Dauðsföllum fækkar og skuldastaðan versnar vestanhafs Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. maí 2020 06:59 Íbúar New York reyna að láta daglegt líf ganga sinn vanagang þrátt fyrir að ríkið hafi orðið verst úti í kórónuveirufaraldrinum. Roy Rochlin/Getty Images Dauðsföll í Bandaríkjunum síðasta sólarhringinn vegna Covid 19 voru skráð 1015 og hafa ekki verið færri á einum sólarhring í heilan mánuð. Á heimsvísu eru þeir sem látnir eru í faraldrinum orðnir fleiri en 250 þúsund og þar eru flest dauðsföllin í Bandaríkjunum, 69 þúsund en Ítalía og Bretland fylgja í kjölfarið með rétt um 29 þúsund dauðsföll hvort land fyrir sig. Bandarísk stjórnvöld hafa nú gefið það út að þau ætli að freista þess að taka risalán til að mæta áfallinu af völdum kórónuveirunnar, lán sem nemur um 3000 milljörðum bandaríkjadala. Þetta yrði stærsta einstaka lántaka ríkisins, fimmfalt hærri en lán sem bandarísk stjórnvöld tóku í fjármálahruninu 2008, en á öllu síðasta ári tóku Bandaríkin um 1200 milljarða að láni. Skuldir ríkissjóðs Bandaríkjanna standa nú í heilum 25 þúsund millljörðum bandaríkjadala. Björgunarpakki þarlendra stjórnvalda nemur um 14 prósentum af landsframleiðslu Bandaríkjanna. Rætt er um frekari stuðning stjórnvalda við atvinnulífið en heyrst hafa efasemdir, ekki síst úr röðum repúblikana, um áhrif aukins ríkisframlags á fyrrnefnda skuldastöðu. Hagfræðingar höfðu fyrir lýst áhyggjum af þróuninni fyrir kórónuveirufaraldurinn og sögðust óttast að skuldaukningin kynni að takmarka vaxtarmöguleika bandarísks efnahags til lengri tíma litið. Í nýliðnum aprílmánuði samþykkti fjármálasvið fulltrúadeild bandaríkjaþings að hallinn á rekstri ríkisjóðs myndi nema um 3700 milljörðum bandaríkjadala á árinu. Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Jerome Powell, sagði í liðinni viku að það hefði verið heillavænlegra að hans mati að fjárhagur Bandaríkjanna hefði verið betri fyrir útbreiðslu veirunnar. Bandaríkin Efnahagsmál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Dauðsföll í Bandaríkjunum síðasta sólarhringinn vegna Covid 19 voru skráð 1015 og hafa ekki verið færri á einum sólarhring í heilan mánuð. Á heimsvísu eru þeir sem látnir eru í faraldrinum orðnir fleiri en 250 þúsund og þar eru flest dauðsföllin í Bandaríkjunum, 69 þúsund en Ítalía og Bretland fylgja í kjölfarið með rétt um 29 þúsund dauðsföll hvort land fyrir sig. Bandarísk stjórnvöld hafa nú gefið það út að þau ætli að freista þess að taka risalán til að mæta áfallinu af völdum kórónuveirunnar, lán sem nemur um 3000 milljörðum bandaríkjadala. Þetta yrði stærsta einstaka lántaka ríkisins, fimmfalt hærri en lán sem bandarísk stjórnvöld tóku í fjármálahruninu 2008, en á öllu síðasta ári tóku Bandaríkin um 1200 milljarða að láni. Skuldir ríkissjóðs Bandaríkjanna standa nú í heilum 25 þúsund millljörðum bandaríkjadala. Björgunarpakki þarlendra stjórnvalda nemur um 14 prósentum af landsframleiðslu Bandaríkjanna. Rætt er um frekari stuðning stjórnvalda við atvinnulífið en heyrst hafa efasemdir, ekki síst úr röðum repúblikana, um áhrif aukins ríkisframlags á fyrrnefnda skuldastöðu. Hagfræðingar höfðu fyrir lýst áhyggjum af þróuninni fyrir kórónuveirufaraldurinn og sögðust óttast að skuldaukningin kynni að takmarka vaxtarmöguleika bandarísks efnahags til lengri tíma litið. Í nýliðnum aprílmánuði samþykkti fjármálasvið fulltrúadeild bandaríkjaþings að hallinn á rekstri ríkisjóðs myndi nema um 3700 milljörðum bandaríkjadala á árinu. Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Jerome Powell, sagði í liðinni viku að það hefði verið heillavænlegra að hans mati að fjárhagur Bandaríkjanna hefði verið betri fyrir útbreiðslu veirunnar.
Bandaríkin Efnahagsmál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira