Gáttuð á hræsni borgaryfirvalda Jónína Sigurðardóttir skrifar 6. nóvember 2020 08:30 Í gærkvöldi kom út þáttur hjá Kveik á Rúv um rakaskemmdir, myglu og heilsufarslegar afleiðingar sem það getur haft í för með sér. Kveikur er þekktur fyrir að vera almennt mjög málefnalegur og faglegur þáttur, það á svo sannarlega við um þáttin sem birtist í gærkvöldi. Þátturinn var virkilega vandaður og um málefni sem snertir fleiri en okkur grunar, málefni sem er falið og oft erfitt að greina. Það kemur þó ekki í veg fyrir að vandamálið sé til staðar. Eftir þáttinn í gær er tvennt sem situr eftir í mér. Í fyrsta lagi er það þegar rætt var við hóp kvenna sem allar unnu í húsnæði á vegum Orkuveitu Reykjavíkur og veiktust mjög alvarlega af myglu. Konurnar áttu það sameiginlegt að það trúði þeim enginn. Hagur barna ekki hafður að leiðarljósi Í þættinum í gær var rakavandamál í Fossvogsskóla sérstaklega tekið fyrir. Ég og aðrir foreldrar barna í skólanum höfum gert það sem í okkar valdi stendur til þess að þrýsta á að eitthvað verði gert. Við eigum það öll sameiginlegt að eiga börn sem hafa veikst mikið sökum húsnæðisins, farið hefur verið í framkvæmdir sem hafa ekki skilað tilskildum árangri því börnin okkar eru enn veik. Við höfum því neyðst til þess að fara í fjölmiðla og opinbera okkur og börnin okkar til þess að reyna að knýja í gegn að eitthvað verði gert því það trúir okkur enginn. Börnin okkar fá óstjórnlega höfuðverki og blóðnasir, útbrot, beinverki, miklir andlegir erfiðleikar, öndunarerfiðleikar og svo lengi mætti telja. Þau eiga það öll sameiginlegt að engin skýring hefur fundist á heilsubresti þeirra og þau lagast öll þegar þau eru ekki í skólanum og fjöldi þeirra barna sem finna fyrir einkennum og veikjast stækkar með hverri viku. Að standa í stappi við Reykjavíkurborg Það er ólýsanlega erfitt að standa í slíku máli við Reykjavíkurborg og hvað þá í eins langan tíma og þetta mál hefur staðið yfir. Foreldrum sem eru að leita svara vegna ráðaleysis og ótta af heilsufari barna sinna er bannað að setja sig í samband við aðila sem hafa raunverulega eitthvað um málið að segja og okkur bent á að beina öllum fyrirspurnum til skólastjórnenda. Kennurum barna hefur verið bannað að segja foreldrum frá því hvernig ástandið sé inni í kennslustofum, við komum alls staðar að lokuðum dyrum. Þegar við höfum reynt að spyrjast fyrir hjá borgaryfirvöldum um hvað eigi að gera hefur okkur verið bent á að það sé vænlegast að við tökum börnin okkar úr skólanum sem hljómar helst eins og leið til þess að þagga niður í okkur. Það hefur því miður gengið illa að beina fyrirspurnum okkar til skólastjórnenda, stundum er okkur ekki svarað eða okkur svarað með útúrsnúningi og ekki er að finna að hagur barna sé í fyrirrúmi. Í nýlegu samtali sem ég átti við skólastjóra skólans er dregið verulega í efa að um að eitthvað sé raunverulega að húsnæðinu þar sem mælingar gefi í skyn að húsnæðið sé í lagi, sem er ekki rétt. Ófullnægjandi mælingar Annað sem situr eftir hjá mér eftir þátt gærkvöldsins er að það var gefin góð og skýr mynd á muninum á myglu og gró. Í samtali við Sylgju Dögg Sigurjónsdóttir, fagstjóra hjá Eflu, kemur fram að gró myglu sé alls staðar. Gróin dreifist auðveldlega og hratt en fer ekki að valda skaða fyrr en það kemur raki og þá vaxa gróin upp í myglusveppi. Þetta virðast þeir sérfræðingar sem Reykjavíkurborg hefur ráðið í verkið ekki gera sér grein fyrir. Nýverið kom út skýrsla frá Verkís um stöðuna í húsnæðinu þar sem ítrekað er talað um að það sé verið að taka sýni og mæla gró. Gró sem finnst alls staðar. Það segir sér sjálft að slíkar mælingar skili ekki árangri og segi ekkert til um raunverulega stöðu húsnæðisins. Að lokum þótti mér sláandi að heyra það í þættinum í gær að Sylgja sagði að hún og samstarfsfólk hennar hafi oft verið beðið um að hagræða niðurstöðum rannsókna þannig að þær komi ekki fram, sem hún segir að þau hafi ekki gert. Rétt eins og vandamálið muni einfaldlega hverfa ef það komi ekki fram í skýrslum, staðan er hins vegar sú að vandamál af þessum toga stækkar bara og veldur meiri skaða ef ekki er brugðist hratt og rétt við. Ég er algjörlega gáttuð á hræsni borgaryfirvalda og vona að farið verði eins fljótt og mögulegt er í að taka rétt sýni og forða börnum og starfsfólki frá því að veikjast enn frekar. Þau eiga betra skilið en þetta! Höfundur er meistaranemi í uppeldis- og menntunarfræðum og ráðgjafi hjá Reykjavíkurborg. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Reykjavík Heilbrigðismál Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Í gærkvöldi kom út þáttur hjá Kveik á Rúv um rakaskemmdir, myglu og heilsufarslegar afleiðingar sem það getur haft í för með sér. Kveikur er þekktur fyrir að vera almennt mjög málefnalegur og faglegur þáttur, það á svo sannarlega við um þáttin sem birtist í gærkvöldi. Þátturinn var virkilega vandaður og um málefni sem snertir fleiri en okkur grunar, málefni sem er falið og oft erfitt að greina. Það kemur þó ekki í veg fyrir að vandamálið sé til staðar. Eftir þáttinn í gær er tvennt sem situr eftir í mér. Í fyrsta lagi er það þegar rætt var við hóp kvenna sem allar unnu í húsnæði á vegum Orkuveitu Reykjavíkur og veiktust mjög alvarlega af myglu. Konurnar áttu það sameiginlegt að það trúði þeim enginn. Hagur barna ekki hafður að leiðarljósi Í þættinum í gær var rakavandamál í Fossvogsskóla sérstaklega tekið fyrir. Ég og aðrir foreldrar barna í skólanum höfum gert það sem í okkar valdi stendur til þess að þrýsta á að eitthvað verði gert. Við eigum það öll sameiginlegt að eiga börn sem hafa veikst mikið sökum húsnæðisins, farið hefur verið í framkvæmdir sem hafa ekki skilað tilskildum árangri því börnin okkar eru enn veik. Við höfum því neyðst til þess að fara í fjölmiðla og opinbera okkur og börnin okkar til þess að reyna að knýja í gegn að eitthvað verði gert því það trúir okkur enginn. Börnin okkar fá óstjórnlega höfuðverki og blóðnasir, útbrot, beinverki, miklir andlegir erfiðleikar, öndunarerfiðleikar og svo lengi mætti telja. Þau eiga það öll sameiginlegt að engin skýring hefur fundist á heilsubresti þeirra og þau lagast öll þegar þau eru ekki í skólanum og fjöldi þeirra barna sem finna fyrir einkennum og veikjast stækkar með hverri viku. Að standa í stappi við Reykjavíkurborg Það er ólýsanlega erfitt að standa í slíku máli við Reykjavíkurborg og hvað þá í eins langan tíma og þetta mál hefur staðið yfir. Foreldrum sem eru að leita svara vegna ráðaleysis og ótta af heilsufari barna sinna er bannað að setja sig í samband við aðila sem hafa raunverulega eitthvað um málið að segja og okkur bent á að beina öllum fyrirspurnum til skólastjórnenda. Kennurum barna hefur verið bannað að segja foreldrum frá því hvernig ástandið sé inni í kennslustofum, við komum alls staðar að lokuðum dyrum. Þegar við höfum reynt að spyrjast fyrir hjá borgaryfirvöldum um hvað eigi að gera hefur okkur verið bent á að það sé vænlegast að við tökum börnin okkar úr skólanum sem hljómar helst eins og leið til þess að þagga niður í okkur. Það hefur því miður gengið illa að beina fyrirspurnum okkar til skólastjórnenda, stundum er okkur ekki svarað eða okkur svarað með útúrsnúningi og ekki er að finna að hagur barna sé í fyrirrúmi. Í nýlegu samtali sem ég átti við skólastjóra skólans er dregið verulega í efa að um að eitthvað sé raunverulega að húsnæðinu þar sem mælingar gefi í skyn að húsnæðið sé í lagi, sem er ekki rétt. Ófullnægjandi mælingar Annað sem situr eftir hjá mér eftir þátt gærkvöldsins er að það var gefin góð og skýr mynd á muninum á myglu og gró. Í samtali við Sylgju Dögg Sigurjónsdóttir, fagstjóra hjá Eflu, kemur fram að gró myglu sé alls staðar. Gróin dreifist auðveldlega og hratt en fer ekki að valda skaða fyrr en það kemur raki og þá vaxa gróin upp í myglusveppi. Þetta virðast þeir sérfræðingar sem Reykjavíkurborg hefur ráðið í verkið ekki gera sér grein fyrir. Nýverið kom út skýrsla frá Verkís um stöðuna í húsnæðinu þar sem ítrekað er talað um að það sé verið að taka sýni og mæla gró. Gró sem finnst alls staðar. Það segir sér sjálft að slíkar mælingar skili ekki árangri og segi ekkert til um raunverulega stöðu húsnæðisins. Að lokum þótti mér sláandi að heyra það í þættinum í gær að Sylgja sagði að hún og samstarfsfólk hennar hafi oft verið beðið um að hagræða niðurstöðum rannsókna þannig að þær komi ekki fram, sem hún segir að þau hafi ekki gert. Rétt eins og vandamálið muni einfaldlega hverfa ef það komi ekki fram í skýrslum, staðan er hins vegar sú að vandamál af þessum toga stækkar bara og veldur meiri skaða ef ekki er brugðist hratt og rétt við. Ég er algjörlega gáttuð á hræsni borgaryfirvalda og vona að farið verði eins fljótt og mögulegt er í að taka rétt sýni og forða börnum og starfsfólki frá því að veikjast enn frekar. Þau eiga betra skilið en þetta! Höfundur er meistaranemi í uppeldis- og menntunarfræðum og ráðgjafi hjá Reykjavíkurborg. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun