Leggja til að sveitarfélög hætti að gefa trúfélögum lóðir Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. janúar 2021 10:41 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. Í greinargerð frumvarpsins segir að trúfélög eigi ekki frekar en aðrir rétt á ókeypis lóðum. vísir/Vilhelm Lagt er til að lög um Kristnisjóð falli brott í frumvarpi sem Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur lagt fram. Aðrir þingmenn flokksins, sem og Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar og Andrés Ingi Jónsson standa einnig að málinu. Í lögum um Kristnisjóð segir að sveitarfélögum sé skylt að leggja til ókeypis lóðir undir kirkjur og undanskilja þær gatnagerðargjaldi. Sveitarfélagi er einnig skylt að leggja til ókeypis lóð undir íbúðarhús prests, sé um lögbundið prestsetur að ræða. Píratar hafa áður lagt til að þessu verði hætt en hingað til hefur málið ekki hlotið brautargengi á þingi. Umrætt ákvæði hefur þó verið túlkað með tilliti til jafnræðissjónarmiða og talið ná til fleiri trúfélaga en Þjóðkirkjunnar. Reykjavíkurborg hefur til að mynda ekki gert upp á milli trúfélaga þegar kemur að úthlutun ókepis lóða fyrir tilbeiðsluhús, hvort sem um er að ræða kristnar kirkjur, musteri, moskur eða hof. Í greinargerð frumvarpsins segir að flutningsmenn telji fyrirkomulagið barn síns tíma. Þegar trúarskoðanir og fyrirkomulag trú- og lífsskoðunarfélaga hafi verið einsleitari en í dag. „Sú aðgerð að skylda sveitarfélög einhliða til að ráðstafa dýrmætu landi án endurgjalds til trúfélaga sem eftir því sækjast á ekki við í nútímasamfélagi þar sem lóðir eru takmörkuð auðlind.“ Langholtskirkja. vísir/Vilhelm Þá séu engin gild rök fyrir því að afhenda trú- og lífsskoðunarfélögum ókeypis lóðir, ekki frekar en öðrum félögum. Lagt er til að trúfélög greiði fyrir lóðir eins og aðrir en að sveitarfélögum sé þó heimilt að afgreiða þær umsóknir sem þegar hafa borist. „Trú- og lífsskoðunarfélög eru í eðli sínu umdeild og stutt getur verið í hatursfulla orðræðu sem er á skjön við markmið opinnar og upplýstrar umræðu. Það er ótækt að íslensk lög séu þess valdandi að misjafn skilningur á markmiði og túlkun þeirra valdi ágreiningi milli trúarhópa, um hvort í lögunum felist mismunun og jafnvel hvort hún eigi að vera þar,“ segir í greinargerð. „Óhætt er að segja að ætlun löggjafans hafi aldrei verið sú að valda slíkum samfélagsnúningi þegar ákvæðið var fyrst sett í lög en flutningsmenn frumvarps þessa telja einföldustu og skynsamlegustu lausnina á þeim vanda vera þá að fella lögin brott.“ Alþingi Þjóðkirkjan Trúmál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Sjá meira
Í lögum um Kristnisjóð segir að sveitarfélögum sé skylt að leggja til ókeypis lóðir undir kirkjur og undanskilja þær gatnagerðargjaldi. Sveitarfélagi er einnig skylt að leggja til ókeypis lóð undir íbúðarhús prests, sé um lögbundið prestsetur að ræða. Píratar hafa áður lagt til að þessu verði hætt en hingað til hefur málið ekki hlotið brautargengi á þingi. Umrætt ákvæði hefur þó verið túlkað með tilliti til jafnræðissjónarmiða og talið ná til fleiri trúfélaga en Þjóðkirkjunnar. Reykjavíkurborg hefur til að mynda ekki gert upp á milli trúfélaga þegar kemur að úthlutun ókepis lóða fyrir tilbeiðsluhús, hvort sem um er að ræða kristnar kirkjur, musteri, moskur eða hof. Í greinargerð frumvarpsins segir að flutningsmenn telji fyrirkomulagið barn síns tíma. Þegar trúarskoðanir og fyrirkomulag trú- og lífsskoðunarfélaga hafi verið einsleitari en í dag. „Sú aðgerð að skylda sveitarfélög einhliða til að ráðstafa dýrmætu landi án endurgjalds til trúfélaga sem eftir því sækjast á ekki við í nútímasamfélagi þar sem lóðir eru takmörkuð auðlind.“ Langholtskirkja. vísir/Vilhelm Þá séu engin gild rök fyrir því að afhenda trú- og lífsskoðunarfélögum ókeypis lóðir, ekki frekar en öðrum félögum. Lagt er til að trúfélög greiði fyrir lóðir eins og aðrir en að sveitarfélögum sé þó heimilt að afgreiða þær umsóknir sem þegar hafa borist. „Trú- og lífsskoðunarfélög eru í eðli sínu umdeild og stutt getur verið í hatursfulla orðræðu sem er á skjön við markmið opinnar og upplýstrar umræðu. Það er ótækt að íslensk lög séu þess valdandi að misjafn skilningur á markmiði og túlkun þeirra valdi ágreiningi milli trúarhópa, um hvort í lögunum felist mismunun og jafnvel hvort hún eigi að vera þar,“ segir í greinargerð. „Óhætt er að segja að ætlun löggjafans hafi aldrei verið sú að valda slíkum samfélagsnúningi þegar ákvæðið var fyrst sett í lög en flutningsmenn frumvarps þessa telja einföldustu og skynsamlegustu lausnina á þeim vanda vera þá að fella lögin brott.“
Alþingi Þjóðkirkjan Trúmál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Sjá meira