Sísýfos - Nokkrar spurningar til sóttvarnarlæknis Hjálmar Jónsson skrifar 25. nóvember 2020 20:31 Það er augljóst að sóttvarnalæknir er hikandi við að aflétta hömlum á eðlilegt mannlíf hér á landi svo nokkru nemi nú í byrjun desember og líklegt að landsmenn megi búast við sömu eða svipuðum höftum áfram fram yfir hátíðir að minnsta kosti, einkum vegna slælegra og ómarkvissra reglna á landamærunum. Skiljanlega hafa sóttvarnayfirvöld áhyggjur af hátíðunum framundan og þeim mannfagnaði sem þeim fylgja. Þeim mun mikilvægara er að vel sé að verki staðið. Það eru vonbrigði hvernig til hefur tekist að hafa taum á faraldrinum í haust öfugt við það sem var í vor þegar okkur tókst að drepa faraldurinn í fæðingu. Það var afrek og þríeykið lyfti sannarlega grettistaki með hjálp þjóðarinnar og Íslenskrar erfðagreiningar. Skimunargeta fyrirtækisins og að henni var beitt í þágu þjóðarinnar með þeim hætti sem gert var, verður seint fullþakkað. Þeim mun hörmulegra var það að missa veiruna inn í landið aftur í sumar og haust, en alla tíð fyrirsjáanlegt, eins og í pottinn var búið, með hömlulitlum og mótsagnakenndum aðgerðum á landamærum og greinilega allt of litlu eftirliti með fólki sem átti að vera í sóttkví. Stjórnmálamenn ákváðu, og embættismenn stóðu ekki í lappirnar gegn þeim, að fórna meiri hagsmunum fyrir minni og opna landið fyrir ferðamönnum. Það verður ekki bæði sleppt og haldið og við sem samfélag stóðum alla tíð frammi fyrir því að lágmarka þann skaða sem faraldurinn hafði í för með sér. Við áttum kost á því að slá skjaldborg um innlent hagkerfi og fórna hagsmunum ferðaþjónustunnar tímabundið meðan fárviðrið stæði og mæta því með almennum aðgerðum sérstaklega fyrir þá starfsgrein. Það hefði þýtt tímabundinn samdrátt, sem engin ástæða var til að ætla að yrði varanlegur. Að auki stóðu engin rök til þess að ferðamannaiðnaður gæti verið með eðlilegum hætti meðan veiran geisaði um lönd og álfur. Illu heilli var sú leið ekki valin og við finnum öll afleiðingarnar af því á eigin skinni. Öfugt við Nýja-Sjáland, eyju eins og Ísland, sem haldið hefur veirufjandanum fjarri sínum ströndum allt þetta ár með ströngum og afgerandi aðgerðum. Ég held að forsætisráðherrann þar, kona, hafi unnið afgerandi kosningasigur um daginn, væntanlega ekki síst vegna fumlausra viðbragða í erfiðu ástandi. Sóttvarnalæknir hefur ítrekað talað um að við eigum að læra af reynslunni! Gerum við það? Það er athyglisvert að skoða feril faraldursins í vor og svo núna. Hann er gjörólíkur. Hvers vegna erum við ekki að ná tökum á ástandinu? Við því er einfalt svar sem blasir við. Landamærin leka! Nýir stofnar veirunnar koma inn í landið og tilfelli koma upp sem ekki er hægt að rekja! Í morgun var mikill meirihluti tilfella utan sóttkvíar, sem segir okkur að samfélagslegt smit er enn talsvert. Það er því ástæða til að óska eftir svörum við eftirfarandi spurningum frá embætti sóttvarnalæknis og, eftir atvikum, almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra: Hvert er hlutfall þeirra sem velja að fara í sóttkví frekar en að fara í tvöfalda skimun og hver eru félagsleg einkenni þess hóps? Eru líkur til þess að ákvörðun heilbrigðisráðherra um að gera skimun gjaldfrjálsa muni fækka í þeim hópi sem velur sóttkví? Hvernig er eftirliti háttað með þeim sem velja sóttkví? Annar lögreglan því eftirliti eða er það í skötulíki? Er eitthvað því til fyrirstöðu að allir þeir sem koma til landsins verði skikkaðir í sóttkví, komi heilsufarástæður ekki í veg fyrir það? Nær ekki fullveldisréttur íslenska ríkisins til þess? Hefur verið gerður samanburður á aðgerðunum nú og í vor, bæði hér innanlands og á landamærum, og hver er niðurstaða þess samanburðar? Það er sannarlega erfitt og vandasamt verkefni sem sóttvarnaryfirvöld standa frammi fyrir. Það er hins vegar nauðsynlegt að upplýsingar hér að lútandi komi fram núna. Það er ekki gott að upplifa sig eins og kónginn í Kórintu, Sísýfos, sem hlaut þau hræðilegur örlög að vera eilíft að velta steini upp hæð einungis til þess að missa hann jafnan aftur niður á jafnsléttu. Það er hægt að halda veirunni utan landsteinanna og mannlífinu nokkuð eðlilegu hér, en til þess þarf afdráttarlausar og strangar aðgerðir sem koma að gagni. Annað á ekki að vera í boði. Höfundur er blaðamaður, sem hefur verið í of löngu fríi frá blaðamennsku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Jónsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason Skoðun Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Vandað verklag við aðhald í ríkisrekstri Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það er augljóst að sóttvarnalæknir er hikandi við að aflétta hömlum á eðlilegt mannlíf hér á landi svo nokkru nemi nú í byrjun desember og líklegt að landsmenn megi búast við sömu eða svipuðum höftum áfram fram yfir hátíðir að minnsta kosti, einkum vegna slælegra og ómarkvissra reglna á landamærunum. Skiljanlega hafa sóttvarnayfirvöld áhyggjur af hátíðunum framundan og þeim mannfagnaði sem þeim fylgja. Þeim mun mikilvægara er að vel sé að verki staðið. Það eru vonbrigði hvernig til hefur tekist að hafa taum á faraldrinum í haust öfugt við það sem var í vor þegar okkur tókst að drepa faraldurinn í fæðingu. Það var afrek og þríeykið lyfti sannarlega grettistaki með hjálp þjóðarinnar og Íslenskrar erfðagreiningar. Skimunargeta fyrirtækisins og að henni var beitt í þágu þjóðarinnar með þeim hætti sem gert var, verður seint fullþakkað. Þeim mun hörmulegra var það að missa veiruna inn í landið aftur í sumar og haust, en alla tíð fyrirsjáanlegt, eins og í pottinn var búið, með hömlulitlum og mótsagnakenndum aðgerðum á landamærum og greinilega allt of litlu eftirliti með fólki sem átti að vera í sóttkví. Stjórnmálamenn ákváðu, og embættismenn stóðu ekki í lappirnar gegn þeim, að fórna meiri hagsmunum fyrir minni og opna landið fyrir ferðamönnum. Það verður ekki bæði sleppt og haldið og við sem samfélag stóðum alla tíð frammi fyrir því að lágmarka þann skaða sem faraldurinn hafði í för með sér. Við áttum kost á því að slá skjaldborg um innlent hagkerfi og fórna hagsmunum ferðaþjónustunnar tímabundið meðan fárviðrið stæði og mæta því með almennum aðgerðum sérstaklega fyrir þá starfsgrein. Það hefði þýtt tímabundinn samdrátt, sem engin ástæða var til að ætla að yrði varanlegur. Að auki stóðu engin rök til þess að ferðamannaiðnaður gæti verið með eðlilegum hætti meðan veiran geisaði um lönd og álfur. Illu heilli var sú leið ekki valin og við finnum öll afleiðingarnar af því á eigin skinni. Öfugt við Nýja-Sjáland, eyju eins og Ísland, sem haldið hefur veirufjandanum fjarri sínum ströndum allt þetta ár með ströngum og afgerandi aðgerðum. Ég held að forsætisráðherrann þar, kona, hafi unnið afgerandi kosningasigur um daginn, væntanlega ekki síst vegna fumlausra viðbragða í erfiðu ástandi. Sóttvarnalæknir hefur ítrekað talað um að við eigum að læra af reynslunni! Gerum við það? Það er athyglisvert að skoða feril faraldursins í vor og svo núna. Hann er gjörólíkur. Hvers vegna erum við ekki að ná tökum á ástandinu? Við því er einfalt svar sem blasir við. Landamærin leka! Nýir stofnar veirunnar koma inn í landið og tilfelli koma upp sem ekki er hægt að rekja! Í morgun var mikill meirihluti tilfella utan sóttkvíar, sem segir okkur að samfélagslegt smit er enn talsvert. Það er því ástæða til að óska eftir svörum við eftirfarandi spurningum frá embætti sóttvarnalæknis og, eftir atvikum, almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra: Hvert er hlutfall þeirra sem velja að fara í sóttkví frekar en að fara í tvöfalda skimun og hver eru félagsleg einkenni þess hóps? Eru líkur til þess að ákvörðun heilbrigðisráðherra um að gera skimun gjaldfrjálsa muni fækka í þeim hópi sem velur sóttkví? Hvernig er eftirliti háttað með þeim sem velja sóttkví? Annar lögreglan því eftirliti eða er það í skötulíki? Er eitthvað því til fyrirstöðu að allir þeir sem koma til landsins verði skikkaðir í sóttkví, komi heilsufarástæður ekki í veg fyrir það? Nær ekki fullveldisréttur íslenska ríkisins til þess? Hefur verið gerður samanburður á aðgerðunum nú og í vor, bæði hér innanlands og á landamærum, og hver er niðurstaða þess samanburðar? Það er sannarlega erfitt og vandasamt verkefni sem sóttvarnaryfirvöld standa frammi fyrir. Það er hins vegar nauðsynlegt að upplýsingar hér að lútandi komi fram núna. Það er ekki gott að upplifa sig eins og kónginn í Kórintu, Sísýfos, sem hlaut þau hræðilegur örlög að vera eilíft að velta steini upp hæð einungis til þess að missa hann jafnan aftur niður á jafnsléttu. Það er hægt að halda veirunni utan landsteinanna og mannlífinu nokkuð eðlilegu hér, en til þess þarf afdráttarlausar og strangar aðgerðir sem koma að gagni. Annað á ekki að vera í boði. Höfundur er blaðamaður, sem hefur verið í of löngu fríi frá blaðamennsku.
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar