Af ömmu minni og öðrum ofurkonum Valgerður Árnadóttir skrifar 1. maí 2020 09:00 Mig langar að tala um ömmu mína. Kannski vegna þess að við áttum svo mörg svona ömmur, ömmur sem á nútíma-mælikvarða væru taldar ofurkonur en á þeirra tíma var framlag þeirra til fjölskyldunnar og samfélagsins talið sjálfsagt, amma fékk í hæsta máta hrós fyrir að vera dugleg, sem hún fussaði yfir því það þótti ekki til siðs að hrósa fólki. Valgerður Árnadóttir amma mín fæddist árið 1918 og var verkakona. Hún eignaðist 7 börn á 10 árum og skildi við drykkfelldan eiginmann sinn þegar hún gekk með það sjöunda, þá var hún bara 32 ára. Hún vann í fiski og við þrif mestalla ævina myrkranna á milli, þegar börnin voru lítil skúraði hún á nóttunni meðan þau sváfu og hugsaði um þau á daginn. Amma átti góða að og var vinamörg og sumir buðust til að fóstra nokkur barna hennar en hún tók það ekki í mál. Lífið var ekki auðvelt fyrir hana og börnin en með eljunni tókst henni að kaupa fokhelt raðhús og flytja úr pínulítilli íbúð í 3 hæða “höll”, það var höll fyrir mér þegar ég var barn en að koma inn í svona raðhús í dag átta ég mig á því að hver hæð er aðeins 40fm, og þar bjuggu amma, börnin sjö og svo voru alltaf gestir, allir voru alltaf velkomnir í kaffi og spjall við ömmu sem var stórskemmtileg og fróð kona. Amma kvartaði aldrei og hún gaf líka lítið fyrir væl annarra, en hún leit á alla sem jafningja og þótti forsetinn ekkert merkilegri en póstburðarmaðurinn. Amma var stolt af því að vera verkakona og hélt dag verkalýðsbaráttunnar hátíðlegan ár hvert og fór í kröfugönguna á 1 maí í sparikápunni með rauðan varalit. Amma var stolt af því að vera verkakona og hélt dag verkalýðsbaráttunnar hátíðlegan ár hver Ef mér finnst lífið eitthvað erfitt og ósanngjarnt þá hugsa ég til ömmu og segi sjálfri mér að “hættessu væli”, það er henni og fólki eins og henni að þakka að ég hef það betra en hún hafði það, en baráttunni er ekki lokið, ekki fyrr en við öll lifum sómasamlegu lífi og enginn líður skort. Það er komið nýtt líf í verkalýðsbaráttuna, Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hefur blásið byr undir vængi verkafólks, hún hefur skilað skömminni af því að tilheyra verkalýðsstétt í samfélagi þar sem mannkostir eru nú mældir í fjárhagslegum hagnaði, völdum og eignum. Þar sem öllu skiptir að vera af réttri fjölskyldu til að “verða eitthvað” og þar sem það þykir enn fjarstæðukennt að fólk sem flytur hingað erlendis frá eigi að njóta sömu réttinda og kjara og við sem erum hér fædd. Í Eflingu eru helmingur félagsmanna af erlendu bergi brotin og stærstur hluti þeirra er frá Póllandi og þannig hefur það verið í mörg ár en það er samt fyrst núna með nýrri stjórn að unnið er út frá því að stjórn og nefndir stéttarfélagsins endurspegli félagsmenn, að það endurspegli kynjahlutföll og uppruna félagsmanna. Formaður og varaformaður Eflingar. Til að mynda er varaformaður Eflingar nú pólsk, hún Agnieszka Ewa Ziólkowska. Ég kynntist Agnieszku í kjarabaráttunni veturinn 2018-19, hún var strætóbílstjóri og trúnaðarmaður Eflingar á vinnustað sínum, henni tókst með elju sinni og réttsýni að hjálpa samstarfsfólki sínu þegar á þeim er brotið, að sameina þau í kröfum sínum um betri kjör og allt þetta gerði hún ólétt og svo með 2 lítil börn. Hún er dugnaðarforkur og ofurkona og er í ofanálag fyrsta erlenda konan -fyrsta pólska konan til að gegna svo mikilvægu embætti í íslensku stéttarfélagi. Með Sólveigu Önnu og Agnieszku í fararbroddi megum við vænta frekari breytinga til góðs, ekki einungis að kjör og kaup verkafólks muni batna heldur einnig að virðing við verkafólk og ekki síst erlent verkafólk verði aukin. Að aftur verði talin dyggð í íslensku samfélagi að vera vinnusöm, réttsýn og að standa með náunganum. Ég veit að amma hefði verið ánægð með Sólveigu Önnu og Agnieszku og það er besta hrós sem ég get gefið. Framtíðin er bjartari vegna þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Sjá meira
Mig langar að tala um ömmu mína. Kannski vegna þess að við áttum svo mörg svona ömmur, ömmur sem á nútíma-mælikvarða væru taldar ofurkonur en á þeirra tíma var framlag þeirra til fjölskyldunnar og samfélagsins talið sjálfsagt, amma fékk í hæsta máta hrós fyrir að vera dugleg, sem hún fussaði yfir því það þótti ekki til siðs að hrósa fólki. Valgerður Árnadóttir amma mín fæddist árið 1918 og var verkakona. Hún eignaðist 7 börn á 10 árum og skildi við drykkfelldan eiginmann sinn þegar hún gekk með það sjöunda, þá var hún bara 32 ára. Hún vann í fiski og við þrif mestalla ævina myrkranna á milli, þegar börnin voru lítil skúraði hún á nóttunni meðan þau sváfu og hugsaði um þau á daginn. Amma átti góða að og var vinamörg og sumir buðust til að fóstra nokkur barna hennar en hún tók það ekki í mál. Lífið var ekki auðvelt fyrir hana og börnin en með eljunni tókst henni að kaupa fokhelt raðhús og flytja úr pínulítilli íbúð í 3 hæða “höll”, það var höll fyrir mér þegar ég var barn en að koma inn í svona raðhús í dag átta ég mig á því að hver hæð er aðeins 40fm, og þar bjuggu amma, börnin sjö og svo voru alltaf gestir, allir voru alltaf velkomnir í kaffi og spjall við ömmu sem var stórskemmtileg og fróð kona. Amma kvartaði aldrei og hún gaf líka lítið fyrir væl annarra, en hún leit á alla sem jafningja og þótti forsetinn ekkert merkilegri en póstburðarmaðurinn. Amma var stolt af því að vera verkakona og hélt dag verkalýðsbaráttunnar hátíðlegan ár hvert og fór í kröfugönguna á 1 maí í sparikápunni með rauðan varalit. Amma var stolt af því að vera verkakona og hélt dag verkalýðsbaráttunnar hátíðlegan ár hver Ef mér finnst lífið eitthvað erfitt og ósanngjarnt þá hugsa ég til ömmu og segi sjálfri mér að “hættessu væli”, það er henni og fólki eins og henni að þakka að ég hef það betra en hún hafði það, en baráttunni er ekki lokið, ekki fyrr en við öll lifum sómasamlegu lífi og enginn líður skort. Það er komið nýtt líf í verkalýðsbaráttuna, Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hefur blásið byr undir vængi verkafólks, hún hefur skilað skömminni af því að tilheyra verkalýðsstétt í samfélagi þar sem mannkostir eru nú mældir í fjárhagslegum hagnaði, völdum og eignum. Þar sem öllu skiptir að vera af réttri fjölskyldu til að “verða eitthvað” og þar sem það þykir enn fjarstæðukennt að fólk sem flytur hingað erlendis frá eigi að njóta sömu réttinda og kjara og við sem erum hér fædd. Í Eflingu eru helmingur félagsmanna af erlendu bergi brotin og stærstur hluti þeirra er frá Póllandi og þannig hefur það verið í mörg ár en það er samt fyrst núna með nýrri stjórn að unnið er út frá því að stjórn og nefndir stéttarfélagsins endurspegli félagsmenn, að það endurspegli kynjahlutföll og uppruna félagsmanna. Formaður og varaformaður Eflingar. Til að mynda er varaformaður Eflingar nú pólsk, hún Agnieszka Ewa Ziólkowska. Ég kynntist Agnieszku í kjarabaráttunni veturinn 2018-19, hún var strætóbílstjóri og trúnaðarmaður Eflingar á vinnustað sínum, henni tókst með elju sinni og réttsýni að hjálpa samstarfsfólki sínu þegar á þeim er brotið, að sameina þau í kröfum sínum um betri kjör og allt þetta gerði hún ólétt og svo með 2 lítil börn. Hún er dugnaðarforkur og ofurkona og er í ofanálag fyrsta erlenda konan -fyrsta pólska konan til að gegna svo mikilvægu embætti í íslensku stéttarfélagi. Með Sólveigu Önnu og Agnieszku í fararbroddi megum við vænta frekari breytinga til góðs, ekki einungis að kjör og kaup verkafólks muni batna heldur einnig að virðing við verkafólk og ekki síst erlent verkafólk verði aukin. Að aftur verði talin dyggð í íslensku samfélagi að vera vinnusöm, réttsýn og að standa með náunganum. Ég veit að amma hefði verið ánægð með Sólveigu Önnu og Agnieszku og það er besta hrós sem ég get gefið. Framtíðin er bjartari vegna þeirra.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun