Sísýfos - Nokkrar spurningar til sóttvarnarlæknis Hjálmar Jónsson skrifar 25. nóvember 2020 20:31 Það er augljóst að sóttvarnalæknir er hikandi við að aflétta hömlum á eðlilegt mannlíf hér á landi svo nokkru nemi nú í byrjun desember og líklegt að landsmenn megi búast við sömu eða svipuðum höftum áfram fram yfir hátíðir að minnsta kosti, einkum vegna slælegra og ómarkvissra reglna á landamærunum. Skiljanlega hafa sóttvarnayfirvöld áhyggjur af hátíðunum framundan og þeim mannfagnaði sem þeim fylgja. Þeim mun mikilvægara er að vel sé að verki staðið. Það eru vonbrigði hvernig til hefur tekist að hafa taum á faraldrinum í haust öfugt við það sem var í vor þegar okkur tókst að drepa faraldurinn í fæðingu. Það var afrek og þríeykið lyfti sannarlega grettistaki með hjálp þjóðarinnar og Íslenskrar erfðagreiningar. Skimunargeta fyrirtækisins og að henni var beitt í þágu þjóðarinnar með þeim hætti sem gert var, verður seint fullþakkað. Þeim mun hörmulegra var það að missa veiruna inn í landið aftur í sumar og haust, en alla tíð fyrirsjáanlegt, eins og í pottinn var búið, með hömlulitlum og mótsagnakenndum aðgerðum á landamærum og greinilega allt of litlu eftirliti með fólki sem átti að vera í sóttkví. Stjórnmálamenn ákváðu, og embættismenn stóðu ekki í lappirnar gegn þeim, að fórna meiri hagsmunum fyrir minni og opna landið fyrir ferðamönnum. Það verður ekki bæði sleppt og haldið og við sem samfélag stóðum alla tíð frammi fyrir því að lágmarka þann skaða sem faraldurinn hafði í för með sér. Við áttum kost á því að slá skjaldborg um innlent hagkerfi og fórna hagsmunum ferðaþjónustunnar tímabundið meðan fárviðrið stæði og mæta því með almennum aðgerðum sérstaklega fyrir þá starfsgrein. Það hefði þýtt tímabundinn samdrátt, sem engin ástæða var til að ætla að yrði varanlegur. Að auki stóðu engin rök til þess að ferðamannaiðnaður gæti verið með eðlilegum hætti meðan veiran geisaði um lönd og álfur. Illu heilli var sú leið ekki valin og við finnum öll afleiðingarnar af því á eigin skinni. Öfugt við Nýja-Sjáland, eyju eins og Ísland, sem haldið hefur veirufjandanum fjarri sínum ströndum allt þetta ár með ströngum og afgerandi aðgerðum. Ég held að forsætisráðherrann þar, kona, hafi unnið afgerandi kosningasigur um daginn, væntanlega ekki síst vegna fumlausra viðbragða í erfiðu ástandi. Sóttvarnalæknir hefur ítrekað talað um að við eigum að læra af reynslunni! Gerum við það? Það er athyglisvert að skoða feril faraldursins í vor og svo núna. Hann er gjörólíkur. Hvers vegna erum við ekki að ná tökum á ástandinu? Við því er einfalt svar sem blasir við. Landamærin leka! Nýir stofnar veirunnar koma inn í landið og tilfelli koma upp sem ekki er hægt að rekja! Í morgun var mikill meirihluti tilfella utan sóttkvíar, sem segir okkur að samfélagslegt smit er enn talsvert. Það er því ástæða til að óska eftir svörum við eftirfarandi spurningum frá embætti sóttvarnalæknis og, eftir atvikum, almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra: Hvert er hlutfall þeirra sem velja að fara í sóttkví frekar en að fara í tvöfalda skimun og hver eru félagsleg einkenni þess hóps? Eru líkur til þess að ákvörðun heilbrigðisráðherra um að gera skimun gjaldfrjálsa muni fækka í þeim hópi sem velur sóttkví? Hvernig er eftirliti háttað með þeim sem velja sóttkví? Annar lögreglan því eftirliti eða er það í skötulíki? Er eitthvað því til fyrirstöðu að allir þeir sem koma til landsins verði skikkaðir í sóttkví, komi heilsufarástæður ekki í veg fyrir það? Nær ekki fullveldisréttur íslenska ríkisins til þess? Hefur verið gerður samanburður á aðgerðunum nú og í vor, bæði hér innanlands og á landamærum, og hver er niðurstaða þess samanburðar? Það er sannarlega erfitt og vandasamt verkefni sem sóttvarnaryfirvöld standa frammi fyrir. Það er hins vegar nauðsynlegt að upplýsingar hér að lútandi komi fram núna. Það er ekki gott að upplifa sig eins og kónginn í Kórintu, Sísýfos, sem hlaut þau hræðilegur örlög að vera eilíft að velta steini upp hæð einungis til þess að missa hann jafnan aftur niður á jafnsléttu. Það er hægt að halda veirunni utan landsteinanna og mannlífinu nokkuð eðlilegu hér, en til þess þarf afdráttarlausar og strangar aðgerðir sem koma að gagni. Annað á ekki að vera í boði. Höfundur er blaðamaður, sem hefur verið í of löngu fríi frá blaðamennsku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Jónsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Það er augljóst að sóttvarnalæknir er hikandi við að aflétta hömlum á eðlilegt mannlíf hér á landi svo nokkru nemi nú í byrjun desember og líklegt að landsmenn megi búast við sömu eða svipuðum höftum áfram fram yfir hátíðir að minnsta kosti, einkum vegna slælegra og ómarkvissra reglna á landamærunum. Skiljanlega hafa sóttvarnayfirvöld áhyggjur af hátíðunum framundan og þeim mannfagnaði sem þeim fylgja. Þeim mun mikilvægara er að vel sé að verki staðið. Það eru vonbrigði hvernig til hefur tekist að hafa taum á faraldrinum í haust öfugt við það sem var í vor þegar okkur tókst að drepa faraldurinn í fæðingu. Það var afrek og þríeykið lyfti sannarlega grettistaki með hjálp þjóðarinnar og Íslenskrar erfðagreiningar. Skimunargeta fyrirtækisins og að henni var beitt í þágu þjóðarinnar með þeim hætti sem gert var, verður seint fullþakkað. Þeim mun hörmulegra var það að missa veiruna inn í landið aftur í sumar og haust, en alla tíð fyrirsjáanlegt, eins og í pottinn var búið, með hömlulitlum og mótsagnakenndum aðgerðum á landamærum og greinilega allt of litlu eftirliti með fólki sem átti að vera í sóttkví. Stjórnmálamenn ákváðu, og embættismenn stóðu ekki í lappirnar gegn þeim, að fórna meiri hagsmunum fyrir minni og opna landið fyrir ferðamönnum. Það verður ekki bæði sleppt og haldið og við sem samfélag stóðum alla tíð frammi fyrir því að lágmarka þann skaða sem faraldurinn hafði í för með sér. Við áttum kost á því að slá skjaldborg um innlent hagkerfi og fórna hagsmunum ferðaþjónustunnar tímabundið meðan fárviðrið stæði og mæta því með almennum aðgerðum sérstaklega fyrir þá starfsgrein. Það hefði þýtt tímabundinn samdrátt, sem engin ástæða var til að ætla að yrði varanlegur. Að auki stóðu engin rök til þess að ferðamannaiðnaður gæti verið með eðlilegum hætti meðan veiran geisaði um lönd og álfur. Illu heilli var sú leið ekki valin og við finnum öll afleiðingarnar af því á eigin skinni. Öfugt við Nýja-Sjáland, eyju eins og Ísland, sem haldið hefur veirufjandanum fjarri sínum ströndum allt þetta ár með ströngum og afgerandi aðgerðum. Ég held að forsætisráðherrann þar, kona, hafi unnið afgerandi kosningasigur um daginn, væntanlega ekki síst vegna fumlausra viðbragða í erfiðu ástandi. Sóttvarnalæknir hefur ítrekað talað um að við eigum að læra af reynslunni! Gerum við það? Það er athyglisvert að skoða feril faraldursins í vor og svo núna. Hann er gjörólíkur. Hvers vegna erum við ekki að ná tökum á ástandinu? Við því er einfalt svar sem blasir við. Landamærin leka! Nýir stofnar veirunnar koma inn í landið og tilfelli koma upp sem ekki er hægt að rekja! Í morgun var mikill meirihluti tilfella utan sóttkvíar, sem segir okkur að samfélagslegt smit er enn talsvert. Það er því ástæða til að óska eftir svörum við eftirfarandi spurningum frá embætti sóttvarnalæknis og, eftir atvikum, almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra: Hvert er hlutfall þeirra sem velja að fara í sóttkví frekar en að fara í tvöfalda skimun og hver eru félagsleg einkenni þess hóps? Eru líkur til þess að ákvörðun heilbrigðisráðherra um að gera skimun gjaldfrjálsa muni fækka í þeim hópi sem velur sóttkví? Hvernig er eftirliti háttað með þeim sem velja sóttkví? Annar lögreglan því eftirliti eða er það í skötulíki? Er eitthvað því til fyrirstöðu að allir þeir sem koma til landsins verði skikkaðir í sóttkví, komi heilsufarástæður ekki í veg fyrir það? Nær ekki fullveldisréttur íslenska ríkisins til þess? Hefur verið gerður samanburður á aðgerðunum nú og í vor, bæði hér innanlands og á landamærum, og hver er niðurstaða þess samanburðar? Það er sannarlega erfitt og vandasamt verkefni sem sóttvarnaryfirvöld standa frammi fyrir. Það er hins vegar nauðsynlegt að upplýsingar hér að lútandi komi fram núna. Það er ekki gott að upplifa sig eins og kónginn í Kórintu, Sísýfos, sem hlaut þau hræðilegur örlög að vera eilíft að velta steini upp hæð einungis til þess að missa hann jafnan aftur niður á jafnsléttu. Það er hægt að halda veirunni utan landsteinanna og mannlífinu nokkuð eðlilegu hér, en til þess þarf afdráttarlausar og strangar aðgerðir sem koma að gagni. Annað á ekki að vera í boði. Höfundur er blaðamaður, sem hefur verið í of löngu fríi frá blaðamennsku.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun