Bjóðum fólk velkomið Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 6. nóvember 2020 11:00 Við sem búum á Íslandi höfum það alla jafna mjög gott. Þó að veðrið leiki okkur stundum grátt búum við mjög vel. Við erum eitt ríkasta land í heimi og höfum byggt okkur öflugt velferðarkerfi. Við höfum flest nóg að bíta og brenna en sannarlega er það viðvarandi verkefni að tryggja öllum gott viðurværi alltaf. Þannig virkar gott og heilbrigt samfélag. Það ætti því ekki að koma okkur á óvart að hingað sækir fólk sem vill setjast að og búa sér gott heimili. Sá hópur er ekki einsleitur. Þar er um að ræða fólk sem flýr hræðilegar aðstæður og fólk með mjög háar tekjur sem hefur heyrt að hér sé friðsælt að vera í fallegu landi. Og allt þar á milli. Það er lykilatriði að við séum tilbúin að taka á móti fjölbreyttri flóru fólks. Við höfum til þess ákveðna ferla og reglur. En ferlar og reglur ná bara ákveðið langt þegar talað er um fólk og stundum kemur í ljós að ferlarnir eru ekki gagnlegir. Sem dæmi má nefna veitingu atvinnuleyfa hér á landi en þar eru alltof margar flækjur. Til að sækja um atvinnuleyfi hér á landi má til dæmis ekki vera á landinu og þú verður að vera með ráðningarsamning og í sumum tilfellum þarf atvinnurekandi að tryggja húsnæði. Þannig er fólk alfarið upp á sinn atvinnurekanda komið. Það er ekkert svigrúm fyrir fólk sem hefur ef til vill komið hingað, kunnað vel við, sig og viljað setjast að. Til þess þarf að fara aftur úr landi. Ef þú kemur frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins, EFTA eða Færeyja, mæta þér ótal flækjustig. Þannig útilokum við fólk. Við útilokum fjölbreyttan hópfólks sem vill búa hér og vill taka þátt í að auðga okkar góða samfélag. Ég hef ásamt þingflokki Vinstri grænna lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að tekið verði á þessum málum. Tillagan snýr að því að stofnaður verði starfshópur sem fengi það verkefni að móta tillögur um að auka réttindi útlendinga til atvinnu hér á landi. Það er mikilvægt að við slíka vinnu sé mikið samráð við aðila vinnumarkaðarins og því leggjum við til að í þeim hópi eigi sæti fulltrúar Alþýðusambands Íslands, BSRB, BHM, Samtaka atvinnulífsins, Samtaka íslenskra sveitarfélaga, forsætisráðuneytis, fjármála- og efnahagsráðuneytis, dómsmálaráðuneytis og félagsmálaráðuneytis. Fólksflutningar hafa aukist mjög síðustu ár vegna styrjalda, borgarastríða, skertra mannréttinda og loftslagsvár meðal annars. Það er því mikilvægt að við lítum í eigin barm og athugum hvaða ferla má bæta til að fólk viti hvert það getur leitað. Undanfarin ár hefur umsóknum um alþjóðlega vernd hér á landi til dæmis fjölgað mikið. Sumir sem sækja um alþjóðlega vernd hér á landi falla utan skilgreininga um það hverjir skuli hljóta vernd, svo sem um pólítíska flóttamenn. Fái fólk synjun um alþjóðlega vernd hefur það enga aðra leið til að óska þess að vera hér áfram. Kerfið, sem er mannanna verk, leyfir það ekki. Þetta viljum við Vinstri græn laga. Við viljum búa hér til kerfi og samfélag sem tekur fólki opnum örmum. Til þess eru margar leiðir. Að bæta ferla í kringum atvinnuleyfi útlendinga er eitt skref í rétta átt. Höfundur er þingflokksformaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Alþingi Vinstri græn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Sjá meira
Við sem búum á Íslandi höfum það alla jafna mjög gott. Þó að veðrið leiki okkur stundum grátt búum við mjög vel. Við erum eitt ríkasta land í heimi og höfum byggt okkur öflugt velferðarkerfi. Við höfum flest nóg að bíta og brenna en sannarlega er það viðvarandi verkefni að tryggja öllum gott viðurværi alltaf. Þannig virkar gott og heilbrigt samfélag. Það ætti því ekki að koma okkur á óvart að hingað sækir fólk sem vill setjast að og búa sér gott heimili. Sá hópur er ekki einsleitur. Þar er um að ræða fólk sem flýr hræðilegar aðstæður og fólk með mjög háar tekjur sem hefur heyrt að hér sé friðsælt að vera í fallegu landi. Og allt þar á milli. Það er lykilatriði að við séum tilbúin að taka á móti fjölbreyttri flóru fólks. Við höfum til þess ákveðna ferla og reglur. En ferlar og reglur ná bara ákveðið langt þegar talað er um fólk og stundum kemur í ljós að ferlarnir eru ekki gagnlegir. Sem dæmi má nefna veitingu atvinnuleyfa hér á landi en þar eru alltof margar flækjur. Til að sækja um atvinnuleyfi hér á landi má til dæmis ekki vera á landinu og þú verður að vera með ráðningarsamning og í sumum tilfellum þarf atvinnurekandi að tryggja húsnæði. Þannig er fólk alfarið upp á sinn atvinnurekanda komið. Það er ekkert svigrúm fyrir fólk sem hefur ef til vill komið hingað, kunnað vel við, sig og viljað setjast að. Til þess þarf að fara aftur úr landi. Ef þú kemur frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins, EFTA eða Færeyja, mæta þér ótal flækjustig. Þannig útilokum við fólk. Við útilokum fjölbreyttan hópfólks sem vill búa hér og vill taka þátt í að auðga okkar góða samfélag. Ég hef ásamt þingflokki Vinstri grænna lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að tekið verði á þessum málum. Tillagan snýr að því að stofnaður verði starfshópur sem fengi það verkefni að móta tillögur um að auka réttindi útlendinga til atvinnu hér á landi. Það er mikilvægt að við slíka vinnu sé mikið samráð við aðila vinnumarkaðarins og því leggjum við til að í þeim hópi eigi sæti fulltrúar Alþýðusambands Íslands, BSRB, BHM, Samtaka atvinnulífsins, Samtaka íslenskra sveitarfélaga, forsætisráðuneytis, fjármála- og efnahagsráðuneytis, dómsmálaráðuneytis og félagsmálaráðuneytis. Fólksflutningar hafa aukist mjög síðustu ár vegna styrjalda, borgarastríða, skertra mannréttinda og loftslagsvár meðal annars. Það er því mikilvægt að við lítum í eigin barm og athugum hvaða ferla má bæta til að fólk viti hvert það getur leitað. Undanfarin ár hefur umsóknum um alþjóðlega vernd hér á landi til dæmis fjölgað mikið. Sumir sem sækja um alþjóðlega vernd hér á landi falla utan skilgreininga um það hverjir skuli hljóta vernd, svo sem um pólítíska flóttamenn. Fái fólk synjun um alþjóðlega vernd hefur það enga aðra leið til að óska þess að vera hér áfram. Kerfið, sem er mannanna verk, leyfir það ekki. Þetta viljum við Vinstri græn laga. Við viljum búa hér til kerfi og samfélag sem tekur fólki opnum örmum. Til þess eru margar leiðir. Að bæta ferla í kringum atvinnuleyfi útlendinga er eitt skref í rétta átt. Höfundur er þingflokksformaður Vinstri grænna.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun