Tveir leikir eru sýndir í beinni úr ensku b-deildinni. Nottingham Forest mætir Birmingham í beinni á Stöð 2 Sport 2 kl. 14:55. Watford tekur síðan á móti Norwich í toppbaráttuslag en bein útsending hefst á Stöð 2 Sport 2 kl. 19:40.
Kl. 21:00 hefst beint streymi frá þættinum Rauðvín og Klakar á Stöð 2 Esport. Steindi Jr, MVPete, Digital Cuz og Óli FKN Jó fara á kostum yfir glasi af rauðvíni í klökum.
NBA-deildin heldur síðan áfram, Memphis Grizzlies mætir Atlanta Hawks kl. 22:00 á Stöð 2 Sport 2 en þær mætast hinir ungu og spennandi leikmenn Ja Morant sem leikur fyrir Memphis og Trae Young sem leikur fyrir Atlanta.
Alla dagskránna má síðan nálgast hér.