Stytting vinnuvikunnar; hver er samningsaðili leikskólabarna? Bryndís Baldvinsdóttir, Sigrún Hulda Jónsdóttir og Sóley Gyða Jörundsdóttir skrifa 4. desember 2020 13:00 Opið bréf til: Félags-og barnamálaráðherra, Ásmundar Einars Daðasonar og Mennta- og menningarmálaráðherra, Lilju Alfreðsdóttur. Afrit sent á: Umboðsmann Barna, Barnaheill, Heimili og skóla landssamtök foreldra,Félag leikskólakennara, Félag stjórnenda í leikskólum, Samband íslenskra sveitafélaga og Vísi. Stytting vinnuvikunnar; hver er samningsaðili leikskólabarna? Umræða um styttingu vinnuvikunnar er áberandi í fjölmiðlum og meðal almennings um þessar mundir enda eðlilegt þar sem vinnustyttingin á að vera komin til framkvæmda 1.janúar 2021. Umræðan snýst að miklu leyti um útfærsluatriði og hvaða leiðir henta hverjum vinnustað. Í grunninn snýst vinnustyttingin um skilvirkara og fjölskylduvænna vinnuumhverfi eins og sjá má í nýlegum samþykktum kjarasamningum fjölda stéttarfélaga. Í ályktun á vef BHM segir um styttingu vinnuvikunnar: „Ekki þarf að hafa mörg orð um þann ávinning sem stytting vinnuvikunnar getur haft í för með sér fyrir vinnustaði hins opinbera og starfsfólk þess, en bætt vinnustaðamenning og betri nýting vinnutíma eru meðal helstu markmiða styttingarinnar. Með styttingu vinnuvikunnar verður vinnustaðurinn skilvirkari og um leið fjölskylduvænni og getur styttingin stuðlað að auknu jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði og inni á heimilum“. Forðumst að vinnustytting fullorðinna bitni á skóladegi barna Í leikskólum landsins dvelja yngstu þegnarnir, sem mæta daglega og eru þar lengst af sínum vökutíma. Skóladagur þeirra langflestra eru 40-45 klst. á viku eða8-9 klst. á dag í litlu rými og oftar en ekki í hávaðasömu umhverfi. Í faglegri umræðu innan leikskólanna er mikið rætt um vinnutímastyttingu. Leikskólastjórnendur og starfsmenn leikskóla liggja núna yfir skipulagi og reyna að finna leiðir til að útfæra vinnutímastyttinguna innan hvers skóla. Vinnutímastyttingin þarf að taka tillit til starfsemi stofnunarinnar, má ekki hafa aukinn kostnað í för með sér og ekki má skerða þjónustu. Það segir sig sjálft að þegar starfsmenn taka út vinnutímastyttingu án afleysingar mun það skerða þjónustu. Það mun ekki skerða þjónustu við foreldra, það mun skerða þjónustu við börnin og hafa áhrif á öryggi þeirra. Þegar vinnutímastyttingin verður komin til framkvæmda munu starfsmenn leikskóla þurfa að taka ábyrgð á starfsskyldum þeirra sem eru að taka út styttingu og jafnframt fleiri börnum. Álagið á starfsmannahópinn sem er í húsi hverju sinni verður óneitanlega meira og hætta á að yfirsýn yfir barnahópinn minnki. Starfsfólk leikskóla hefur hagsmuni barna fyrst og fremst að leiðarljósi. Við spyrjum okkur að því hvort sá ávinningur sem boðaður er muni skila sér í leikskólastarfið. Hann skilar sér í styttri viðveru starfsmanna en verður hann til hagsbóta fyrir börnin?Um leið og við fögnum styttingu vinnuvikunnar, sjáum við að metnaðarfullt leikskólastarf þar sem börnin eiga að upplifa gleði og lærdómsríka daga, sé í uppnámi vegna vinnutímastyttingar og fækkunar starfsmanna á viðverutíma þeirra án þess að til komi afleysing. Um þessa hagsmuni barna þarf formlega umræðu með aðkomu sveitarfélaga, atvinnulífsins, umboðsmanns barna og annarra þeirra sem vinna að málefnum og réttindum barna. Breytingar á vinnutíma ættu líka að vera börnum til hagsbóta. Eins og fram kemur í tölum Hagstofu Íslands um lengd skóladags leikskólabarna í landinu árið 2019, eru 84,6% eins árs barna og 89,6% tveggja til fimm ára barna, með 8-9 tíma langan skóladag. Í samanburði við lönd innan OECD eru íslensk börn með lengstu viðveru á dag í litlu rými og flesta daga ársins. Þetta þarf að skoða betur og setja mörk um hámarkslengd skóladags leikskólabarna í landinu. Með það að leiðarljósi að börn fái að njóta þess sem stytting vinnuvikunnar býður upp á þarf að taka mið af því sem stendur í Barnasáttmálanum: „Þegar fullorðnir taka ákvarðanir eiga þeir að hugsa um hvaða áhrif þær hafa á börn og eiga að gera það sem er best fyrir þau. Stjórnvöld eiga að tryggja að foreldrar verndi börnin sín og gæti þeirra eða aðrir í þeirra staða þegar þörf er á. Stjórnvöld eiga að sjá til þess að fólk sem ábyrgt er fyrir börnum hafi hagsmuni þeirra alltaf að leiðarljósi og staðir sem ætlaðir eru börnum uppfylli einnig þær skyldur“. Tryggjum öruggar starfsaðstæður í leikskólum, látum ekki vinnutímastyttingu bitna á börnum og setjum hæfileg mörk um lengd skóladags leikskólabarna. Höfundar eru leikskólastjórnendur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Skóla - og menntamál Stytting vinnuvikunnar Mest lesið Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Sjá meira
Opið bréf til: Félags-og barnamálaráðherra, Ásmundar Einars Daðasonar og Mennta- og menningarmálaráðherra, Lilju Alfreðsdóttur. Afrit sent á: Umboðsmann Barna, Barnaheill, Heimili og skóla landssamtök foreldra,Félag leikskólakennara, Félag stjórnenda í leikskólum, Samband íslenskra sveitafélaga og Vísi. Stytting vinnuvikunnar; hver er samningsaðili leikskólabarna? Umræða um styttingu vinnuvikunnar er áberandi í fjölmiðlum og meðal almennings um þessar mundir enda eðlilegt þar sem vinnustyttingin á að vera komin til framkvæmda 1.janúar 2021. Umræðan snýst að miklu leyti um útfærsluatriði og hvaða leiðir henta hverjum vinnustað. Í grunninn snýst vinnustyttingin um skilvirkara og fjölskylduvænna vinnuumhverfi eins og sjá má í nýlegum samþykktum kjarasamningum fjölda stéttarfélaga. Í ályktun á vef BHM segir um styttingu vinnuvikunnar: „Ekki þarf að hafa mörg orð um þann ávinning sem stytting vinnuvikunnar getur haft í för með sér fyrir vinnustaði hins opinbera og starfsfólk þess, en bætt vinnustaðamenning og betri nýting vinnutíma eru meðal helstu markmiða styttingarinnar. Með styttingu vinnuvikunnar verður vinnustaðurinn skilvirkari og um leið fjölskylduvænni og getur styttingin stuðlað að auknu jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði og inni á heimilum“. Forðumst að vinnustytting fullorðinna bitni á skóladegi barna Í leikskólum landsins dvelja yngstu þegnarnir, sem mæta daglega og eru þar lengst af sínum vökutíma. Skóladagur þeirra langflestra eru 40-45 klst. á viku eða8-9 klst. á dag í litlu rými og oftar en ekki í hávaðasömu umhverfi. Í faglegri umræðu innan leikskólanna er mikið rætt um vinnutímastyttingu. Leikskólastjórnendur og starfsmenn leikskóla liggja núna yfir skipulagi og reyna að finna leiðir til að útfæra vinnutímastyttinguna innan hvers skóla. Vinnutímastyttingin þarf að taka tillit til starfsemi stofnunarinnar, má ekki hafa aukinn kostnað í för með sér og ekki má skerða þjónustu. Það segir sig sjálft að þegar starfsmenn taka út vinnutímastyttingu án afleysingar mun það skerða þjónustu. Það mun ekki skerða þjónustu við foreldra, það mun skerða þjónustu við börnin og hafa áhrif á öryggi þeirra. Þegar vinnutímastyttingin verður komin til framkvæmda munu starfsmenn leikskóla þurfa að taka ábyrgð á starfsskyldum þeirra sem eru að taka út styttingu og jafnframt fleiri börnum. Álagið á starfsmannahópinn sem er í húsi hverju sinni verður óneitanlega meira og hætta á að yfirsýn yfir barnahópinn minnki. Starfsfólk leikskóla hefur hagsmuni barna fyrst og fremst að leiðarljósi. Við spyrjum okkur að því hvort sá ávinningur sem boðaður er muni skila sér í leikskólastarfið. Hann skilar sér í styttri viðveru starfsmanna en verður hann til hagsbóta fyrir börnin?Um leið og við fögnum styttingu vinnuvikunnar, sjáum við að metnaðarfullt leikskólastarf þar sem börnin eiga að upplifa gleði og lærdómsríka daga, sé í uppnámi vegna vinnutímastyttingar og fækkunar starfsmanna á viðverutíma þeirra án þess að til komi afleysing. Um þessa hagsmuni barna þarf formlega umræðu með aðkomu sveitarfélaga, atvinnulífsins, umboðsmanns barna og annarra þeirra sem vinna að málefnum og réttindum barna. Breytingar á vinnutíma ættu líka að vera börnum til hagsbóta. Eins og fram kemur í tölum Hagstofu Íslands um lengd skóladags leikskólabarna í landinu árið 2019, eru 84,6% eins árs barna og 89,6% tveggja til fimm ára barna, með 8-9 tíma langan skóladag. Í samanburði við lönd innan OECD eru íslensk börn með lengstu viðveru á dag í litlu rými og flesta daga ársins. Þetta þarf að skoða betur og setja mörk um hámarkslengd skóladags leikskólabarna í landinu. Með það að leiðarljósi að börn fái að njóta þess sem stytting vinnuvikunnar býður upp á þarf að taka mið af því sem stendur í Barnasáttmálanum: „Þegar fullorðnir taka ákvarðanir eiga þeir að hugsa um hvaða áhrif þær hafa á börn og eiga að gera það sem er best fyrir þau. Stjórnvöld eiga að tryggja að foreldrar verndi börnin sín og gæti þeirra eða aðrir í þeirra staða þegar þörf er á. Stjórnvöld eiga að sjá til þess að fólk sem ábyrgt er fyrir börnum hafi hagsmuni þeirra alltaf að leiðarljósi og staðir sem ætlaðir eru börnum uppfylli einnig þær skyldur“. Tryggjum öruggar starfsaðstæður í leikskólum, látum ekki vinnutímastyttingu bitna á börnum og setjum hæfileg mörk um lengd skóladags leikskólabarna. Höfundar eru leikskólastjórnendur.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun