Af ömmu minni og öðrum ofurkonum Valgerður Árnadóttir skrifar 1. maí 2020 09:00 Mig langar að tala um ömmu mína. Kannski vegna þess að við áttum svo mörg svona ömmur, ömmur sem á nútíma-mælikvarða væru taldar ofurkonur en á þeirra tíma var framlag þeirra til fjölskyldunnar og samfélagsins talið sjálfsagt, amma fékk í hæsta máta hrós fyrir að vera dugleg, sem hún fussaði yfir því það þótti ekki til siðs að hrósa fólki. Valgerður Árnadóttir amma mín fæddist árið 1918 og var verkakona. Hún eignaðist 7 börn á 10 árum og skildi við drykkfelldan eiginmann sinn þegar hún gekk með það sjöunda, þá var hún bara 32 ára. Hún vann í fiski og við þrif mestalla ævina myrkranna á milli, þegar börnin voru lítil skúraði hún á nóttunni meðan þau sváfu og hugsaði um þau á daginn. Amma átti góða að og var vinamörg og sumir buðust til að fóstra nokkur barna hennar en hún tók það ekki í mál. Lífið var ekki auðvelt fyrir hana og börnin en með eljunni tókst henni að kaupa fokhelt raðhús og flytja úr pínulítilli íbúð í 3 hæða “höll”, það var höll fyrir mér þegar ég var barn en að koma inn í svona raðhús í dag átta ég mig á því að hver hæð er aðeins 40fm, og þar bjuggu amma, börnin sjö og svo voru alltaf gestir, allir voru alltaf velkomnir í kaffi og spjall við ömmu sem var stórskemmtileg og fróð kona. Amma kvartaði aldrei og hún gaf líka lítið fyrir væl annarra, en hún leit á alla sem jafningja og þótti forsetinn ekkert merkilegri en póstburðarmaðurinn. Amma var stolt af því að vera verkakona og hélt dag verkalýðsbaráttunnar hátíðlegan ár hvert og fór í kröfugönguna á 1 maí í sparikápunni með rauðan varalit. Amma var stolt af því að vera verkakona og hélt dag verkalýðsbaráttunnar hátíðlegan ár hver Ef mér finnst lífið eitthvað erfitt og ósanngjarnt þá hugsa ég til ömmu og segi sjálfri mér að “hættessu væli”, það er henni og fólki eins og henni að þakka að ég hef það betra en hún hafði það, en baráttunni er ekki lokið, ekki fyrr en við öll lifum sómasamlegu lífi og enginn líður skort. Það er komið nýtt líf í verkalýðsbaráttuna, Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hefur blásið byr undir vængi verkafólks, hún hefur skilað skömminni af því að tilheyra verkalýðsstétt í samfélagi þar sem mannkostir eru nú mældir í fjárhagslegum hagnaði, völdum og eignum. Þar sem öllu skiptir að vera af réttri fjölskyldu til að “verða eitthvað” og þar sem það þykir enn fjarstæðukennt að fólk sem flytur hingað erlendis frá eigi að njóta sömu réttinda og kjara og við sem erum hér fædd. Í Eflingu eru helmingur félagsmanna af erlendu bergi brotin og stærstur hluti þeirra er frá Póllandi og þannig hefur það verið í mörg ár en það er samt fyrst núna með nýrri stjórn að unnið er út frá því að stjórn og nefndir stéttarfélagsins endurspegli félagsmenn, að það endurspegli kynjahlutföll og uppruna félagsmanna. Formaður og varaformaður Eflingar. Til að mynda er varaformaður Eflingar nú pólsk, hún Agnieszka Ewa Ziólkowska. Ég kynntist Agnieszku í kjarabaráttunni veturinn 2018-19, hún var strætóbílstjóri og trúnaðarmaður Eflingar á vinnustað sínum, henni tókst með elju sinni og réttsýni að hjálpa samstarfsfólki sínu þegar á þeim er brotið, að sameina þau í kröfum sínum um betri kjör og allt þetta gerði hún ólétt og svo með 2 lítil börn. Hún er dugnaðarforkur og ofurkona og er í ofanálag fyrsta erlenda konan -fyrsta pólska konan til að gegna svo mikilvægu embætti í íslensku stéttarfélagi. Með Sólveigu Önnu og Agnieszku í fararbroddi megum við vænta frekari breytinga til góðs, ekki einungis að kjör og kaup verkafólks muni batna heldur einnig að virðing við verkafólk og ekki síst erlent verkafólk verði aukin. Að aftur verði talin dyggð í íslensku samfélagi að vera vinnusöm, réttsýn og að standa með náunganum. Ég veit að amma hefði verið ánægð með Sólveigu Önnu og Agnieszku og það er besta hrós sem ég get gefið. Framtíðin er bjartari vegna þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Mig langar að tala um ömmu mína. Kannski vegna þess að við áttum svo mörg svona ömmur, ömmur sem á nútíma-mælikvarða væru taldar ofurkonur en á þeirra tíma var framlag þeirra til fjölskyldunnar og samfélagsins talið sjálfsagt, amma fékk í hæsta máta hrós fyrir að vera dugleg, sem hún fussaði yfir því það þótti ekki til siðs að hrósa fólki. Valgerður Árnadóttir amma mín fæddist árið 1918 og var verkakona. Hún eignaðist 7 börn á 10 árum og skildi við drykkfelldan eiginmann sinn þegar hún gekk með það sjöunda, þá var hún bara 32 ára. Hún vann í fiski og við þrif mestalla ævina myrkranna á milli, þegar börnin voru lítil skúraði hún á nóttunni meðan þau sváfu og hugsaði um þau á daginn. Amma átti góða að og var vinamörg og sumir buðust til að fóstra nokkur barna hennar en hún tók það ekki í mál. Lífið var ekki auðvelt fyrir hana og börnin en með eljunni tókst henni að kaupa fokhelt raðhús og flytja úr pínulítilli íbúð í 3 hæða “höll”, það var höll fyrir mér þegar ég var barn en að koma inn í svona raðhús í dag átta ég mig á því að hver hæð er aðeins 40fm, og þar bjuggu amma, börnin sjö og svo voru alltaf gestir, allir voru alltaf velkomnir í kaffi og spjall við ömmu sem var stórskemmtileg og fróð kona. Amma kvartaði aldrei og hún gaf líka lítið fyrir væl annarra, en hún leit á alla sem jafningja og þótti forsetinn ekkert merkilegri en póstburðarmaðurinn. Amma var stolt af því að vera verkakona og hélt dag verkalýðsbaráttunnar hátíðlegan ár hvert og fór í kröfugönguna á 1 maí í sparikápunni með rauðan varalit. Amma var stolt af því að vera verkakona og hélt dag verkalýðsbaráttunnar hátíðlegan ár hver Ef mér finnst lífið eitthvað erfitt og ósanngjarnt þá hugsa ég til ömmu og segi sjálfri mér að “hættessu væli”, það er henni og fólki eins og henni að þakka að ég hef það betra en hún hafði það, en baráttunni er ekki lokið, ekki fyrr en við öll lifum sómasamlegu lífi og enginn líður skort. Það er komið nýtt líf í verkalýðsbaráttuna, Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hefur blásið byr undir vængi verkafólks, hún hefur skilað skömminni af því að tilheyra verkalýðsstétt í samfélagi þar sem mannkostir eru nú mældir í fjárhagslegum hagnaði, völdum og eignum. Þar sem öllu skiptir að vera af réttri fjölskyldu til að “verða eitthvað” og þar sem það þykir enn fjarstæðukennt að fólk sem flytur hingað erlendis frá eigi að njóta sömu réttinda og kjara og við sem erum hér fædd. Í Eflingu eru helmingur félagsmanna af erlendu bergi brotin og stærstur hluti þeirra er frá Póllandi og þannig hefur það verið í mörg ár en það er samt fyrst núna með nýrri stjórn að unnið er út frá því að stjórn og nefndir stéttarfélagsins endurspegli félagsmenn, að það endurspegli kynjahlutföll og uppruna félagsmanna. Formaður og varaformaður Eflingar. Til að mynda er varaformaður Eflingar nú pólsk, hún Agnieszka Ewa Ziólkowska. Ég kynntist Agnieszku í kjarabaráttunni veturinn 2018-19, hún var strætóbílstjóri og trúnaðarmaður Eflingar á vinnustað sínum, henni tókst með elju sinni og réttsýni að hjálpa samstarfsfólki sínu þegar á þeim er brotið, að sameina þau í kröfum sínum um betri kjör og allt þetta gerði hún ólétt og svo með 2 lítil börn. Hún er dugnaðarforkur og ofurkona og er í ofanálag fyrsta erlenda konan -fyrsta pólska konan til að gegna svo mikilvægu embætti í íslensku stéttarfélagi. Með Sólveigu Önnu og Agnieszku í fararbroddi megum við vænta frekari breytinga til góðs, ekki einungis að kjör og kaup verkafólks muni batna heldur einnig að virðing við verkafólk og ekki síst erlent verkafólk verði aukin. Að aftur verði talin dyggð í íslensku samfélagi að vera vinnusöm, réttsýn og að standa með náunganum. Ég veit að amma hefði verið ánægð með Sólveigu Önnu og Agnieszku og það er besta hrós sem ég get gefið. Framtíðin er bjartari vegna þeirra.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun