Svali mættur aftur til Tenerife: „Sjaldan fengið eins góða þjónustu og núna“ Stefán Árni Pálsson skrifar 30. október 2020 11:30 Svali er mættur til Tenerife. Sigvaldi Kaldalóns eða Svali eins og hann er oftast þekktur sem er mættur aftur til Tenerife þar sem hann hefur búið í nokkur ár. Svali hefur verið farastjóri á eyjunni og gekk það vel fram að heimsfaraldri. Svali reif alla fjölskylduna út á sínum tíma en þau urðu að flytja aftur heim í vor vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdóminum. „Ég er alsæll í sólinni. Ekki ský á lofti og 24 gráður hér að morgni,“ segir Svali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Ein af ástæðunum fyrir því að Tenerife datt út sem ferðamannastaður er þessi sóttkví sem allir þurfa að fara í. Nú voru bæði Bretar, Þjóðverjar og Hollendingar að gefa út að ef fólk fer til Kanaríeyja þá þarf það ekki í sóttkví þegar það kemur heim af því að eyjarnar eru með svo lágt smithlutfall. Hér er það um 22 á hverja hundrað og þar af leiðandi ekki hættusvæði,“ segir Svali en ferðamenn sem mæta til Tenerife þurfa að fara í skimun eftir 5. nóvember. „Núna vilja þeir að Bretar sýni fram á það að þeir séu ósmitaðir þegar þeir koma en það á ekki við um Íslendinga,“ segir Svali og bætir við að það hafi ekki verið svo mikið mál að koma sér yfir til Tenerife frá Íslandi. „Þú getur flogið yfir til Bretlands frá Íslandi með nokkrum flugfélögum. Ég fór til að mynda með Easy Jet yfir til Manchester og beið þar í fjóra tíma og þaðan áfram suður eftir,“ segir Svali en fyrir flugtak varð hann að fylla út rafrænt eyðublað til að sýna fram að á að hann sé heilsuhraustur og gefa upp allar upplýsingar svo hægt sé að fylgjast með ferðum hans. Hann segir að á Tenerife sé ekkert útgöngubann. „Allar Kanaríeyjarnar eru undanskildar útgöngubanni sem er á Spáni núna og það er ákveðin yfirlýst stefna að þeir ætli að reyna halda því þannig á Kanaríeyjunum eins og hægt er. Það er erfitt að segja hvað verður. Það er allt opið hér en sumir eru með lokað því það er ekki það mikill fjöldi hérna. En þú getur farið í bæinn og farið á veitingastaði og svona. Vorum einmitt að tala um það í gær að maður hefur sjaldan fengið eins góða þjónustu og núna.“ Hér að neðan má hlusta á spjallið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Bítið Íslendingar erlendis Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fleiri fréttir Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Sjá meira
Sigvaldi Kaldalóns eða Svali eins og hann er oftast þekktur sem er mættur aftur til Tenerife þar sem hann hefur búið í nokkur ár. Svali hefur verið farastjóri á eyjunni og gekk það vel fram að heimsfaraldri. Svali reif alla fjölskylduna út á sínum tíma en þau urðu að flytja aftur heim í vor vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdóminum. „Ég er alsæll í sólinni. Ekki ský á lofti og 24 gráður hér að morgni,“ segir Svali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Ein af ástæðunum fyrir því að Tenerife datt út sem ferðamannastaður er þessi sóttkví sem allir þurfa að fara í. Nú voru bæði Bretar, Þjóðverjar og Hollendingar að gefa út að ef fólk fer til Kanaríeyja þá þarf það ekki í sóttkví þegar það kemur heim af því að eyjarnar eru með svo lágt smithlutfall. Hér er það um 22 á hverja hundrað og þar af leiðandi ekki hættusvæði,“ segir Svali en ferðamenn sem mæta til Tenerife þurfa að fara í skimun eftir 5. nóvember. „Núna vilja þeir að Bretar sýni fram á það að þeir séu ósmitaðir þegar þeir koma en það á ekki við um Íslendinga,“ segir Svali og bætir við að það hafi ekki verið svo mikið mál að koma sér yfir til Tenerife frá Íslandi. „Þú getur flogið yfir til Bretlands frá Íslandi með nokkrum flugfélögum. Ég fór til að mynda með Easy Jet yfir til Manchester og beið þar í fjóra tíma og þaðan áfram suður eftir,“ segir Svali en fyrir flugtak varð hann að fylla út rafrænt eyðublað til að sýna fram að á að hann sé heilsuhraustur og gefa upp allar upplýsingar svo hægt sé að fylgjast með ferðum hans. Hann segir að á Tenerife sé ekkert útgöngubann. „Allar Kanaríeyjarnar eru undanskildar útgöngubanni sem er á Spáni núna og það er ákveðin yfirlýst stefna að þeir ætli að reyna halda því þannig á Kanaríeyjunum eins og hægt er. Það er erfitt að segja hvað verður. Það er allt opið hér en sumir eru með lokað því það er ekki það mikill fjöldi hérna. En þú getur farið í bæinn og farið á veitingastaði og svona. Vorum einmitt að tala um það í gær að maður hefur sjaldan fengið eins góða þjónustu og núna.“ Hér að neðan má hlusta á spjallið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Bítið Íslendingar erlendis Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fleiri fréttir Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Sjá meira