Þjóðkirkjan og norræna módelið Skúli S. Ólafsson skrifar 23. nóvember 2020 19:00 Sveinn Atli Gunnarsson stjórnarmaður í Siðmennt talar um þjóðkirkjuna í pistli á Vísi (23/11). Hann segir Íslendinga vera í „hlekkjum“ hennar og bendir á að Siðmennt sé möguleiki fyrir fólk „til að losna úr viðjum kirkjunnar og til nútímalegri valkosts“. Máli sínu til stuðnings teflir hann fram tölum úr nýlegri skoðanakönnun sem félagið lét gera. Norðurlöndin Nú er það svo að íslenska þjóðkirkjan er fjarri því einstök. Hún er þvert á móti eitt af því sem einkennir Norðurlöndin. Hvað eiga Norðurlöndin fimm annars sameiginlegt? Jú, þau þykja vera í fremsta flokki þegar kemur að velferð fólks, mannréttindum, umhverfisvernd, jafnrétti, frelsi, lýðræði og valddreifingu svo eitthvað sé nefnt. „Norræna módelið“ er heimsþekkt. Með nokkurri einföldun grundvallast það annars vegar, á eindregnum vilja til að koma til móts við þau sem þurfa á opinberri þjónustu að halda og svo hins vegar er það krafan um að fólk axli samfélagslega ábyrgð ef það á þess kost. Norrænar þjóðkirkjur Ef dýpra er skyggnst, hverjar eru rætur norrænna velferðarsamfélaga? Ekki liggja þær í stjórnskipun, þrjú ríkjanna eru konungsveldi og tvö lýðveldi. Ekki er það tungan, finnskan er af öðrum stofni en hin málin. Ekki er það heldur sögulegur bakgrunnur í einu tilteknu samveldi. Hér forðum skiptu stórveldi Svía og Dana svæðinu á milli sín. Þegar betur er að gáð, kemur á daginn að hinn norræni samnefnari er sterk og öflug þjóðkirkja. Í öllum þessum löndum, þar sem trúfrelsi er óskorað og réttur minnihlutahópa er í hávegum hafður, hafa þjóðkirkjurnar yfirburðarstöðu. Hlutfall fólks í þjóðkirkjum eftir löndum er sem hér segir: Danmörk: 74,3% Svíþjóð. 57% Noregur: 71% Finnland: 69% Ísland: 60% Hér ber að hafa í huga að fríkirkjur eru víða sterkar í þessum löndum og innflytjendur hafa streymt þangað undanfarna áratugi. Á Íslandi er hlutfall innflytjenda 15%. Íbúar sem hafa búið erlendis og flytja aftur heim eru sjálfkrafa skráðir utan trúfélaga. Það er því ekki að undra að hlutfallið hafi lækkað undanfarin ár í kjölfar stórtækra lýðfræðilegra breytinga en engu að síður er það jafn hátt og tölurnar sýna. Sveinn Atli virðist líta á þjóðkirkjuna eingöngu sem trúfélag. Í ljósi stöðu sinnar og norrænna róta þá gegnir hún mun víðtækara hlutverki, sem er í senn menningarlegt og samfélagslegt. Þjóðkirkjan er þjónustusamfélag og hefur sem slík rækilega sannað gildi sitt þegar á það hefur reynt (sjá t.d. grein mína frá 19. október s.l:). Breyttur tónn í Siðmennt Siðmennt hefur lagt sig fram um að veita viðlíka þjónustu og þjóðkirkjan gerir í tengslum við ýmis tímamót í lífi fólks. Félagið býður upp á námskeið sem fólk getur sótt og öðlast það þá réttindi sem athafnastjórar. Það er auðvitað gott og blessað að almenningur geti valið hver haldi utan um athafnir á lífsleiðinni. Vitaskuld er þó ólíku saman að jafna þegar áföll verða hvort þjónustan felist eingöngu í því að sinna sjálfri athöfninni eða hvort, eins og í tilviki prests og djákna, víðtæk sálgæsla er þar einnig í boði. Pistill Sveins Atla vekur mig til umhugsunar. Það ber ekki á öðru en að nýr tónn sé kominn í Siðmennt. Þessi skilaboð hans ættu að vera áhyggjuefni fólki sem tengir lífssýn sína við opna hugsun og umburðarlyndi. Enginn Íslendingur er í hlekkjum þjóðkirkju, ekki frekar en á við um aðra Norðurlandabúa. Þjóðkirkjan hefur með boðun sinni miðlað jákvæðri lífssýn. Hún hvetur fólk til að taka stöðu með þeim sem stendur höllum fæti. Þá boðar hún þá hugsjón að hvert og eitt okkar geti með gagnlegum störfum og heiðarlegri þjónustu verið samverkamenn Guðs til að skapa betri heim. Fræðimenn hallast margir að því að þarna sé einmitt að finna jarðveginn fyrir ,,norræna módelið“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðkirkjan Trúmál Skúli S. Ólafsson Mest lesið Halldór 05.07.2025 Jón Ísak Ragnarsson Halldór Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Sjá meira
Sveinn Atli Gunnarsson stjórnarmaður í Siðmennt talar um þjóðkirkjuna í pistli á Vísi (23/11). Hann segir Íslendinga vera í „hlekkjum“ hennar og bendir á að Siðmennt sé möguleiki fyrir fólk „til að losna úr viðjum kirkjunnar og til nútímalegri valkosts“. Máli sínu til stuðnings teflir hann fram tölum úr nýlegri skoðanakönnun sem félagið lét gera. Norðurlöndin Nú er það svo að íslenska þjóðkirkjan er fjarri því einstök. Hún er þvert á móti eitt af því sem einkennir Norðurlöndin. Hvað eiga Norðurlöndin fimm annars sameiginlegt? Jú, þau þykja vera í fremsta flokki þegar kemur að velferð fólks, mannréttindum, umhverfisvernd, jafnrétti, frelsi, lýðræði og valddreifingu svo eitthvað sé nefnt. „Norræna módelið“ er heimsþekkt. Með nokkurri einföldun grundvallast það annars vegar, á eindregnum vilja til að koma til móts við þau sem þurfa á opinberri þjónustu að halda og svo hins vegar er það krafan um að fólk axli samfélagslega ábyrgð ef það á þess kost. Norrænar þjóðkirkjur Ef dýpra er skyggnst, hverjar eru rætur norrænna velferðarsamfélaga? Ekki liggja þær í stjórnskipun, þrjú ríkjanna eru konungsveldi og tvö lýðveldi. Ekki er það tungan, finnskan er af öðrum stofni en hin málin. Ekki er það heldur sögulegur bakgrunnur í einu tilteknu samveldi. Hér forðum skiptu stórveldi Svía og Dana svæðinu á milli sín. Þegar betur er að gáð, kemur á daginn að hinn norræni samnefnari er sterk og öflug þjóðkirkja. Í öllum þessum löndum, þar sem trúfrelsi er óskorað og réttur minnihlutahópa er í hávegum hafður, hafa þjóðkirkjurnar yfirburðarstöðu. Hlutfall fólks í þjóðkirkjum eftir löndum er sem hér segir: Danmörk: 74,3% Svíþjóð. 57% Noregur: 71% Finnland: 69% Ísland: 60% Hér ber að hafa í huga að fríkirkjur eru víða sterkar í þessum löndum og innflytjendur hafa streymt þangað undanfarna áratugi. Á Íslandi er hlutfall innflytjenda 15%. Íbúar sem hafa búið erlendis og flytja aftur heim eru sjálfkrafa skráðir utan trúfélaga. Það er því ekki að undra að hlutfallið hafi lækkað undanfarin ár í kjölfar stórtækra lýðfræðilegra breytinga en engu að síður er það jafn hátt og tölurnar sýna. Sveinn Atli virðist líta á þjóðkirkjuna eingöngu sem trúfélag. Í ljósi stöðu sinnar og norrænna róta þá gegnir hún mun víðtækara hlutverki, sem er í senn menningarlegt og samfélagslegt. Þjóðkirkjan er þjónustusamfélag og hefur sem slík rækilega sannað gildi sitt þegar á það hefur reynt (sjá t.d. grein mína frá 19. október s.l:). Breyttur tónn í Siðmennt Siðmennt hefur lagt sig fram um að veita viðlíka þjónustu og þjóðkirkjan gerir í tengslum við ýmis tímamót í lífi fólks. Félagið býður upp á námskeið sem fólk getur sótt og öðlast það þá réttindi sem athafnastjórar. Það er auðvitað gott og blessað að almenningur geti valið hver haldi utan um athafnir á lífsleiðinni. Vitaskuld er þó ólíku saman að jafna þegar áföll verða hvort þjónustan felist eingöngu í því að sinna sjálfri athöfninni eða hvort, eins og í tilviki prests og djákna, víðtæk sálgæsla er þar einnig í boði. Pistill Sveins Atla vekur mig til umhugsunar. Það ber ekki á öðru en að nýr tónn sé kominn í Siðmennt. Þessi skilaboð hans ættu að vera áhyggjuefni fólki sem tengir lífssýn sína við opna hugsun og umburðarlyndi. Enginn Íslendingur er í hlekkjum þjóðkirkju, ekki frekar en á við um aðra Norðurlandabúa. Þjóðkirkjan hefur með boðun sinni miðlað jákvæðri lífssýn. Hún hvetur fólk til að taka stöðu með þeim sem stendur höllum fæti. Þá boðar hún þá hugsjón að hvert og eitt okkar geti með gagnlegum störfum og heiðarlegri þjónustu verið samverkamenn Guðs til að skapa betri heim. Fræðimenn hallast margir að því að þarna sé einmitt að finna jarðveginn fyrir ,,norræna módelið“.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun