Fótboltinn langvinsælastur og karfan fór upp fyrir handboltann Sindri Sverrisson skrifar 17. nóvember 2020 13:01 Árangur íslensku landsliðanna í fótbolta á síðustu árum hefur eflaust mikið um það að segja hve margir stunda íþróttina hér á landi. vísir/vilhelm Knattspyrna er sem fyrr fjölmennasta íþróttagrein landsins samkvæmt árlegu yfirliti ÍSÍ. Tvær breytingar urðu á meðal tíu vinsælustu íþróttagreina landsins á milli ára. Nýtt yfirlit ÍSÍ sýndir gögn frá árinu 2019. Innan íþróttahreyfingarinnar eru miklar áhyggjur af brottfalli vegna kórónuveirufaraldursins, og að erfitt geti reynst að vinna það upp, en hin nýbirtu gögn fjalla ekki um þetta ár. Alls voru 108.705 iðkendur á skrá hjá að minnsta kosti einu sérsambandi ÍSÍ árið 2019, samnborið við 104.042 árið áður. Fjölgunin nemur því 4,5%. Þetta þýðir að 30,3% Íslendinga stunda íþróttir hjá íþróttafélögum innan ÍSÍ. Tæplega þrjátíu þúsund iðkanir í fótboltanum Ljóst er að sami iðkandi getur verið í fleiri en einni íþróttagrein, og jafnvel skráður í fleiri en eitt íþróttafélag innan sama sérsambands. Við vinnslu sinnar tölfræði skoðar ÍSÍ því fjölda „iðkana“, sem geta sem sagt verið fleiri en ein hjá sama íþróttamanni. Lykiltölurnar varðandi iðkendur innan ÍSÍ á árinu 2019.isi.is Á árinu 2019 voru „iðkanir“ 29.998 talsins hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Golfsamband Íslands kom næst með 21.215 iðkanir og Fimleikasamband Íslands þriðja með 14.141 iðkanir. Mikil fjölgun í körfubolta en fækkun í badminton Fjölgun varð í öllum þessum greinum, mest í fótboltanum eða um 7,2%. Karlar eru í miklum meirihluta í fótboltanum en alls eru 14.075 strákar undir 18 ára aldri í fótbolta, og 7.455 stelpur. Hjá fullorðnum eru 6.633 karlar en 1.835 konur á skrá hjá knattspyrnufélagi. Á lista yfir tíu vinsælustu greinarnar fjölgar iðkunum í körfubolta hlutfallslega mest eða um 14,6%. Þar með eru nú fleiri iðkanir í körfubolta (8.313) en handbolta (7.685). Skotíþróttir (5.509) fara jafnframt upp fyrir badminton (5.011) en iðkunum badmintons fækkaði um 20,3%. Fjöldi íþróttadeilda á árinu 2019 var 854, innan 408 íþróttafélaga. Alls kepptu félögin í 47 íþróttagreinum. Sérsambönd ÍSÍ voru 33 talsins. Hér má rýna nánar í yfirlit ÍSÍ. Fótbolti Fimleikar Golf Handbolti Körfubolti Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Sjá meira
Knattspyrna er sem fyrr fjölmennasta íþróttagrein landsins samkvæmt árlegu yfirliti ÍSÍ. Tvær breytingar urðu á meðal tíu vinsælustu íþróttagreina landsins á milli ára. Nýtt yfirlit ÍSÍ sýndir gögn frá árinu 2019. Innan íþróttahreyfingarinnar eru miklar áhyggjur af brottfalli vegna kórónuveirufaraldursins, og að erfitt geti reynst að vinna það upp, en hin nýbirtu gögn fjalla ekki um þetta ár. Alls voru 108.705 iðkendur á skrá hjá að minnsta kosti einu sérsambandi ÍSÍ árið 2019, samnborið við 104.042 árið áður. Fjölgunin nemur því 4,5%. Þetta þýðir að 30,3% Íslendinga stunda íþróttir hjá íþróttafélögum innan ÍSÍ. Tæplega þrjátíu þúsund iðkanir í fótboltanum Ljóst er að sami iðkandi getur verið í fleiri en einni íþróttagrein, og jafnvel skráður í fleiri en eitt íþróttafélag innan sama sérsambands. Við vinnslu sinnar tölfræði skoðar ÍSÍ því fjölda „iðkana“, sem geta sem sagt verið fleiri en ein hjá sama íþróttamanni. Lykiltölurnar varðandi iðkendur innan ÍSÍ á árinu 2019.isi.is Á árinu 2019 voru „iðkanir“ 29.998 talsins hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Golfsamband Íslands kom næst með 21.215 iðkanir og Fimleikasamband Íslands þriðja með 14.141 iðkanir. Mikil fjölgun í körfubolta en fækkun í badminton Fjölgun varð í öllum þessum greinum, mest í fótboltanum eða um 7,2%. Karlar eru í miklum meirihluta í fótboltanum en alls eru 14.075 strákar undir 18 ára aldri í fótbolta, og 7.455 stelpur. Hjá fullorðnum eru 6.633 karlar en 1.835 konur á skrá hjá knattspyrnufélagi. Á lista yfir tíu vinsælustu greinarnar fjölgar iðkunum í körfubolta hlutfallslega mest eða um 14,6%. Þar með eru nú fleiri iðkanir í körfubolta (8.313) en handbolta (7.685). Skotíþróttir (5.509) fara jafnframt upp fyrir badminton (5.011) en iðkunum badmintons fækkaði um 20,3%. Fjöldi íþróttadeilda á árinu 2019 var 854, innan 408 íþróttafélaga. Alls kepptu félögin í 47 íþróttagreinum. Sérsambönd ÍSÍ voru 33 talsins. Hér má rýna nánar í yfirlit ÍSÍ.
Fótbolti Fimleikar Golf Handbolti Körfubolti Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Sjá meira