Arnar Gunnlaugs um Pablo Punyed: Sú týpa sem við þurfum á að halda Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. nóvember 2020 21:01 Arnar segir að Pablo muni bæta lið Víkinga mikið. Vísir/Bára Pablo Punyed skrifaði í dag undir tveggja ára samning við Víking sem leikur í Pepsi Max deildinni í knattspyrnu. Kemur hann frá KR þar sem hann var meðal annars markahæsti leikmaður liðsins í sumar ásamt því að verða Íslandsmeistari árið 2019. Víkingur er sjötta félag Pablo hér á landi en þessi knái leikmaður frá El Salvador kom fyrst hingað til lands árið 2012 er hann gekk til liðs við Fjölni. Síðan þá hefur hann leikið með Fylki, Stjörnunni, ÍBV og svo KR. Hann ræddi við Svövu Kristínu Grétarsdóttur fyrir Sportpakka Stöðvar 2 eftir undirskriftina í dag. Þá ræddi Svava Kristín einnig við Arnar Gunnlaugsson um komu Pablo í Víkina. Viðtölin má sjá í spilaranum hér að neðan. „Ég þekki fótboltann sem þeir spila og ég er mikill aðdáandi hans. Langar að vera hluti af því og langar að hjálpa þeim. Þekki Arnar vel og hlakka til að byrja,“ sagði Pablo um ástæður þess að hann ákvað að ganga í raðir Víkinga. „Víkingur vann bikarinn í fyrra [og er því enn ríkjandi bikarmeistarar] og okkur langar að vera í toppbaráttunni, vera í Evrópu og sýna hvað Víkingur getur gert. Þeir eru með frábært lið, spila frábærlega, eru með marga unga og efnilega leikmenn. Ég held að við getum blandað þessu vel saman,“ bætti hinn þrítugi miðjumaður við. Pablo var spurður út í af hverju hann hefði ekki samið aftur við KR eftir að hafa staðið sig velí sumar og orðið Íslandsmeistari á síðustu leiktíð. „Bara náðum ekki samkomulagi. KR þarf að taka til, þeir eru samt með frábært lið og verða áfram í toppbaráttunni,“ ég veit það. Arnar býst við miklu frá Pablo „Þetta er leikmaður sem átti sitt besta tímabil á Íslandi í fyrra með KR, skoraði sjö mörk í sextán leikjum. Hann er sigurvegari, karakter, leiðtogi inn á velli og akkúrat sú týpa sem við þurfum á að halda til að koma með sigurhugarfar inn í klúbbinn, inn í liðið. Hann er líka leikmaður sem gefur mjög mikið af sér, bæði innan vallar og utan.“ „Hann verður klárlega bara á miðjunni, það stendur örugglega í samningnum að hann þurfi ekki að spila vinstri bakvörð. Það sýnir líka hvernig karakter hann er, ef hann var beðinn um að fara í vinstri bakvörðinn þá er það ekkert mál. Honum líður langbest á miðjunni og við sjáum hann fyrir okkur þar,“ sagði Arnar um þá stöðu sem Pablo mun spila fyrir Víkinga. Pablo leysti margar stöður í KR-liðinu og þar á meðal vinstri bakvörð þau fáu skipti sem Kristinn Jónsson var meiddur. „Hann gat alveg valið úr liðum, hann er búinn að vinna ansi mikið hérna á Íslandi með ÍBV, Stjörnunni og KR svo hann er eftirsóttur. Það er því frábært fyrir okkur að hafa landað honum. Ég vænti mikils af honum, hann veit það og honum á eftir að líða mjög vel hérna,“ sagði Arnar að lokum. Klippa: Pablo mættur í Víkina Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Fótbolti Víkingur Reykjavík Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Sjá meira
Pablo Punyed skrifaði í dag undir tveggja ára samning við Víking sem leikur í Pepsi Max deildinni í knattspyrnu. Kemur hann frá KR þar sem hann var meðal annars markahæsti leikmaður liðsins í sumar ásamt því að verða Íslandsmeistari árið 2019. Víkingur er sjötta félag Pablo hér á landi en þessi knái leikmaður frá El Salvador kom fyrst hingað til lands árið 2012 er hann gekk til liðs við Fjölni. Síðan þá hefur hann leikið með Fylki, Stjörnunni, ÍBV og svo KR. Hann ræddi við Svövu Kristínu Grétarsdóttur fyrir Sportpakka Stöðvar 2 eftir undirskriftina í dag. Þá ræddi Svava Kristín einnig við Arnar Gunnlaugsson um komu Pablo í Víkina. Viðtölin má sjá í spilaranum hér að neðan. „Ég þekki fótboltann sem þeir spila og ég er mikill aðdáandi hans. Langar að vera hluti af því og langar að hjálpa þeim. Þekki Arnar vel og hlakka til að byrja,“ sagði Pablo um ástæður þess að hann ákvað að ganga í raðir Víkinga. „Víkingur vann bikarinn í fyrra [og er því enn ríkjandi bikarmeistarar] og okkur langar að vera í toppbaráttunni, vera í Evrópu og sýna hvað Víkingur getur gert. Þeir eru með frábært lið, spila frábærlega, eru með marga unga og efnilega leikmenn. Ég held að við getum blandað þessu vel saman,“ bætti hinn þrítugi miðjumaður við. Pablo var spurður út í af hverju hann hefði ekki samið aftur við KR eftir að hafa staðið sig velí sumar og orðið Íslandsmeistari á síðustu leiktíð. „Bara náðum ekki samkomulagi. KR þarf að taka til, þeir eru samt með frábært lið og verða áfram í toppbaráttunni,“ ég veit það. Arnar býst við miklu frá Pablo „Þetta er leikmaður sem átti sitt besta tímabil á Íslandi í fyrra með KR, skoraði sjö mörk í sextán leikjum. Hann er sigurvegari, karakter, leiðtogi inn á velli og akkúrat sú týpa sem við þurfum á að halda til að koma með sigurhugarfar inn í klúbbinn, inn í liðið. Hann er líka leikmaður sem gefur mjög mikið af sér, bæði innan vallar og utan.“ „Hann verður klárlega bara á miðjunni, það stendur örugglega í samningnum að hann þurfi ekki að spila vinstri bakvörð. Það sýnir líka hvernig karakter hann er, ef hann var beðinn um að fara í vinstri bakvörðinn þá er það ekkert mál. Honum líður langbest á miðjunni og við sjáum hann fyrir okkur þar,“ sagði Arnar um þá stöðu sem Pablo mun spila fyrir Víkinga. Pablo leysti margar stöður í KR-liðinu og þar á meðal vinstri bakvörð þau fáu skipti sem Kristinn Jónsson var meiddur. „Hann gat alveg valið úr liðum, hann er búinn að vinna ansi mikið hérna á Íslandi með ÍBV, Stjörnunni og KR svo hann er eftirsóttur. Það er því frábært fyrir okkur að hafa landað honum. Ég vænti mikils af honum, hann veit það og honum á eftir að líða mjög vel hérna,“ sagði Arnar að lokum. Klippa: Pablo mættur í Víkina
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Fótbolti Víkingur Reykjavík Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Sjá meira