Primera dómurinn - Mikilvægt dómafordæmi varðandi verktakasamninga flugmanna Sonja Bjarnadóttir skrifar 23. desember 2020 10:01 Nýlega féll dómur félagsdóms í Danmörku þar sem staðfest var að flugfélagið Primera braut gegn lögum með því að ráða flugmenn með heimahöfn (e. home base) í Danmörku sem verktaka. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að flugmaður sem ráðinn var inn sem verktaki með heimahöfn í Danmörku ætti rétt á sömu launum og réttindum og samstarfsfélagar hans sem störfuðu eftir kjarasamningi hjá sama fyrirtæki. Flugfélagið Primera hafði þá ráðið inn flugmenn sem verktaka frá dótturfélagi staðsettu á Guernsey. Þeir höfðu heimahöfn í Danmörku en nutu ekki lífeyrisgreiðslna, orlofs og fengu eingöngu greidda 10 veikindadaga á ári. Með dóminum er sett mikilvægt fordæmi um að ekki er heimilt að undirbjóða kjarasamninga með þessum hætti, þ.e. með því að fara framhjá kjarasamningsbundnum launum og réttindum með verktakaforminu. Það hefur verið ofarlega í hugum félagsmanna Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) að tryggja þurfi betur ráðningarfyrirkomulag flugmanna enda hefur það bein tengsl við flugöryggi. FÍA hefur undanfarið haldið sínum sjónarmiðum á lofti í umsögnum, álitum og á fundum um málið með ráðuneytum og þingnefndum. Þar hefur FÍA lagt þunga áherslu á mikilvægi þess að í íslenskri löggjöf verði lagst með skýrum hætti gegn því að ráðningar flugmanna fari fram með óhefðbundnum hætti, þ.e. í gegnum starfsmannaleigur og með verktakasamningum. Dómurinn í máli Primera styður þá afstöðu FÍA og gefur mikilvægt fordæmi varðandi málefnið. Örar breytingar í flugheimi Undanfarinn áratug hefur víða orðið breyting á ráðningarfyrirkomulagi flugmanna og þá sérstaklega innan Evrópu. Tilvikum þar sem flugmenn eru ráðnir með óhefðbundnum hætti (e. atypical employment), s.s. í gegnum starfsmannaleigur og með verktakasamningum hefur fjölgað. Flugmenn sem ráðnir eru þannig til starfa njóta lakari kjara, starfsöryggi er minna og réttindi sem áunnist hafa með gerð kjarasamninga eru ekki til staðar líkt og veikinda- og orlofsréttur, þ.m.t. réttur til fæðingarorlofs. Hagnaðurinn af verktöku er allur hjá flugrekanda sem sleppur við að greiða launatengd gjöld og ýmsan annan kostnað við starfsmannahald. Nú í kjölfar Covid heimsfaraldursins og vegna áhrifa hans á flugrekstur hafa vaknað áhyggjur í alþjóðasamfélagi flugmanna um frekari þróun í átt að óhefðbundnum ráðningum flugmanna. Þá skal bent á að flugmaður getur í eðli sínu ekki starfað sem verktaki þar sem starfsumhverfi og skyldur hans uppfylla ekki skilyrði verktöku sem sett hafa verið fram í lögum og dómaframkvæmd. Flugmaður starfar ekki sjálfstætt eins og á við um verktaka. Hann mætir ekki með eigin tæki og tól til vinnu, hann ræður hvorki vinnutíma sínum né verkefnum og getur ekki ráðið aðra sér til aðstoðar. Óhefðbundin ráðning er ógn við flugöryggi Rannsóknir hafa sýnt fram á að munur er á afstöðu flugmanna til öryggisstefnu vinnuveitanda eftir því með hvaða hætti starfsmaðurinn er ráðinn og að slíkt getur haft áhrif á flugöryggi. Þá gaf framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins út skýrslu árið 2019 sem ber heitið „Aviation Strategy for Europe: Maintaining and promoting high social standards“ þar sem lögð er fram heildaráætlun er miðar að því að viðhalda og efla félagsleg réttindi innan flugiðnaðarins. Starfsöryggi er flugmönnum hugleikið. Þeir flugmenn sem starfa sem verktakar búa sjaldnast við rétt til endurráðningar missi þeir vinnuna af einhverjum orsökum. Samtök flugmanna um allan heim hafa lagt áherslu á að starfsöryggi sé beintengt við flugöryggi. Flugmaður sem óttast um starf sitt er líklegri til að byggja ákvarðanatöku á röngum forsendum en hinn sem starfar samkvæmt leikreglum kjarasamnings. Þegar starfsöryggi er ótryggt er flugmaður ólíklegri til að stoppa vél vegna hugsanlegra öryggisþátta með tilheyrandi kostnaði fyrir flugrekandann. Hann er einnig líklegri til að mæta illa fyrir kallaður til vinnu vegna veikinda eða þreytu af ótta við að það verði notað gegn honum komi til fækkunar flugmanna auk þess sem veikindaréttur er að öllum líkindum lítill sem enginn. Skýrslugerð er einnig ríkur þáttur í öryggismenningu í flugi og eru flugmenn hvattir til að skila inn skýrslum um öll hugsanleg atvik og þ.m.t. eigin mistök sem hefðu getað leitt til slyss eða tilkynningaskylds atviks. Flugmenn sem eru í beinu ráðningarsambandi og starfa samkvæmt kjarasamningi eru líklegri til að skila inn slíkum skýrslum og þar með efla flugöryggi líkt og kemur fram í rannsókn London School of Economics and Political Science „European pilots´perceptions of safety culture in European Aviation“ frá 2016 og hins vegar í rannsókn Háskólans í Gautaborg „High-flying risks. Variations in working conditions, health and safety behaviours among commercial airline pilots in relation to safety climate.“ Sterk vinnulöggjöf kemur í veg fyrir félagslegt undirboð Af framansögðu teljum við mikilvægt að beint ráðningarsamband sem byggt er á kjarasamningi sé meginregla sem flugrekendum er starfa samkvæmt íslensku flugrekstrarleyfi verði gert að hlíta. Þessu hafa Danir náð fram, sbr. nýlegan félagsdóm Danmerkur sem nefndur var hér að framan. Af dóminum í máli Primera flugfélagsins má einnig leiða að regluverk Evrópusambandsins nær ekki að fyrirbyggja félagsleg undirboð með fullnægjandi hætti. Sterk vinnulöggjöf í Danmörku setur skýr mörk hvað þetta varðar og hefur leitt til þess að flugrekendum sem stunda félagslegt undirboð hefur gengið afar illa að festa sig í sessi þar í landi og hefur ítrekað verið bolað burtu þaðan. Þetta segir okkur að við getum spyrnt á móti á sama tíma og við virðum fjórfrelsi EES samningsins. Höfundur er lögfræðingur Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fréttir af flugi Kjaramál Mest lesið Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Eitt samfélag fyrir alla Logi Einarsson Skoðun Bókin samsvarar ekki allri þekkingunni Davíð Snær Jónsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Sjá meira
Nýlega féll dómur félagsdóms í Danmörku þar sem staðfest var að flugfélagið Primera braut gegn lögum með því að ráða flugmenn með heimahöfn (e. home base) í Danmörku sem verktaka. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að flugmaður sem ráðinn var inn sem verktaki með heimahöfn í Danmörku ætti rétt á sömu launum og réttindum og samstarfsfélagar hans sem störfuðu eftir kjarasamningi hjá sama fyrirtæki. Flugfélagið Primera hafði þá ráðið inn flugmenn sem verktaka frá dótturfélagi staðsettu á Guernsey. Þeir höfðu heimahöfn í Danmörku en nutu ekki lífeyrisgreiðslna, orlofs og fengu eingöngu greidda 10 veikindadaga á ári. Með dóminum er sett mikilvægt fordæmi um að ekki er heimilt að undirbjóða kjarasamninga með þessum hætti, þ.e. með því að fara framhjá kjarasamningsbundnum launum og réttindum með verktakaforminu. Það hefur verið ofarlega í hugum félagsmanna Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) að tryggja þurfi betur ráðningarfyrirkomulag flugmanna enda hefur það bein tengsl við flugöryggi. FÍA hefur undanfarið haldið sínum sjónarmiðum á lofti í umsögnum, álitum og á fundum um málið með ráðuneytum og þingnefndum. Þar hefur FÍA lagt þunga áherslu á mikilvægi þess að í íslenskri löggjöf verði lagst með skýrum hætti gegn því að ráðningar flugmanna fari fram með óhefðbundnum hætti, þ.e. í gegnum starfsmannaleigur og með verktakasamningum. Dómurinn í máli Primera styður þá afstöðu FÍA og gefur mikilvægt fordæmi varðandi málefnið. Örar breytingar í flugheimi Undanfarinn áratug hefur víða orðið breyting á ráðningarfyrirkomulagi flugmanna og þá sérstaklega innan Evrópu. Tilvikum þar sem flugmenn eru ráðnir með óhefðbundnum hætti (e. atypical employment), s.s. í gegnum starfsmannaleigur og með verktakasamningum hefur fjölgað. Flugmenn sem ráðnir eru þannig til starfa njóta lakari kjara, starfsöryggi er minna og réttindi sem áunnist hafa með gerð kjarasamninga eru ekki til staðar líkt og veikinda- og orlofsréttur, þ.m.t. réttur til fæðingarorlofs. Hagnaðurinn af verktöku er allur hjá flugrekanda sem sleppur við að greiða launatengd gjöld og ýmsan annan kostnað við starfsmannahald. Nú í kjölfar Covid heimsfaraldursins og vegna áhrifa hans á flugrekstur hafa vaknað áhyggjur í alþjóðasamfélagi flugmanna um frekari þróun í átt að óhefðbundnum ráðningum flugmanna. Þá skal bent á að flugmaður getur í eðli sínu ekki starfað sem verktaki þar sem starfsumhverfi og skyldur hans uppfylla ekki skilyrði verktöku sem sett hafa verið fram í lögum og dómaframkvæmd. Flugmaður starfar ekki sjálfstætt eins og á við um verktaka. Hann mætir ekki með eigin tæki og tól til vinnu, hann ræður hvorki vinnutíma sínum né verkefnum og getur ekki ráðið aðra sér til aðstoðar. Óhefðbundin ráðning er ógn við flugöryggi Rannsóknir hafa sýnt fram á að munur er á afstöðu flugmanna til öryggisstefnu vinnuveitanda eftir því með hvaða hætti starfsmaðurinn er ráðinn og að slíkt getur haft áhrif á flugöryggi. Þá gaf framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins út skýrslu árið 2019 sem ber heitið „Aviation Strategy for Europe: Maintaining and promoting high social standards“ þar sem lögð er fram heildaráætlun er miðar að því að viðhalda og efla félagsleg réttindi innan flugiðnaðarins. Starfsöryggi er flugmönnum hugleikið. Þeir flugmenn sem starfa sem verktakar búa sjaldnast við rétt til endurráðningar missi þeir vinnuna af einhverjum orsökum. Samtök flugmanna um allan heim hafa lagt áherslu á að starfsöryggi sé beintengt við flugöryggi. Flugmaður sem óttast um starf sitt er líklegri til að byggja ákvarðanatöku á röngum forsendum en hinn sem starfar samkvæmt leikreglum kjarasamnings. Þegar starfsöryggi er ótryggt er flugmaður ólíklegri til að stoppa vél vegna hugsanlegra öryggisþátta með tilheyrandi kostnaði fyrir flugrekandann. Hann er einnig líklegri til að mæta illa fyrir kallaður til vinnu vegna veikinda eða þreytu af ótta við að það verði notað gegn honum komi til fækkunar flugmanna auk þess sem veikindaréttur er að öllum líkindum lítill sem enginn. Skýrslugerð er einnig ríkur þáttur í öryggismenningu í flugi og eru flugmenn hvattir til að skila inn skýrslum um öll hugsanleg atvik og þ.m.t. eigin mistök sem hefðu getað leitt til slyss eða tilkynningaskylds atviks. Flugmenn sem eru í beinu ráðningarsambandi og starfa samkvæmt kjarasamningi eru líklegri til að skila inn slíkum skýrslum og þar með efla flugöryggi líkt og kemur fram í rannsókn London School of Economics and Political Science „European pilots´perceptions of safety culture in European Aviation“ frá 2016 og hins vegar í rannsókn Háskólans í Gautaborg „High-flying risks. Variations in working conditions, health and safety behaviours among commercial airline pilots in relation to safety climate.“ Sterk vinnulöggjöf kemur í veg fyrir félagslegt undirboð Af framansögðu teljum við mikilvægt að beint ráðningarsamband sem byggt er á kjarasamningi sé meginregla sem flugrekendum er starfa samkvæmt íslensku flugrekstrarleyfi verði gert að hlíta. Þessu hafa Danir náð fram, sbr. nýlegan félagsdóm Danmerkur sem nefndur var hér að framan. Af dóminum í máli Primera flugfélagsins má einnig leiða að regluverk Evrópusambandsins nær ekki að fyrirbyggja félagsleg undirboð með fullnægjandi hætti. Sterk vinnulöggjöf í Danmörku setur skýr mörk hvað þetta varðar og hefur leitt til þess að flugrekendum sem stunda félagslegt undirboð hefur gengið afar illa að festa sig í sessi þar í landi og hefur ítrekað verið bolað burtu þaðan. Þetta segir okkur að við getum spyrnt á móti á sama tíma og við virðum fjórfrelsi EES samningsins. Höfundur er lögfræðingur Félags íslenskra atvinnuflugmanna.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun