Haltu kjafti, hlýddu og vertu góður Karl Gauti Hjaltason skrifar 10. desember 2020 14:00 Af hverju gengur mörgum drengjum svona illa að læra og miklu verr en stúlkunum? Er það vegna þess að þeir eru svona óþekkir og latir? Af hverju geta þeir ekki setið og hagað sér vel. Þá myndi allt ganga svo miklu betur? Fyrirmyndarnemandinn Viðmið um rétta hegðun er að fyrirmyndarbarnið eigi að vera stillt og þægt, læra og hlýða kennaranum. Afskaplega fáir drengir ná að uppfylla þessar væntingar hvað þá í langri kennslustund. Stúlkur eiga margar auðvelt með að haga sér svo vel líki. Strákapör ekki liðin Skólarnir eru almennt óþolinmóðir gagnvart því sem nefnt var strákapör fyrir nokkrum áratugum. Nú er slík hegðun oftar talin óviðunandi, jafnvel óeðlileg. Fyrirferðarmiklir drengirnir fá á sig stimpilinn „óþekkir“ jafnvel „ofvirkir“. Þörfum þeirra er ekki mætt og þeir finna sig ekki í náminu. Afleiðingin er sú að stórum hluta drengja líður illa í skóla. Einungis sú staðreynd ætti að hringja bjöllum um að lagfæringa sé þörf. Vanlíðan og brottfall Árangurinn er eins og við má búast, strákar standa sig almennt miklu ver en stúlkur. Og afleiðingarnar halda áfram að koma fram eftir því sem fram vindur. Þriðjungur drengja geta ekki lesið sér til gagns í lok grunnskólagöngu, meðan það hlutfall er mun lægra meðal stúlkna. Afleiðingar þessa fylgja strákunum fram eftir öllum ungdómsárunum. Unglingspiltar hverfa úr framhaldsskólunum. Miklu færri karlar stunda háskólanám og einungis 30% af þeim sem útskrifast með meistaragráðu úr háskólum eru karlar. Djúpstæðar afleiðingar Ungir karlar lenda í alls kyns klandri og sést það glögglega í öllum tölum, sem fjalla um tíðni afbrota, ofbeldis, fíkniefnaneyslu, fangelsisrefsinga og sjálfsvíga. Margir ungir karlmenn ná ekki tökum á lífi sínu lengi framan af ævi, öfugt við jafnaldra þeirra meðal kvenna. Kveikja áhuga Grunnurinn virðist vera læsi á fyrstu skólaárunum. Vandinn við að bæta lestur drengja er ekki óleysanlegur. Einungis þarf viðhorfsbreytingu og vilja. Gagnreyndar aðferðir þarf að nota. Kennslufræði nútímans virðist vera búin að afskrifa þær. Þrátt fyrir ábendingar fjölmargra lærimeistara virðist illa ganga að snúa kennsluaðferðum að þessu leyti. Til þess að ná leikni á hvaða sviði sem er þarf að ná undirstöðuatriðunum. Það er lykillinn að árangri. Hrós, ærsl og keppni Drengir þurfa öðruvísi örvun en stúlkur. Kennsluaðferðum sem snúa að drengjum þarf að breyta og sníða þær að þörfum þeirra. Þeim þarf að hrósa fyrir frammistöðu á annan mælikvarða en nú er ástundað. Leggja þarf meiri áherslu á uppbrot og keppni í námi drengja. Hættum að gera þá óörugga með sjálfa sig af því að þeir eru ekki nákvæmlega eins og kerfið krefst. Eflum líka strákana okkar! Fyrirsögnin Upphafsorð þessarar greinar er sótt í kveðskap eftir Kristján Níels Jónsson, sem nefndi sjálfan sig Káinn og eiga vel við efni greinarinnar um viðhorf til drengja í skólakerfinu. En vísan hljóðar svo í heild: Ný vögguvísa Farðu að sofa, blessað barnið smáa,brúkaðu ekki minnsta fjandans þráa.Haltu kjafti! Hlýddu og vertu góður!Heiðra skaltu föður þinn og móður. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Skoðun: Kosningar 2021 Alþingi Karl Gauti Hjaltason Tengdar fréttir Ólæsir ærslabelgir „Rúmlega helmingur landsmanna mun vera kvenfólk, tæplega helmingur landsmanna erum við menn“. Svona sungu Stuðmenn hér um árið. 30. nóvember 2020 17:01 Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Af hverju gengur mörgum drengjum svona illa að læra og miklu verr en stúlkunum? Er það vegna þess að þeir eru svona óþekkir og latir? Af hverju geta þeir ekki setið og hagað sér vel. Þá myndi allt ganga svo miklu betur? Fyrirmyndarnemandinn Viðmið um rétta hegðun er að fyrirmyndarbarnið eigi að vera stillt og þægt, læra og hlýða kennaranum. Afskaplega fáir drengir ná að uppfylla þessar væntingar hvað þá í langri kennslustund. Stúlkur eiga margar auðvelt með að haga sér svo vel líki. Strákapör ekki liðin Skólarnir eru almennt óþolinmóðir gagnvart því sem nefnt var strákapör fyrir nokkrum áratugum. Nú er slík hegðun oftar talin óviðunandi, jafnvel óeðlileg. Fyrirferðarmiklir drengirnir fá á sig stimpilinn „óþekkir“ jafnvel „ofvirkir“. Þörfum þeirra er ekki mætt og þeir finna sig ekki í náminu. Afleiðingin er sú að stórum hluta drengja líður illa í skóla. Einungis sú staðreynd ætti að hringja bjöllum um að lagfæringa sé þörf. Vanlíðan og brottfall Árangurinn er eins og við má búast, strákar standa sig almennt miklu ver en stúlkur. Og afleiðingarnar halda áfram að koma fram eftir því sem fram vindur. Þriðjungur drengja geta ekki lesið sér til gagns í lok grunnskólagöngu, meðan það hlutfall er mun lægra meðal stúlkna. Afleiðingar þessa fylgja strákunum fram eftir öllum ungdómsárunum. Unglingspiltar hverfa úr framhaldsskólunum. Miklu færri karlar stunda háskólanám og einungis 30% af þeim sem útskrifast með meistaragráðu úr háskólum eru karlar. Djúpstæðar afleiðingar Ungir karlar lenda í alls kyns klandri og sést það glögglega í öllum tölum, sem fjalla um tíðni afbrota, ofbeldis, fíkniefnaneyslu, fangelsisrefsinga og sjálfsvíga. Margir ungir karlmenn ná ekki tökum á lífi sínu lengi framan af ævi, öfugt við jafnaldra þeirra meðal kvenna. Kveikja áhuga Grunnurinn virðist vera læsi á fyrstu skólaárunum. Vandinn við að bæta lestur drengja er ekki óleysanlegur. Einungis þarf viðhorfsbreytingu og vilja. Gagnreyndar aðferðir þarf að nota. Kennslufræði nútímans virðist vera búin að afskrifa þær. Þrátt fyrir ábendingar fjölmargra lærimeistara virðist illa ganga að snúa kennsluaðferðum að þessu leyti. Til þess að ná leikni á hvaða sviði sem er þarf að ná undirstöðuatriðunum. Það er lykillinn að árangri. Hrós, ærsl og keppni Drengir þurfa öðruvísi örvun en stúlkur. Kennsluaðferðum sem snúa að drengjum þarf að breyta og sníða þær að þörfum þeirra. Þeim þarf að hrósa fyrir frammistöðu á annan mælikvarða en nú er ástundað. Leggja þarf meiri áherslu á uppbrot og keppni í námi drengja. Hættum að gera þá óörugga með sjálfa sig af því að þeir eru ekki nákvæmlega eins og kerfið krefst. Eflum líka strákana okkar! Fyrirsögnin Upphafsorð þessarar greinar er sótt í kveðskap eftir Kristján Níels Jónsson, sem nefndi sjálfan sig Káinn og eiga vel við efni greinarinnar um viðhorf til drengja í skólakerfinu. En vísan hljóðar svo í heild: Ný vögguvísa Farðu að sofa, blessað barnið smáa,brúkaðu ekki minnsta fjandans þráa.Haltu kjafti! Hlýddu og vertu góður!Heiðra skaltu föður þinn og móður. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi.
Ólæsir ærslabelgir „Rúmlega helmingur landsmanna mun vera kvenfólk, tæplega helmingur landsmanna erum við menn“. Svona sungu Stuðmenn hér um árið. 30. nóvember 2020 17:01
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun