það vakti litla athygli. Og það sagði mér það að við á Íslandi erum búin að færa mörkin á einhvern óafsakanlega lágan stað, hvað fólk má gera við stjórnmálamenn og hvernig það má koma fram við þá.“ Það sem áður var refsivert nú orðið refsilaust Hún telur viðhorfið hafa breyst í kjölfar mótmælanna í hruninu árið 2008. „Þar var mjög margt, sem við eðlilegar aðstæður hefði verið talið refsivert, gert refsilaust og það var líka til eitrað andrúmsloft í stjórnmálunum sjálfum. Fólk í stjórnmálum varð stundum bara fegið þegar það voru andstæðingar þess sem urðu fyrir árásunum og létu sér það í léttu rúmi liggja. En það hefði átt að skilja það að ef það er byrjað að ráðast á stjórnmálamenn þá endar það á því að allir verða fyrir því.“ Kristrún segir mikilvægt að stjórnmálafólk taki árásum alvarlega, í stað þess að reyna að þagga þær niður. Með því að gera það hafi hatrömm orðræðan fengið að stigmagnast. Farin að venjast ljótri umræðunni „Þessu hefur verið leyft að magnast upp. Hatursorðræða, alls konar hegðun gagnvart fólki í stjórnmálum sem allir hafa séð að hefur engar afleiðingar eða leiðir ekki til þess að samfélagið og meðborgarar taki á móti nema að mjög litlu leyti. Við erum farin að venjast því að það sé bara talað um fólk og það sé vænt um athæfi sem á sér enga stoð.“ Draga þurfi lærdóm af löndunum í kring. „Til dæmis á Norðurlöndunum þar sem við þekkjum pólitísk morð og hræðilega atburði. Ef við tökum því létt og sem smávægilegum hlutum að það sé verið að skjóta á skrifstofur stjórnmálaflokka á Íslandi, þar sem fólk kemur saman, vinnur sjálfboðavinnu og gerir allt mögulegt, þá erum við bara ekki að vakna til vitundar um alvarleika málsins.“ Rætt var við Kristrúnu Heimisdóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.
Lögreglumál Alþingi Reykjavík Borgarstjórn Skotið á bíl borgarstjóra Tengdar fréttir „Orðræðan er mjög harkaleg og oft hatursfull“ „Ég fordæmi þessa árás og finnst hún alvarleg, því þarna er verið að beita skotvopnum fyrir utan heimili stjórnmálamanns. Ég lít þetta alvarlegum augum,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um skotárás á bíl borgarstjóra um liðna helgi sem lögregla hefur til skoðunar. 29. janúar 2021 12:33 Engin dæmi um „jafnalvarlega árás í garð stjórnmálamanns á Íslandi“ Samfylkingin lýsir yfir þungum áhyggjum af skotárásum á skrifstofur stjórnmálaflokka og heimili stjórnmálafólks, sem greint hefur verið frá undanfarna daga. Flokkurinn segir engin dæmi um „jafn alvarlega árás í garð stjórnmálamanns á Íslandi“ og í tilfelli árásar á Dag B. Eggertsson, borgarstjóra. 28. janúar 2021 21:26 Degi afar brugðið vegna skotárásarinnar Degi B. Eggertssyni borgarstjóra er afar brugðið vegna skotárásarinnar. Lögreglan hefur vaktað hús borgarstjóra frá því málið kom upp en hún hefur fundið byssukúlur í hurð bíls hans. 28. janúar 2021 16:47 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
„Orðræðan er mjög harkaleg og oft hatursfull“ „Ég fordæmi þessa árás og finnst hún alvarleg, því þarna er verið að beita skotvopnum fyrir utan heimili stjórnmálamanns. Ég lít þetta alvarlegum augum,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um skotárás á bíl borgarstjóra um liðna helgi sem lögregla hefur til skoðunar. 29. janúar 2021 12:33
Engin dæmi um „jafnalvarlega árás í garð stjórnmálamanns á Íslandi“ Samfylkingin lýsir yfir þungum áhyggjum af skotárásum á skrifstofur stjórnmálaflokka og heimili stjórnmálafólks, sem greint hefur verið frá undanfarna daga. Flokkurinn segir engin dæmi um „jafn alvarlega árás í garð stjórnmálamanns á Íslandi“ og í tilfelli árásar á Dag B. Eggertsson, borgarstjóra. 28. janúar 2021 21:26
Degi afar brugðið vegna skotárásarinnar Degi B. Eggertssyni borgarstjóra er afar brugðið vegna skotárásarinnar. Lögreglan hefur vaktað hús borgarstjóra frá því málið kom upp en hún hefur fundið byssukúlur í hurð bíls hans. 28. janúar 2021 16:47
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent