Dauðsföllum fækkar og skuldastaðan versnar vestanhafs Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. maí 2020 06:59 Íbúar New York reyna að láta daglegt líf ganga sinn vanagang þrátt fyrir að ríkið hafi orðið verst úti í kórónuveirufaraldrinum. Roy Rochlin/Getty Images Dauðsföll í Bandaríkjunum síðasta sólarhringinn vegna Covid 19 voru skráð 1015 og hafa ekki verið færri á einum sólarhring í heilan mánuð. Á heimsvísu eru þeir sem látnir eru í faraldrinum orðnir fleiri en 250 þúsund og þar eru flest dauðsföllin í Bandaríkjunum, 69 þúsund en Ítalía og Bretland fylgja í kjölfarið með rétt um 29 þúsund dauðsföll hvort land fyrir sig. Bandarísk stjórnvöld hafa nú gefið það út að þau ætli að freista þess að taka risalán til að mæta áfallinu af völdum kórónuveirunnar, lán sem nemur um 3000 milljörðum bandaríkjadala. Þetta yrði stærsta einstaka lántaka ríkisins, fimmfalt hærri en lán sem bandarísk stjórnvöld tóku í fjármálahruninu 2008, en á öllu síðasta ári tóku Bandaríkin um 1200 milljarða að láni. Skuldir ríkissjóðs Bandaríkjanna standa nú í heilum 25 þúsund millljörðum bandaríkjadala. Björgunarpakki þarlendra stjórnvalda nemur um 14 prósentum af landsframleiðslu Bandaríkjanna. Rætt er um frekari stuðning stjórnvalda við atvinnulífið en heyrst hafa efasemdir, ekki síst úr röðum repúblikana, um áhrif aukins ríkisframlags á fyrrnefnda skuldastöðu. Hagfræðingar höfðu fyrir lýst áhyggjum af þróuninni fyrir kórónuveirufaraldurinn og sögðust óttast að skuldaukningin kynni að takmarka vaxtarmöguleika bandarísks efnahags til lengri tíma litið. Í nýliðnum aprílmánuði samþykkti fjármálasvið fulltrúadeild bandaríkjaþings að hallinn á rekstri ríkisjóðs myndi nema um 3700 milljörðum bandaríkjadala á árinu. Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Jerome Powell, sagði í liðinni viku að það hefði verið heillavænlegra að hans mati að fjárhagur Bandaríkjanna hefði verið betri fyrir útbreiðslu veirunnar. Bandaríkin Efnahagsmál Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sjá meira
Dauðsföll í Bandaríkjunum síðasta sólarhringinn vegna Covid 19 voru skráð 1015 og hafa ekki verið færri á einum sólarhring í heilan mánuð. Á heimsvísu eru þeir sem látnir eru í faraldrinum orðnir fleiri en 250 þúsund og þar eru flest dauðsföllin í Bandaríkjunum, 69 þúsund en Ítalía og Bretland fylgja í kjölfarið með rétt um 29 þúsund dauðsföll hvort land fyrir sig. Bandarísk stjórnvöld hafa nú gefið það út að þau ætli að freista þess að taka risalán til að mæta áfallinu af völdum kórónuveirunnar, lán sem nemur um 3000 milljörðum bandaríkjadala. Þetta yrði stærsta einstaka lántaka ríkisins, fimmfalt hærri en lán sem bandarísk stjórnvöld tóku í fjármálahruninu 2008, en á öllu síðasta ári tóku Bandaríkin um 1200 milljarða að láni. Skuldir ríkissjóðs Bandaríkjanna standa nú í heilum 25 þúsund millljörðum bandaríkjadala. Björgunarpakki þarlendra stjórnvalda nemur um 14 prósentum af landsframleiðslu Bandaríkjanna. Rætt er um frekari stuðning stjórnvalda við atvinnulífið en heyrst hafa efasemdir, ekki síst úr röðum repúblikana, um áhrif aukins ríkisframlags á fyrrnefnda skuldastöðu. Hagfræðingar höfðu fyrir lýst áhyggjum af þróuninni fyrir kórónuveirufaraldurinn og sögðust óttast að skuldaukningin kynni að takmarka vaxtarmöguleika bandarísks efnahags til lengri tíma litið. Í nýliðnum aprílmánuði samþykkti fjármálasvið fulltrúadeild bandaríkjaþings að hallinn á rekstri ríkisjóðs myndi nema um 3700 milljörðum bandaríkjadala á árinu. Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Jerome Powell, sagði í liðinni viku að það hefði verið heillavænlegra að hans mati að fjárhagur Bandaríkjanna hefði verið betri fyrir útbreiðslu veirunnar.
Bandaríkin Efnahagsmál Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sjá meira