Börn með skarð í vör Lárus Sigurður Lárusson skrifar 21. mars 2020 09:10 Skv. 76. gr. stjórnarskrárinnar skal í lögum tryggja öllum sem þess þurfa aðstoð vegna sjúkleika. Í 3. mgr. sama ákvæðis er börnum tryggð aukin vernd og skal í lögum tryggja þeim umönnun sem velferð þeirra krefst. Víða í lögum er kveðið á um rétt einstaklinga til heilbrigðisþjónustu og jafnt aðgengi þeirra að henni. Nefna má lög um réttindi sjúklinga, lög um heilbrigðisþjónustu og lög um sjúkratryggingar. Skv. 20. gr. laga um sjúkratryggingar skulu nauðsynlegra tannlækninga og tannréttinga vegna alvarlegra afleiðinga meðfæddra galla falla undir sjúkratryggingar. Af orðalagi laganna að dæmi mætti ætla að ríkið greiddi tannlæknaþjónustu allra barna með alvarlega meðfædda galla, s.s. skarð í vör og vik í góm. í reglugerð heilbrigðisráðherra er kveðið á um greiðsluþáttöku sjúkratrygginga í tilviki alvarlegra meðfæddra galla og sjúkdóma. Nýlega var reglugerðinni breytt í þá vera að taka til skarðs í efri tannboga eða klofins góms, harða eða mjúka, sem valdið hefur alvarlegri tannskekkju og annarra heilkenna. Lengi var deilt um hvort túlka ætti orðlag reglugerðarinnar þannig að almenna reglan væri sú að skarð í vör teldist alvarlegt tilvik ellegar hvort leggja þyrfti á það mat í hverju tilviki fyrir sig hvort slíkur meðfæddur galli væri það mikill að hann gæti talist alvarlegt tilvik. Fyrri túlkunarleiðin hefði þýtt að öll börn með skarð í vör fengu bróðurpartinn af tannlæknakostnaði sínum greiddan af ríkinu en seinni túlkunarkostur myndi leiða af sér að einungis alvarlegustu tilvikin fengu það hlutfall kostnaðarins greiddan. Af einhverjum ástæðum var ákveðið að velja síðari kostinn með þeim afleiðingum að fjöldi barna með skarð í vör og vik í góm fengu ekki tannlæknakostnað sinn greiddan nema að takmörkuðu leyti. Innan Sjúkratrygginar Íslands var starfrækt sérstök fagnefnd til þess að leggja mat á alvarleika tilvika og virtist nefndin líta svo á að eingöngu allra alvarlegustu tilvikin ættu rétt á greiðslum frá ríkinu. Þessi afstaða stangaðist annkanalega á við fyrrgreint orðalag laga, reglugerðar og ekki síst stjórnarskrár. Þótt núverandi ráðherra hafi gert nokkra bragarbót á þessu með breytingum á fyrrgreindri reglugerð þá er enn ekki búið að taka allan vafa af. Þá hefur píslarganga þessara barna verið lengd ef eitthvað er með breytingunni. Nú þurfa foreldrar þessara barna fyrst að leita til tannlæknadeildar Háskóla Íslands og fara með börn sín í greiningu þar áður en þau fara með börnin til tannlæknis. Áður gátu foreldar leitað beint til tannlæknis í sinni heimabyggð. Nú þurfa allri að leita fyrst til tannlæknadeildar Háskóla Íslands í Reykjavík. Þá er heldur ekki tekin af tvímæli um hvort Sjúkratryggingum sé heimitl að starfrækja fagnefnd til þess að leggja mat á umsóknir um greiðsluþátttöku sem svipuðum hætti og áður var. Við erum öll sammála um mikilvægi þess að börn með meðfædda galla fái alla þá heilbrigðisþjónustu sem þau þurfa. Það er skoðun mín að ríkið eigi að greiða fyrir þá þjónustu að mestu leyti og réttur barna eigi að vera skýr í lögum hvað það varðar. Það er brýnt að taka af öll tvímæli í þessum efnum og auðvelda börnum og foreldum þeirra að feta þessa braut en setja ekk stein í götu þeirra með óþarfa skilyrðum. Höfundur er lögmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Skv. 76. gr. stjórnarskrárinnar skal í lögum tryggja öllum sem þess þurfa aðstoð vegna sjúkleika. Í 3. mgr. sama ákvæðis er börnum tryggð aukin vernd og skal í lögum tryggja þeim umönnun sem velferð þeirra krefst. Víða í lögum er kveðið á um rétt einstaklinga til heilbrigðisþjónustu og jafnt aðgengi þeirra að henni. Nefna má lög um réttindi sjúklinga, lög um heilbrigðisþjónustu og lög um sjúkratryggingar. Skv. 20. gr. laga um sjúkratryggingar skulu nauðsynlegra tannlækninga og tannréttinga vegna alvarlegra afleiðinga meðfæddra galla falla undir sjúkratryggingar. Af orðalagi laganna að dæmi mætti ætla að ríkið greiddi tannlæknaþjónustu allra barna með alvarlega meðfædda galla, s.s. skarð í vör og vik í góm. í reglugerð heilbrigðisráðherra er kveðið á um greiðsluþáttöku sjúkratrygginga í tilviki alvarlegra meðfæddra galla og sjúkdóma. Nýlega var reglugerðinni breytt í þá vera að taka til skarðs í efri tannboga eða klofins góms, harða eða mjúka, sem valdið hefur alvarlegri tannskekkju og annarra heilkenna. Lengi var deilt um hvort túlka ætti orðlag reglugerðarinnar þannig að almenna reglan væri sú að skarð í vör teldist alvarlegt tilvik ellegar hvort leggja þyrfti á það mat í hverju tilviki fyrir sig hvort slíkur meðfæddur galli væri það mikill að hann gæti talist alvarlegt tilvik. Fyrri túlkunarleiðin hefði þýtt að öll börn með skarð í vör fengu bróðurpartinn af tannlæknakostnaði sínum greiddan af ríkinu en seinni túlkunarkostur myndi leiða af sér að einungis alvarlegustu tilvikin fengu það hlutfall kostnaðarins greiddan. Af einhverjum ástæðum var ákveðið að velja síðari kostinn með þeim afleiðingum að fjöldi barna með skarð í vör og vik í góm fengu ekki tannlæknakostnað sinn greiddan nema að takmörkuðu leyti. Innan Sjúkratrygginar Íslands var starfrækt sérstök fagnefnd til þess að leggja mat á alvarleika tilvika og virtist nefndin líta svo á að eingöngu allra alvarlegustu tilvikin ættu rétt á greiðslum frá ríkinu. Þessi afstaða stangaðist annkanalega á við fyrrgreint orðalag laga, reglugerðar og ekki síst stjórnarskrár. Þótt núverandi ráðherra hafi gert nokkra bragarbót á þessu með breytingum á fyrrgreindri reglugerð þá er enn ekki búið að taka allan vafa af. Þá hefur píslarganga þessara barna verið lengd ef eitthvað er með breytingunni. Nú þurfa foreldrar þessara barna fyrst að leita til tannlæknadeildar Háskóla Íslands og fara með börn sín í greiningu þar áður en þau fara með börnin til tannlæknis. Áður gátu foreldar leitað beint til tannlæknis í sinni heimabyggð. Nú þurfa allri að leita fyrst til tannlæknadeildar Háskóla Íslands í Reykjavík. Þá er heldur ekki tekin af tvímæli um hvort Sjúkratryggingum sé heimitl að starfrækja fagnefnd til þess að leggja mat á umsóknir um greiðsluþátttöku sem svipuðum hætti og áður var. Við erum öll sammála um mikilvægi þess að börn með meðfædda galla fái alla þá heilbrigðisþjónustu sem þau þurfa. Það er skoðun mín að ríkið eigi að greiða fyrir þá þjónustu að mestu leyti og réttur barna eigi að vera skýr í lögum hvað það varðar. Það er brýnt að taka af öll tvímæli í þessum efnum og auðvelda börnum og foreldum þeirra að feta þessa braut en setja ekk stein í götu þeirra með óþarfa skilyrðum. Höfundur er lögmaður
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar