Réttlætir árásir öfga vinstrimanna á þinghús á Íslandi en fordæmir árásir öfga hægrimanna á þinghús í Washington Elliði Vignisson skrifar 13. janúar 2021 15:00 Fjölmargir hafa réttilega bent á líkindin milli þeirra óhæfuverka sem árásirnar í þinghúsin í Washington og Reykjavík hafa. Almenningur á Íslandi hefur eðlilega fordæmt árásirnar í Washington en af einhverjum ástæðum eru vinstrimenn enn að reyna að réttlæta ofbeldið hér á landi. Jafnvel svo mjög að baráttu fyrir nýrri stjórnarskrá sé fórnað. Ein þeirra sem réttlæta ofbeldið er Katrín Oddsdóttir, formaður stjórnarskrárfélagsins. Katrín mætti í útvarpið í morgun og hélt því fram að ofbeldið (ráðist með grjótkasti að lögreglu, gerð tilraun til að kveikja í þinghúsinu, ráðist gegn lögreglustöðinni, eldur borinn að opinberum eigum og fl.) væri í lagi af því að engin hafi verið dæmdur. Aumt er það yfirklór þótt ekki sé nema vegna þess að fjórir af níu ákærðum sakfeldir meðal annars fyrir að bíta lögreglumenn, ofbeldi gagnvart starfmönnum þingsins og fleira. Svo mikið var Katrínu niðri fyrir að hún hikaði ekki við að skaða baráttu stjórnarskrárfélagsins til að verja ofbeldið. Í viðtalinu í morgun sagði Katrín: „..við verðum alltaf að byggja á þessum grundvallarstoðum lýðræðisins í þessu tilviki dómstólanna, til þess að vita hvað er satt og rétt.“ Þetta er í mínum huga nokkuð sterk yfirlýsing hjá formanni stjórarskrárfélagsins, sem ég að vísu er algerlega sammála. Ekki verður annað séð en þar með sé hún að lýsa því yfir að hún, og jafnvel stjórnarskrárfélagið, muni hér með virða þá niðurstöðu hæstaréttar að kosning til stjórnlagaþings hafi verið ógild. Það verður jú ...“..alltaf að byggja á þessum grundvallarstoðum lýðræðisins..“ svo vísað sé í orð Katrínar, ALLTAF. Ekki verði því meira gert með þá ógildu kosningu. Þetta eru ný tíðindi því í nýlegri umsögn um tillögur um stjórnarskrárbreytingar var það ein helsta krafa Katrínar og stjórnarskrárfélagsins að unnið yrði að slíku í samræmi við úrslit kosninga þrátt fyrir að dómstólar hafi komist að því að kosningin hafi verið ólögleg. Annað hvort er Katrín hér að draga til baka fyrri skoðun (sem er bara virðingavert) eða þá að hún telur að leikreglur lýðræðis eigi við um alla nema sjálfa sig og skoðanasystkini hennar. Að ofbeldi sé réttlætanlegt við innrás öfga vinstrimanna í þinghús á Íslandi en ekki öfga hægrimanna í Bandaríkjum. Að virða beri niðurstöðu dómstóla þegar þeir sýkna vinstrimenn en ekki þegar þeir komast að þeirri niðurstöðu að kosning um baráttumál hennar sjálfrar sé ógild. Katrínu varð í morgun tíðrætt um að fólk verði að vera tilbúið til að speggla sig í eigin kröfum. Ég segi því. „Katrín, ekki smíða spegil utan um virðingu fyrir niðurstöðum dómstóla nema þú sért tilbúinn til að spegla þig í honum sjálf.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnarskrá Árás á bandaríska þinghúsið Elliði Vignisson Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Fjölmargir hafa réttilega bent á líkindin milli þeirra óhæfuverka sem árásirnar í þinghúsin í Washington og Reykjavík hafa. Almenningur á Íslandi hefur eðlilega fordæmt árásirnar í Washington en af einhverjum ástæðum eru vinstrimenn enn að reyna að réttlæta ofbeldið hér á landi. Jafnvel svo mjög að baráttu fyrir nýrri stjórnarskrá sé fórnað. Ein þeirra sem réttlæta ofbeldið er Katrín Oddsdóttir, formaður stjórnarskrárfélagsins. Katrín mætti í útvarpið í morgun og hélt því fram að ofbeldið (ráðist með grjótkasti að lögreglu, gerð tilraun til að kveikja í þinghúsinu, ráðist gegn lögreglustöðinni, eldur borinn að opinberum eigum og fl.) væri í lagi af því að engin hafi verið dæmdur. Aumt er það yfirklór þótt ekki sé nema vegna þess að fjórir af níu ákærðum sakfeldir meðal annars fyrir að bíta lögreglumenn, ofbeldi gagnvart starfmönnum þingsins og fleira. Svo mikið var Katrínu niðri fyrir að hún hikaði ekki við að skaða baráttu stjórnarskrárfélagsins til að verja ofbeldið. Í viðtalinu í morgun sagði Katrín: „..við verðum alltaf að byggja á þessum grundvallarstoðum lýðræðisins í þessu tilviki dómstólanna, til þess að vita hvað er satt og rétt.“ Þetta er í mínum huga nokkuð sterk yfirlýsing hjá formanni stjórarskrárfélagsins, sem ég að vísu er algerlega sammála. Ekki verður annað séð en þar með sé hún að lýsa því yfir að hún, og jafnvel stjórnarskrárfélagið, muni hér með virða þá niðurstöðu hæstaréttar að kosning til stjórnlagaþings hafi verið ógild. Það verður jú ...“..alltaf að byggja á þessum grundvallarstoðum lýðræðisins..“ svo vísað sé í orð Katrínar, ALLTAF. Ekki verði því meira gert með þá ógildu kosningu. Þetta eru ný tíðindi því í nýlegri umsögn um tillögur um stjórnarskrárbreytingar var það ein helsta krafa Katrínar og stjórnarskrárfélagsins að unnið yrði að slíku í samræmi við úrslit kosninga þrátt fyrir að dómstólar hafi komist að því að kosningin hafi verið ólögleg. Annað hvort er Katrín hér að draga til baka fyrri skoðun (sem er bara virðingavert) eða þá að hún telur að leikreglur lýðræðis eigi við um alla nema sjálfa sig og skoðanasystkini hennar. Að ofbeldi sé réttlætanlegt við innrás öfga vinstrimanna í þinghús á Íslandi en ekki öfga hægrimanna í Bandaríkjum. Að virða beri niðurstöðu dómstóla þegar þeir sýkna vinstrimenn en ekki þegar þeir komast að þeirri niðurstöðu að kosning um baráttumál hennar sjálfrar sé ógild. Katrínu varð í morgun tíðrætt um að fólk verði að vera tilbúið til að speggla sig í eigin kröfum. Ég segi því. „Katrín, ekki smíða spegil utan um virðingu fyrir niðurstöðum dómstóla nema þú sért tilbúinn til að spegla þig í honum sjálf.“
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun