Innlent

38 leik­skóla­börn í sótt­kví í Grafar­vogi

Atli Ísleifsson skrifar
Hulduheimar er fjögurra deilda skóli með um áttatíu börnum á aldrinum 12 mánaða til 6 ára.
Hulduheimar er fjögurra deilda skóli með um áttatíu börnum á aldrinum 12 mánaða til 6 ára. Reykjavíkurborg

38 börn og sex starfsmenn á leikskólanum Hulduheimum í Grafarvogi í Reykjavík eru komin í sóttkví eftir að kórónuveirusmit kom upp á leikskólanum.

Þetta staðfestir Elín Rós Hansdóttir leikskólastjóri í samtali við Vísi.

Hún segir að börnin séu alls áttatíu á leikskólanum og því sé um helmingur leikskólabarnanna nú kominn í sóttkví.

Elín segir að um sé að ræða börnin á tveimur elstu deildum leikskólans sem þurfi að fara í sóttkví.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×