Grundvallarbreyting í leikskólum landsins án nægrar ígrundunar Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir skrifar 8. desember 2020 07:31 Kæru samborgarar, stytting vinnuvikunnar er þarft verkefni fyrir samfélagið okkar og ekki síst fjölskyldufólk. Fæstir gera sér þó grein fyrir hvaða áhrif stytting vinnuvikunnar mun hafa á leikskóla því að hún má ekki kosta krónu aukalega. Allir leikskólar landsins standa nú frammi fyrir því verkefni að skipuleggja leikskólastarf með færra starfsfólki því að nú á að innleiða 36 stunda vinnuviku án þess að auka nokkuð við mönnun. Kennsla og umönnun barna er ekki verkefni sem er hægt að vinna hraðar eða stinga ofan í skúffu og klára daginn eftir. Börnin okkar þarfnast góðs starfsfólks sem hefur tíma og þekkingu til að sinna þeim að alúð og fagmennsku. Stytting vinnuvikunnar leiðir til undirmönnunar alla daga á hverjum einasta leikskóla á Íslandi. Ég tel íslenska leikskóla vera framúrskarandi á margan hátt en þessi breyting mun færa gæði íslensks leikskólastarf mörg ár aftur. Ein af forsendum styttingar vinnuvikunnar er að ekki mega skerða þjónustu en það sér hver sem vill sjá að slík undirmönnun er skerðing á þjónustu við börnin. Opinberi skilningurinn virðist vera að svo lengi sem opnunartími leikskóla skerðist ekki sé það ekki þjónustuskerðing, gæði starfsins og öryggi barnanna hafa þar ekkert vægi. Ég geri mér grein fyrir að leikskólar eru ekki þeir einu sem þurfa að ráða fram úr flóknum viðfangsefnum varðandi styttingu vinnuvikunnar en nemendur okkar eru viðkvæmir skjólstæðingar og að okkur ber að standa vörð um hagsmuni þeirra. Ég tel styttingu vinnuvikunnar vera þarft verkefni en ég tel að þessi útfærsla sem ekki má kosta krónu sé röng leið og verið sé að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Við erum að gera grundvallarbreytingu á fyrsta skólastiginu í miðjum covid storminum þar sem leikskólar starfa eftir ströngum sóttvarnarreglum og eru uppteknir við að komast í gegnum kófið. Það er sérlega erfitt að ræða þessar breytingar eins og þarf þegar allir starfsmenn eru aðskildir í sóttvarnarhólfum og bæði starfsmenn og stjórnendur eru langþreyttir eftir langan covid vetur. Ég legg því til að starfsmenn leikskóla fari rólega í slíkar grundvallarbreytingar og byrji á lágmarksstyttingu. Það er skýrt í kjarasamningum að stytting vinnuvikunnar er samvinnuverkefni á hverjum vinnustað. Látum ekki ytri þrýsting, tímaskort og covidþreytu hafa áhrif á fagmennsku okkar og verum óhrædd við að vera talsmenn leikskólabarna. Ef þú starfar í leikskóla og ert sammála mér um að stíga varlega til jarðar mæli ég með að þú vekir athygli á málinu á þínum vinnustað og á samfélagsmiðlum. Þú getur bæst í hópinn „Förum hægt í styttingu vinnuviku leikskólastarfsmanna“ á Facebook. Ef að þú er foreldri eða aðstandandi leikskólabarns hvet ég þig til að vekja athygli á þessu á samfélagsmiðlum og skrifa sveitarfélaginu þínu hvatningu til að bæta mönnun leikskóla í samræmi við styttinguna. Þú getur bæst í hópinn „Förum hægt í styttingu vinnuviku leikskólastarfsmanna“ á Facebook. Höfundur er deildarstjóri í leikskóla og talsmaður leikskólaþróunar sem hefur hagsmuni barna að leiðarljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Stytting vinnuvikunnar Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Kæru samborgarar, stytting vinnuvikunnar er þarft verkefni fyrir samfélagið okkar og ekki síst fjölskyldufólk. Fæstir gera sér þó grein fyrir hvaða áhrif stytting vinnuvikunnar mun hafa á leikskóla því að hún má ekki kosta krónu aukalega. Allir leikskólar landsins standa nú frammi fyrir því verkefni að skipuleggja leikskólastarf með færra starfsfólki því að nú á að innleiða 36 stunda vinnuviku án þess að auka nokkuð við mönnun. Kennsla og umönnun barna er ekki verkefni sem er hægt að vinna hraðar eða stinga ofan í skúffu og klára daginn eftir. Börnin okkar þarfnast góðs starfsfólks sem hefur tíma og þekkingu til að sinna þeim að alúð og fagmennsku. Stytting vinnuvikunnar leiðir til undirmönnunar alla daga á hverjum einasta leikskóla á Íslandi. Ég tel íslenska leikskóla vera framúrskarandi á margan hátt en þessi breyting mun færa gæði íslensks leikskólastarf mörg ár aftur. Ein af forsendum styttingar vinnuvikunnar er að ekki mega skerða þjónustu en það sér hver sem vill sjá að slík undirmönnun er skerðing á þjónustu við börnin. Opinberi skilningurinn virðist vera að svo lengi sem opnunartími leikskóla skerðist ekki sé það ekki þjónustuskerðing, gæði starfsins og öryggi barnanna hafa þar ekkert vægi. Ég geri mér grein fyrir að leikskólar eru ekki þeir einu sem þurfa að ráða fram úr flóknum viðfangsefnum varðandi styttingu vinnuvikunnar en nemendur okkar eru viðkvæmir skjólstæðingar og að okkur ber að standa vörð um hagsmuni þeirra. Ég tel styttingu vinnuvikunnar vera þarft verkefni en ég tel að þessi útfærsla sem ekki má kosta krónu sé röng leið og verið sé að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Við erum að gera grundvallarbreytingu á fyrsta skólastiginu í miðjum covid storminum þar sem leikskólar starfa eftir ströngum sóttvarnarreglum og eru uppteknir við að komast í gegnum kófið. Það er sérlega erfitt að ræða þessar breytingar eins og þarf þegar allir starfsmenn eru aðskildir í sóttvarnarhólfum og bæði starfsmenn og stjórnendur eru langþreyttir eftir langan covid vetur. Ég legg því til að starfsmenn leikskóla fari rólega í slíkar grundvallarbreytingar og byrji á lágmarksstyttingu. Það er skýrt í kjarasamningum að stytting vinnuvikunnar er samvinnuverkefni á hverjum vinnustað. Látum ekki ytri þrýsting, tímaskort og covidþreytu hafa áhrif á fagmennsku okkar og verum óhrædd við að vera talsmenn leikskólabarna. Ef þú starfar í leikskóla og ert sammála mér um að stíga varlega til jarðar mæli ég með að þú vekir athygli á málinu á þínum vinnustað og á samfélagsmiðlum. Þú getur bæst í hópinn „Förum hægt í styttingu vinnuviku leikskólastarfsmanna“ á Facebook. Ef að þú er foreldri eða aðstandandi leikskólabarns hvet ég þig til að vekja athygli á þessu á samfélagsmiðlum og skrifa sveitarfélaginu þínu hvatningu til að bæta mönnun leikskóla í samræmi við styttinguna. Þú getur bæst í hópinn „Förum hægt í styttingu vinnuviku leikskólastarfsmanna“ á Facebook. Höfundur er deildarstjóri í leikskóla og talsmaður leikskólaþróunar sem hefur hagsmuni barna að leiðarljósi.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar